Ljósið - 13.03.1908, Síða 8
56
L JÓSIÐ
„Ekkert er nýtt undir sólunni44,
sagði Salómon, og það er satt: Sagan endurtekur sjálfa
sig á ný.
Sæmundur fróði, sem fyrir mörgum öldum var
prestur í Odda, fór út í lönd og gekk þar í Svartaskóla
hjá Kölska.
Eptirmaður hans, Oddapresturinn á öndverði 20.
öld, þarf ekki nema suður í Reykjavík, til að ganga
þar í Svartaskóla hjá »þeim Vonda«.
Mentastoínanirnar færast inn í landið.
Skygn.
(Eftir Lögréttu).
Forvitni.
Forvitnir alþýðumenn hafa óskað eftir, að fá að
vita, hvað djöfullinn væri gamall orðinn. Eg hef sagt
þeim, að ritningin sýndi, að hann hafi verið sá fyrsti
guðfræðingur veraldar. Þá bjó hann í höggormi, en nú
finst hann í höfuðstöðum og bókasöfnum, og lifir nú á
eftirlaunum sínum eins og uppgjafa-páfar gera. Þá
hafa þeir forvitnu viljað vita nær hann mundi hætta að
villa. Eg hef sagt, sem satt er, að prestarnir og kirkj-
an réðu því, nær myrkra-furstinn yrði grafinn, og leg-
steinn látinn á leiði þess vonda óþarfa satans.
Útgefandi tímarits þessa býr í Pingholtsstrœli 15.
Hjá lionum fást keypt rit hans »Hróp og lögmál«, »Krist-
indómur« og fleira smávegis.
Útgefandi og ábyrgðarmaður »Ljóssins« kennir, að
Kristur sé drottinn almáttugur, lrans andi guð, er stjórna
á kristnum mönnum.
FxuarrsmsjAif öuxeitbekq.