Ljósið - 09.03.1908, Page 4

Ljósið - 09.03.1908, Page 4
44 L J Ó S I Ð inn og deyddur. Messías hefir ekki verið neitt meira en réttlátur, vel kristinn maður, þvi svo bezt er hægt að hafa dæmi hans og' breytni oss til fyrirmyndar, að oss sé mögulegt að geta það. Það er óeðlilegt og heimska, að heimta meira af kristnum mönnum, en að þeir verði réttlátir og góðir menn, einarðir, svo þeir vilji og þori að dæma höfðingja þjóðar sinnar með orðum, þó hörð þyki þeim, sem ranglætið fremja. Það er réttmætt og gott að mínum dómi, að fjár- maðurinn og fjósamaðurinn, eða hvaða verkmaður sem er, noti vit sitt og einurð, jafnvel tali stóryrði við yfir- menn sína, þá yfirmenn þeirra gera afglöp gagnvart smælingjunum. Eg kalla smælingja þá undirokuðu alþýðu, sem vinnur fyrir þeim dýrkuðu, hálaunuðu dánumönnum, sem alt af þykjast vera að kaupa í sig vit og kærleika, réttvisi og heilbrigða sjálfsmenning, en eru þó með yfir- varpi laga og réttinda, að hlynna að síngirni og tak- markalausri drottnunargirni, ókristilegri ásælni á vinnu- lýðinn. Þeim, sem hafa heilbrigða hugsjón, getur ekki annað en sárnað við kennimenn drottins, guðfræðing- ana, þeir hneiksla mig langmest, því tala eg harðast við þá. Af því eg veit, að svo lengi sem ekki er breytt kenningu þeirri, sem allir guðfræðingar okra á, og þeir kalla kristindóm og Lútersk-fræði þá viðheldst vantrúin á það góða og sanna. Sá kendi kristindómur er að mestu leyti svivirði- leg heimska og getur því ekki orðið framtíðar trú manna né þjóðfélaga. Af því að framþróunarspekin, ást til þess sanna og góða er í beztu mönnum hverrar þjóðar, en ekki í þeim, sem mestan heiður fá, og settir eru í hásæti, dýrk- aðir þar í blindni, án þess að nokkur ástæða sé stund- um til þess, að kalla slíka mikilmcnni þjóðarinnar. Nú bið eg þig Hallgrímur biskup, að benda mér og öðrum á þá miklu biskups hæfileika þina? Eg vitna til anda drottins, sem í mér býr og' eg starfa fyrir. jEg sé ekki neitt frelsisstarfsmerki á þér eða verk-

x

Ljósið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ljósið
https://timarit.is/publication/1275

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.