Dagsbrún - 01.11.1895, Blaðsíða 16
170 —
ara,'lvgára, morðingja, þjófa og bófa hafa flúið undir; sem eftir æfl
ataða í smán og svívirðingu, liafa dáið svo undur lukkulegir og sæl-
ir, trcystandi því, að Kristur liafi borið allar þcirra syndir upp á
krossinn og afplánað fyrir þær með blóði sínu.
lleiðruðu kaupendur !
Þá er nú að eins eftir eitt (12.) númerið af þessu ári Dagsbrúnar, og
munum vér láta það koma út seint í næsta mánuði.
Vér þykjumst vera nokkurn veginn vissir um, að kaupendur vorir
yfir höf uð, — að sárfáum undanskildum ef til vill, — séu vel ánægðir með
allan írágang og stefnu Dagsbrúnar, og er vel að svo er. En vinsamleg
ummæli og hrós um blaðið er ekki alls kostar nægilegt til þess, að vér get-
um haldið blaðinu úti næsta ár ; kaupendurnir verða að sýna það í verk-
inu, að þeim sé ant um, að blaðið lifi og haldi áfram að koma út. Og það
er einkum með þrennu móti að menn geta stutt að því : með því, að
borgað sé skilvíslega, ekki síðar en fyrir áramót, það sem hver og einn
skuldar blaðinu nú, — með því, að útvega því sem flesta nýja kaupendur
(það kostar oft að eins góðan vilja og ofurlítið ómak) — og með þvi, að
sem flestir borgi fyrirfram næsta árgang (1896), því að prentkostnaðþurf-
um vér að borga ætíð jafnharðan og blaðið kernur út.
Kaupendur Dagsbrúnar ! Vinir vorir, menn og konur ! Látið nú
sjá að þér lcunnið að meta þessa viðleitni vora til að gefa yður gott og
upplýsandi blað, — blað sem fylgir með straumi tímans og mentunarinn-
ar, en er ekki sifeldlega að róta i draugahólum löngu liðinna alda hjátrúar
og heimsku.
Ef kaupendur vorir fjölga svo, að vér sjáum oss það fært, munum
vér stækka blaðið. Dagsbrún mun aldrei verða haldið úti senr peninga-
legu gróðafyrirtæki, livorki fyrir söfnuð vorn né neina klíku. Vér erum
meira en ánægðir, ef blaðið að eins borgar sig. En söfnuður vor hefir í of
mörg liorn að líta til þess, að geta lagt fram fé til útgáfu blaðsins, svo að
nokkru nemi. — Með virðingu og von u.n góðar undirtektir.
Útgáfunefndin.
Gefið út af Únítarasöfnuðinum í Winnipeg.
Ritstjóri : Magxús J. Skaptason.
648 William Ave.
Féhirðir og afgreiðslumaður : Magnús Pétursson.
S.-W. Corner Ross Ave. & Nena Str.
Heimskrixgla Prtg. & Publ. Co.