Dagsbrún - 01.11.1895, Page 14

Dagsbrún - 01.11.1895, Page 14
— 174 — YMISLEGrT. Gnð = Kiistur. Ef að Kristur væri sannarlegnr guð, eins og gamla kverið okk- ar s igði; eins og klerkar rétttrúnaðarins kenna samkvæmt trúar- lærdómum kvrkju sinnar; ef að hann, eins og grundvallarrit trúar Jpcirra liinna lútersku—Augsborgar-játningin—segir, væri jafn guði að aldri, að veru og eðli, svo að faðirinn væri hið sama og sonurinn, óaðgreinanlegur frá honum, — þá ieiðir það af sjálfu sér, að það, sem sagt er um annan þeirra hlýtur að eiga við um hinn, veran er hin sama þó að nöfnin séu tvö. Þó að því breytt sé um nöfn þeirra og nafn Sonarins sett í stað Föðursins og Föðursins í stað Sonarins, þá hlýtur það að vera alveg hið sama ; það ætti engin viila að geta komið út úr þvi; En nú skulum við sjá : “Guð gerir ekkert af sjálfum sér” (Jóh. 8. 28) og “Guð taiar eins og Kristur kendi hon- um” (Jóh. 8. 28). “Kristur sendi mig” segir Guð (Jóh. 7. 28). Guð segir (Jóh. 5. 19.): “Faðirinn getur ekkert gcrt af sjálfum sér nema það, sem hann sér soninn gera.” — Guð segir (Jóh. 10. 17.): “Eg læt líf mitt svo að ég taki það aftur.” — “Enginn maður héfir nokkru sinni Krist söð ” (Jóh. 1., 18.) “Kristur sendi sinn einget- inn Föður” (1 Jóli. 4. 9.) — “Sonurinn er mér meiri,” segir guð (Jóli. 14. 28.) Guð lirópaði á krossinum : “Kristur ! hví hef'ir þú yfirgefið mig” ? “Guð var þar alla nóttina á bæn til Krists.” (Lúk. G. 12.) Guð sagði: “Snertu mig ekki, því enn þá er ég ekki upp- stiginn til sonar míns.” (.Jóh. 20. 17.) Ef að menn líta nú á málið, þá sjá menn, að hér rekur að endi- leysu einni, úr þessu verður ekkert annað en bull og vitleysa, en, ef að bókstafurinn á að vera innblásinn, ef að Kristur á að vera guð, þá hlýtur svona að fara. Þegar rnenn fara nokkuð að eiga við það, þá er örðugra, en sumir hyggja, að gera eina persónu úr tveimur. Þessi sönnunarmáti, sem hér er sýndur er mashematiskur; ef að x er = 4, þá eru 4 = x, en í reikningsfræði er það með öllu óhrekjandi. Blóð fórnar-keimingin. Það er ein af aðalsetningum kyrkjunnar, að mennirnir verði reiknaðir réttlátir eingöngu fyrir verðleika eða forþénustu Jesú Krists, fyrir trúna á hans fi-iðþægingu, fyrir trúna á það, að hann hafi afplánað syndir þeirra, án þess, að þeir verðskuldi nokkuð gott með verkum sínum, þótt þau séu góð. Ef að maðurinn ætlar að fara að treysta á góðverlt sln, þá fer illa, þáþarf hann ekki að vænta sér neinnar friðþægingar. Þetta er livað eftir annað tekið fram af

x

Dagsbrún

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagsbrún
https://timarit.is/publication/1272

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.