Fréttablaðið - 15.01.2018, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 15.01.2018, Blaðsíða 30
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Grétar L. Strange rafvélavirkjameistari, lést þann 10. janúar á Landspítalanum í Fossvogi. Útför hans fer fram frá Seljakirkju 23. janúar kl. 13.00. Edda Ásta Sigurðardóttir Strange Sigurður Strange Harpa Kristjánsdóttir Guðrún Strange Hilmar Snorrason Hannes Strange Bryndís Björnsdóttir Grétar Strange Guðbjörg Fanndal Torfadóttir afabörn og langafabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, Friðrik Marteinsson Kurt Müller ketil- og plötusmiður, Bröttuhlíð 15, Hveragerði, lést á hjúkrunarheimilinu Ási í Hveragerði miðvikudaginn 10. janúar. Signý Egilsdóttir Elsa Backman Rúnar Skarphéðinsson Helgi Backman Marteinn Friðriksson Íris Blandon Katrín Friðriksdóttir Atli Lýðsson barnabörn og barnabarnabörn. Fallegar vandaðar kistur á góðu verði Sími: 555 3888 granithollin.is Verð frá kr. 58.800,- Elsku hjartans pabbi okkar, tengdapabbi, afi og langafi, Þorvaldur Ragnarsson fyrrverandi forsetabílstjóri, fæddur 19. nóvember 1933, lést í faðmi fjölskyldunnar mánudaginn 8. janúar á hjúkrunarheimilinu Ísafold. Útför hans fer fram á morgun, þriðjudaginn 16. janúar, kl. 13.00 frá Áskirkju. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Alzheimersamtökin. Ásthildur Þorvaldsdóttir H. Jóna Þorvaldsdóttir Jón Diðrik Jónsson Anna María Þorvaldsdóttir Jónas Halldórsson barnabörn og barnabarnabörn. MANNRÉTTINDI „Þó að nám sé að sjálf- sögðu mikilvægt þá eru ekki endilega skilyrði um það. Frekar er sett fram krafa um skilning á því hvað er að vera mann- úðarstarfsmaður og hver gildi hans eru, eins og réttlæti. Hjá okkur starfa ekki bara læknar og hjúkrunarfræðingar, líka smiðir og verkfræðingar og fólk með alls konar menntun,“ segir Lára Jónasdóttir sem hefur starfað fyrir samtökin Lækna án landamæra í fimm ár. Hefur hún á þeim tíma ferðast víða um heim og þar með talið til Nígeríu og Suður-Súdans. Lára lærði friðar- og átakafræði og lauk síðan meistaraprófi í alþjóðasamskipt- um. Hún hefur sinnt ýmsum verkefnum hjá samtökunum á sviði réttindagæslu, verkefnastjórnunar, mannauðsmála og samræmingar aðgerða á vettvangi. „Það var eiginlega fyrir tilviljun að ég fór á upplýsingafund í Ósló.  Á fundinum sá ég að þessi samtök pössuðu mér vel og mínum hugsjónum. Þau tala beint út og eru óhrædd.“ Lára segir að sjálfstæði samtakanna og geta þeirra til að vera óháð hafi heillað hana mikið. „Fjármagn kemur 90 prósent frá einstökum aðilum, ekki ríkjum. Við höfum meira frelsi til að tala um ýmis málefni sem öðrum sam- tökum, sem treysta á ríkisfjármagn, er erfiðara að tjá sig um. Það er alls ekki sjálfsagt mál innan mannúðargeirans að geta það. Samtökin passa vel upp á það hvaðan fjármagnið kemur og hvert það fer. Sem dæmi fer ekkert fjármagn frá Bandaríkjunum í starf samtakanna í Afganistan. Þannig getum við verið eins hlutlaus og hægt er.“ Hún segir sjálf- stæðið einnig gera þeim kleift að fara á staði sem aðrir eru ekki á, og að þau séu yfirleitt fyrst á staðinn, þegar upp kemur neyð. Samtökin eru í leit að starfsfólki og fólki til að vera á viðbragðslista, sem hægt er að leita til með stuttum fyrir- vara. „Verkefnin eru yfirleitt í kringum sex mánuði til ár. Flestir sem vinna hjá samtökunum eru sjálfboðaliðar og fólk er því ekki á háum launum. Flug, hús- næði og uppihald er þó alltaf greitt.