Fréttablaðið - 15.01.2018, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 15.01.2018, Blaðsíða 14
Fólk er kynningarblað sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og um- fjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið ritstjórnar- efni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@365.is, s. 512 5349 | Ragnheiður Tryggvadóttir, heida@365.is, s. 512 5367 | Oddur Freyr Þorsteinsson, oddurfreyr@365.is, s. 512 5368 | Sigríður Inga Sigurðardóttir, sigriduringa@365.is, s. 512 5372 | Starri Freyr Jónsson, starri@365.is, s. 512 5358 | Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, thordisg@365.is s. 512 5338 Útgefandi: 365 miðlar Ábyrgðarmaður: Elmar Hallgríms Hallgrímsson Sölumenn: Atli Bergmann, atlib@365.Is, s. 512 5457 | Jón Ívar Vilhelms- son, jonivar@365.Is, s. 512 5429 | Ólafur H. Hákonarson, olafurh@365.Is, s. 512 5433 | Ruth Bergsdóttir, ruth@365.is, s. 512 5095, „Dagbókin er alls ekki að deyja út þótt sumir haldi það ef til vill. Vissulega dalaði salan aðeins fyrst með tilkomu snjallsímanna en hún hefur aftur aukist undanfarin ár,“ segir Brynjólfur. Minnisbækur í stærðunum A4, A5 og A6. Dagur á síðu eða vika á opnu. Til vinstri má sjá A4 minnisbækur með punktum. Til hægri eru minnisbækur með kraft- kápum í þremur litum. Varmá bókaútgáfa hefur um 40 ára skeið hannað og framleitt vinsælar dagbækur fyrir landsmenn. Ætla mætti að vinsældir þeirra hefðu dvínað með tilkomu nýrrar tækni á borð við snjallsímann en það er öðru nær segir Brynjólfur Páll Schram, framkvæmdastjóri og eigandi Varmár bókaútgáfu. „Dagbókin er alls ekki að deyja út þótt sumir haldi það ef til vill. Vissulega dalaði salan aðeins fyrst með tilkomu snjall símanna en hún hefur aftur aukist undanfarin ár. Þar spila nokkrir þættir inn að mínu mati. Í fyrsta lagi varð fljótt ljóst að ný tækni kom ekki í stað gömlu dag- bókarinnar. Í öðru lagi má nefna að við hófum árið 2015 að bjóða upp á nýtt og mjög fjölbreytt litaúrval sem hefur slegið í gegn.“ Mikið litaúrval Óhætt er að segja að nýju litirnir sem Brynjólfur minntist á hafi slegið í gegn. „Í marga áratugi voru sömu 4-5 litirnir allsráðandi hér á landi. Svartar, bláar, grænar og rauðar bækur svo dæmi séu tekin. Nú geta viðskiptavinir okkar valið úr úrvali lita á borð við appelsínu- gulan, bleikan, fjólubláan, gulan, sægrænan og brúnan auk fjölda annarra lita og jafnvel nokkurra útgáfna af sama litnum. Konur og yngra fólk er sérstaklega þakk- látt fyrir þetta litaúrval enda eldri litirnir síður spennandi. Þeir sem nota dagbækur á annað borð eru með þær fyrir framan sig allt árið og þá skiptir ekki bara notagildið máli heldur líka að bókin sé litfögur, falleg og sómi sér vel á borði.“ Gömlu dagaheitin Dagbækurnar frá Varmá hafa löngum verið nefndar málshátta- bækurnar vegna málshátta sem eru neðst á hverri síðu. „Áður fyrr læddust stundum með málshættir eða spakmæli sem voru ekki við- eigandi en allt gagnasafnið var tekið í gagngerða endur- skoðun á síðasta ári eftir verðskuldaða gagnrýni frá viðskiptavinum okkar.“ Eina skemmtilega nýjung má finna í tveimur gerðum dagbóka frá Varmá en þar hefur gömlu dagaheitunum verið bætt við þau heiti sem notuð eru í dag. „Eftir því sem ég best veit erum við fyrstir til að gera þetta. Þar bætum við því inn dagaheitum eins og óðinsdagur, þórsdagur og freyjudagur við þau dagaheiti sem allir þekkja. Síðast talda heitið, freyjudagur, vekur oft athygli en margir nota frekar frjádag. Ég hef þó fengið það staðfest frá prófessor við Háskóla Íslands að freyjudagur sé í raun jafngott heiti.“ Hentugar minnisbækur Auk dagbóka hefur Varmá bóka- útgáfa einnig hannað og fram- leitt minnisbækur í öllum stærðum og gerðum segir Brynjólfur. „Ég var alltaf mikill minnis- bókamaður þegar ég var yngri og notaðist iðulega við hinar þekktu Moleskine- bækur sem eru mjög vandaðar. Þegar við tókum ákvörðun um að framleiða slíkar bækur árið 2014 vildi ég ekki vera minni maður. Því bjóðum við upp á endingarbetri bækur með sterkari kápu en Moleskine- bækurnar. Eins og dagbækurnar þá bjóðast minnisbækur okkar í mörgum litum og um leið í ólíkum stærðum og útfærslum.“ Nánari upplýsingar má finna á www.varmabok.is. 2 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 5 . JA N ÚA R 2 0 1 8 M Á N U DAG U R 1 5 -0 1 -2 0 1 8 0 4 :2 9 F B 0 4 0 s _ P 0 2 7 K _ N Y .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E B C -F 7 9 0 1 E B C -F 6 5 4 1 E B C -F 5 1 8 1 E B C -F 3 D C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 0 4 0 s _ 1 4 _ 1 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.