Ljósið - 13.03.1908, Qupperneq 4

Ljósið - 13.03.1908, Qupperneq 4
52 LJÓSIÐ Gyðingar máttu hvorki eftir anda löggjafar sinnar eða bókstaf hennar kvelja eða deyða nokkurn lifandi mann. Þó leyfði heiðni landsdómarinn Pílatus, af ótta fyrir embættistöpun, Gyðingum að brjóta löggjöfina, og sam- vizkulögmálið líka. Saklaus mannvinur er kvalinn og deyddur, en manndrápara gefnar upp allar sakir, af því guðtræðingarnir vildu það, og nörruðu skrílinn, er þyrpst hafði saman, að biðja um það sama, að Barra- bas fengi frelsi, en spámaðurinn réttláti yrðí krossfestur og deyddur. Píslarsögu spámannsins Messíasar álít eg sanna, víst í ílestum atriðum trúlega, ilsku og þjóðar- dramb lærðra Gyðinga. Yar þetta vanaleg framkoma þeirra við spámenn sína. Það sannar ritningin enn i dag. En ekki hefi eg lesið það í ritningunni, að Messías, er kvalinn var og deyddur líkamlega, hafi sagt að faðir sinn, og vor, á himnum elskaði svo vonda menn, Gyð- inga, að hann vildi láta kvelja og' deyða réttláta mann- vini, svo hinir óréttlátu bötnuðu og hættu að fremja syndir. Píslarsagan sýnir, að Messías var trúaður og bæn- rækin maður, en ekki almáttugur Guð, drottinn. Þar maðurinn lá flatur á jörðunni, að biðja föðurinn á himnum um, að hann þyrfti ekki að kveljast og deyja. Góðan mannvin langar til að lifa fyrir gott málefni; svo var og þessi réttkristni maður, er beiddi með gráti og andvörpum, en að sviti mannsins hafi orðið að blóð- hnyklum, sem fallið hafi á jörðina, það eru skáldaýkjur eins og svo margt íleira í guðspjöllum Nýjatestamentis- ins. Eg finn, að Messías hefur verið.mjög líkur mér að lyndisfari; eg vil gjarnan lifa sem lengst fyrir mál- efni það, sem eg berst fyrir. Ekki langar mig til að verða húðstrýktur og kross- festur, eg vona eg sleppi við þá meðferð, þó eg sé hetja, er þori að lifa og tala fyrir sannfæringu mína, og þá trú, sem er hin rétta. Nefnilega sú, að menn hafi al- drei og munu aldrei geta deytt drottinn almáttugan, sem gaf lögmál Gyðingum, en þeir þektu ekki Krist né hans kærleíksríka anda. Iiristur vildi ekki dauða

x

Ljósið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósið
https://timarit.is/publication/1275

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.