Ljósið - 13.03.1908, Síða 1
LJÓSIÐ
TÍMARIT
ER MÓTMÆLIR VILLUKENNINGUM VÍGÐRA KENNIMANNA,
ER HVORKI VILJA NÉ GETA VARIÐ SIG FYRIR ANDANS
SVERÐI EINS MANNS.
RITSTJÓRI, ÚTGEFANDI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: EINAR JOCHUMSSON.
1. ár
Reykjavík, Marz 1908.
7.blað.
Kveðið til
séra Taldimars Briems
ú Stóra-Núpi.
Sumarið 1900 kom eg heim til föðurlandsins aftur frá
Ameríku. 1. ágústmánaðar ferðaðist eg svo austur um Ár-
nessýslu og heimsótti í fyrsta sinni biblíu-skáldið og mann-
vininn á Stóra-Núpi, sem eg hafði ekki séð fyrr, og kvað til
hans vísur þessar að skilnaði:
Lífið ekki leiðist oss
líkams vafið hjúpi,
meðan skálda- fossar foss
fram af Stóra-Núpi.
Mörg lifandi meyjan hlær,
myndast ljóð af gesti,
hreina meðan harpan slær
hjá guðs sonar presti.
Kærleiks vaxa kirkjurnar
köldu upp úr djúpi,
vitur meðan Valdimar
vakir á Stóra-Núpi.
Friðarmerkið frelsarans
finst hjá presti kærum,