Fréttablaðið - 15.01.2018, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 15.01.2018, Blaðsíða 1
— M e s t l e s n a dag b l a ð á Í s l a n d i * —1 2 . t ö l u b l a ð 1 8 . á r g a n g u r M á n u d a g u r 1 5 . j a n ú a r 2 0 1 8 FrÍtt Fréttablaðið í dag skoðun Pawel Bartoszek skrifar um næsta forseta Bandaríkj- anna. 9 sport Tindastóll vann sinn fyrsta stóra titil. 12 tÍMaMót Læknar án landamæra leita að Íslendingum í vinnu. 14 lÍFið Viðburðafyrirtækið Puzzy Patrol stendur fyrir stórtónleik- um kvenna í hipphopptónlist í Gamla bíói um næstu helgi. 22 plús 2 sérblöð l Fólk l  Fasteignir *Samkvæmt prentmiðlakönnun Gallup apríl-júní 2015 NÝTTHÁLSMIXTÚRURÚR HVÖNNMEÐ ENGIFER OG LAKKRÍS Gagnast gegn hósta, kvefi og þurrki í hálsi. SÆKTU RADDSTYRK Í ÍSLENSKA NÁTTÚRU H V ÍT A H Ú S IÐ / A ct av is 7 1 1 0 3 0 Betolvex B-12 Fæst án lyfseðils stjórnMál Eyþór Arnalds, fram- bjóðandi í leiðtogaprófkjöri Sjálf- stæðisflokksins í Reykjavík, boðar niðurskurð í stjórnkerfi borgarinnar nái hann kjöri í borgarstjórnar- kosningunum í vor. Þannig megi leysa þann vanda sem hafi mætt foreldrum sökum manneklu á leik- skólum og skorts á dagforeldrum. „Reykvísk- ir foreldrar gera þá eðlilegu kröfu til Reykja- v í k u r b o r g a r að þeim standi leikskólapláss til boða fyrir börn sín,“ segir Eyþór í aðsendri grein í blaðinu. – hg / sjá síðu 9 Vill skera niður vegna manneklu HeilbrigðisMál Barna- og unglinga- geðdeild Landspítalans (BUGL) bárust í fyrra sextán beiðnir vegna kynáttunarvanda ungmenna. Eftir- spurnin eftir þjónustu transteymis- ins þar hefur vaxið undanfarin ár. Guðrún Bryndís Guðmunds- dóttir, barnageðlæknir á BUGL, segir teyminu yfirleitt berast beiðnir vegna barna sem komin eru á unglingsár en líka vegna ein- staka yngri barna. Þangað leita börn og unglingar sem ekki eru sátt við það kyn sem þau fengu úthlutað við fæðingu. Þau yngstu eru sum ekki orðin kynþroska. Kynjahlutföll hafa gerbreyst á þeim 20 árum sem liðin eru frá því að byrjað var að veita meðferð hér á landi. – jhh / sjá síðu 4 Fleiri börn leita til transteymis iðnaður Magnús Garðarsson, fyrr- verandi forstjóri United Silicon í Helguvík, millifærði tvær milljónir króna út úr dótturfélagi kísilversins og inn á reikning félags í eigu hans. um fimm mánuðum eftir að hann lét af störfum fyrir fyrirtækið. Þetta kemur fram í skýrslu sem KPMG vann fyrir stjórn United Sili- con í nóvember og Fréttablaðið hefur undir höndum. Þar segir að Magnús hafi millifært upphæðina þann 25. ágúst án þess að hafa til þess rétt- indi frá stjórn dótturfélagsins Geysis Capital eða United. Í skýrslunni segir að Magnúsi hafi áður en hann lét af störfum að öllum líkindum verið ljóst að veru- lega vantaði upp á fjármögnun fyrir- tækisins og hann hafi því reynt að fresta greiðslum, fegra bókhaldið og villa um fyrir stjórn þess. Um tíma var íhugað að færa bókhald United Silicon alfarið upp á nýtt fyrir árið 2016 vegna fjölda rangfærslna. Magnús á einnig að hafa talið stjórn kísilversins trú um að mál sem verktakafyrirtækið ÍAV höfðaði gegn fyrirtækinu væri vegna vangoldinna reikninga upp á 400 milljónir króna. Það hafi því komið stjórnarmönnum í opna skjöldu þegar niðurstaðan varð rúmur milljarður króna. Einn- ig á hann að hafa leynt því að félagið ætti bankareikninga í Danmörku. Segir í skýrslunni að ágallar hafi verið miklir í aðgreiningu starfa því Magnús hafi í raun stjórnað United Silicon og samþykkt reikninga. „Þannig má segja að Magnús hafi verið í ákjósanlegri stöðu til að draga sér fé og villa um fyrir stjórn og stjórnendum,“ segir í skýrslunni. Stjórn kísilversins, sem nú er í greiðslustöðvun, kærði Magnús til héraðssaksóknara í september í fyrra og Arion banki, stærsti hlut- hafi og lánveitandi kísilversins, um mánuði síðar. Þær byggjast á grun um stórfelld auðgunarbrot og skjalafals. Magnús hefur mótmælt þeim sem „röngum og tilhæfulausum“ og sagt þær hluta af slag um eignarhald. – sa Tók tvær milljónir löngu eftir starfslok Fyrrverandi forstjóri og eigandi United Silicon á að hafa fært tvær milljónir króna af reikningi dótturfélags kísilversins fimm mánuðum eftir að hann hætti störfum. Skýrsla KPMG varpar ljósi á stórfellda fjármálaóreiðu og vísbendingar um að blekkingum hafi verið beitt. Magnús Garðarsson, fyrrverandi for- stjóri United. Silicon. Halldór Ísland tapaði fyrir sterku liði Króata í A-riðli á EM í handbolta í Split í gær. Strákarnir okkar skoruðu þar 22 mörk gegn 29 mörkum Króatanna. Geir Sveinsson landsliðsþjálfari var ánægður með margt í leik liðsins þrátt fyrir tapið. Næsti leikur er gegn Serbum annað kvöld og með sigri þar fara Íslendingar með tvö stig í milliriðil. Sjá síðu 10. Fréttablaðið/Ernir Úrslitin ráðast á morgun 1 5 -0 1 -2 0 1 8 0 4 :2 9 F B 0 4 0 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 E B C -D 5 0 0 1 E B C -D 3 C 4 1 E B C -D 2 8 8 1 E B C -D 1 4 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 0 4 0 s _ 1 4 _ 1 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.