Fréttablaðið - 15.01.2018, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 15.01.2018, Blaðsíða 36
Þriðjudagskvöld 16. janúar kl. 20.00 Norðurljós, Hörpu Sigvaldi Kaldalóns og samskipti hans við læknasamtökin Miðvikudagskvöld 17. janúar kl. 20.00 Silfurberg, Hörpu Geðheilbrigði og samfélag málþing Tónlistardagskrá helguð einu ástsælasta tónskáldi þjóðarinnar, Sigvalda Kaldalóns lækni. Óttar Guðmundsson leiðir þessa yfirferð um feril hans og lög. Tónlistarflutninginn annast Karlakórinn Fóstbræður undir stjórn Árna Harðarsonar ásamt Hildigunni Einarsdóttur mezzosópran og Aðalheiði Þorsteinsdóttur píanóleikara. Setning: Engilbert Sigurðsson geðlæknir, prófessor í geðlæknisfræði opnar fundinn. Nútíminn og geðheilsan: Þórgunnur Ársælsdóttir geðlæknir. Umhverfið og geðheilsan: Gunnlaug Thorlacius félagsráðgjafi, formaður Geðverndarfélags Íslands. Skólinn og geðheilsan: Helgi Grímsson sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar. Fjölmiðlar og geðheilsan: Ferdinand Jónsson yfirlæknir samfélagsgeðlækningateymis í London. Geðheilbrigði til framtíðar: Páll Matthíasson geðlæknir, forstjóri Landspítala. Fyrirspurnir úr sal og umræða um geðheilbrigði og samfélag. Fundarstjóri: Engilbert Sigurðsson. Hinir árlegu Læknadagar standa nú yfir í Hörpu og er hluti dagskrárinnar tileinkaður 100 ára afmæli Læknafélags Íslands. Meðal annars er efnt til tónlistarskemmtunar og málþings þar sem öllum er heimill aðgangur án endurgjalds. Fyrsta súkkulaðisetur borgarinnar var opnað fyrir helgi en tónlistar-konurnar Lára Rúnars-dóttir og Tinna Sverris-dóttir standa að setrinu sem þær kalla Andagift. Var vinum og vandamönnum boðið í smakk af dásamlegu súkkulaði og þurftu allir að fara úr skónum þegar inn var komið. Án undantekningar. Í kynningu fyrir Andagift segir að súkkulaði hafi verið talið fæða guð- anna og kalla Maya-indíánar það „Blóð hjartans“. Þá hafi  súkkulaði verið notað sem lækningajurt og í seremóníum sem hjartaauðgandi lyf svo öldum skipti. Súkkulaðið sem unnið er með í Andagift er 100% hreint súkkulaði frá Gvatemala. Það er handunnið frá baun í bolla sem gerir það að verkum að eiginleikar þess og næringarinni- hald helst óskert við framleiðslu. Súkkulaðið er sneisafullt af ýmiss konar lífsnauðsynleg- um næringarefnum og er talið lækka blóðþrýst- ing,  efla ónæmis- kerfið og  jafnvel auka úthald. bene- diktboas@365.is Frá baun í bolla  og allir úr skónum Opnunarteiti Andagiftar var fyrir helgi en þar komu saman vinir og kunningjar Láru Rúnarsdóttur og Tinnu Sverris­ dóttur til að gleðjast yfir nýjustu afurð þeirra. Fyrsta súkkulaðisetur borgarinnar með alls konar gúmmelaði. Eigendurnir Lára og Tinna en sú síðarnefnda stundaði árið 2017 nám í Gvate- mala sem kallast „Yoga of sound and chocolate“ þar sem hún lærði um mátt súkkulaðiplöntunnar og töfra tónheilunar. Ragnheiður Gröndal og Jónas Sigurðsson litu inn en Jónas var með Láru um borð í Húna sem sigldi hringinn í kringum landið með tón- listarmenn sem spiluðu til styrktar björgunarsveitunum. Guðrún Ragna, Hulda Fríða og Sunna komu og kíktu við með brosið að vopni. Valgerður og Alenka brostu sínu breiðasta eftir að hafa drukkið súkkulaðið frá þeim Láru og Tinnu enda er ekki verið að vinna með nein aukefni á þeim bænum. Íris og Perla með súkkulaðibollana á lofti. Ekki er annað að sjá en að súkkulaðið hafi runnið ljúflega niður. 1 5 . j a n ú a r 2 0 1 8 M Á n U D a G U r20 l í f i ð ∙ f r É T T a B l a ð i ð Lífið 1 5 -0 1 -2 0 1 8 0 4 :2 9 F B 0 4 0 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 E B C -F C 8 0 1 E B C -F B 4 4 1 E B C -F A 0 8 1 E B C -F 8 C C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 0 4 0 s _ 1 4 _ 1 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.