“ En samtökin eru ekki einungis á Íslandi til að ná í starfsfólk. „Það sem samtökin gera líka með því að koma til Íslands er að hvetja íslensk stjórn- völd til að beita sér á alþjóðavettvangi í þeim málefnum sem Læknar án landa- mæra eru að vinna að, eins og að koma í veg fyrir of hátt verð og einkaleyfi á lyfjum, grun um pyntingar í Líbíu og málefni flóttamanna í Evrópu, sem og flótta Róhingja frá Bangladess.“ Í dag hefjast Læknadagar í tilefni af 100 ára afmæli Læknafélags Íslands. Karine Nordstrand, formaður norskra landssamtaka Lækna án landamæra mun kynna hlutverk og starfsemi félags- ins þar. Að auki verða tveir fundir fyrir þá sem hafa áhuga á að starfa með samtökunum miðvikudagana 17. og 24. janúar á Kex hosteli, klukkan 20-21.30. lovisaa@frettabladid.is Læknar án landamæra leita í fyrsta sinn til Íslands Samtökin starfa í 70 löndum víða um heim og leita nú í fyrsta skipti til Íslands eftir starfs- fólki. Leitað er að alls konar hugsjónafólki sem vill sinna neyðaraðstoð. Ekki bara lækn- um og hjúkrunarfræðingum heldur einnig smiðum, verkfræðingum og fleirum. Hér er Lára Jónasdóttir í Suður-Súdan, í þorpinu Gumurk, fyrir utan heilsugæsluna sem Læknar án landamæra ráku þar. Nokkrum mánuðum síðar varð að loka henni vegna átaka í landinu. Lára hefur starfað fyrir samtökin í fimm ár og ferðast víða um heim. Flestir sem vinna hjá samtökunum eru sjálfboðaliðar og fólk er því ekki á háum launum. Flug, húsnæði og uppihald er þó alltaf greitt. Lára Jónasdóttir 69 Galba Rómarkeisari myrtur 1582 Pólsk-litháíska samveldið fær Eistland og Lífland frá Rússum. 1609 Eitt fyrsta fréttablaðs heims, Avisa Relation oder Zeitung, kemur fyrst út í Ágsborg. 1759 Þjóðminjasafn Bretlands opnað almenningi. 1892 James Naismith gefur út reglur um körfubolta. 1935 Mjólkursamsalan stofnuð 1942 Vindhraðamet slegið í Reykjavík, 39,8 metrar á sekúndu. 1943 Pentagon, skrifstofubygging varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna, tekin í notkun. 1994 Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga stofnað eftir sam- einingu Hjúkrunarfélags Íslands og Félags háskólamennt- aðra hjúkrunarfræðinga. 2001 Wikipedia opnuð. Merkisatburðir „Bandalag jafn- aðarmanna verður stofnað í dag,“ sagði í frétt Morgunblaðsins þennan dag árið 1983. Sú frétt reynd- ist auðvitað rétt og sagði enn fremur að aðalhvatamaður að stofnun bandalagsins hafi verið Vilmundur Gylfason, þáverandi alþingismaður. Degi síðar höfðu línur skýrst og banda- lagið verið stofnað. Undir stórri fyrirsögn á síðu tvö sagði í Morgunblaðinu þann 16. janúar: „Í drögum að málefnagrundvelli segir m. a., að bandalagið sé stofnað til höfuðs hinu staðnaða flokkakerfi stjórnmálaflokkanna, eins og það er orðað.“ Bandalag jafnaðarmanna varð þó ekki langlíft. Síðar þetta sama ár fékk flokkurinn fjóra þingmenn kjörna en þremur árum síðar, undir lok kjörtímabilsins, gengu þrír þeirra í Al- þýðuflokkinn og sá fjórði í Sjálfstæðisflokkinn svo enginn varð eftir í þingflokki bandalagsins. Jafnaðarmenn létu þó brotthvarf þingmannanna ekki stöðva sig og buðu fram í Reykjavíkurkjördæmi og Reykja- neskjördæmi. Fékk flokkurinn samtals 246 atkvæði og var því tiltölulega langt frá því að ná inn manni. – þea Þ EttA g E R ð i St : 1 5 . JA N úA R 1 9 8 3 Bandalag jafnaðarmanna stofnað af Vilmundi Gylfa 1 5 . j A N ú A R 2 0 1 8 M Á N U D A G U R14 T í M A M ó T ∙ F R É T T A B L A ð I ð tímamót 1 5 -0 1 -2 0 1 8 0 4 :2 9 F B 0 4 0 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 E B C -D E E 0 1 E B C -D D A 4 1 E B C -D C 6 8 1 E B C -D B 2 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 A F B 0 4 0 s _ 1 4 _ 1 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.