Ljósið - 13.03.1908, Síða 5
LJÓSIÐ
53
nokkurs manns, hann vildi lækna þjóð sína og segja
henni satt. Messias, er kallaður var Jesús Kristur, var
réttkristinn maður, og bar því nafn þess almáttuga
frelsara allra þjóða, drottins þess almáttuga. Prestar
guðfróðir geta aldrei sannað með ritningunni, að Messí-
as, er kvalinn var á Gyðingalandi, hafi verið annað en
framúrskarandi vitur og góður maður.
Eg held að prestar þjóðarinnar hafi sjálfir gott af
að breyta til og kenna ekki óþarfa tygi lengur, eins og
þeir hafa gert, og gera allir, bæði viljandi, af vana, og
af þekkingarleysi á sannleikanum.
Kristur aldrei á krossi dó,
konungur; engla og manna
drottins andi í drottni bjó,
dauð er trú Gyðinganna.
Fari hún gamla fjandans til,
framar eg ekki þjóna vil
þjóðhneixli þjóðprestanna.
(Framh.)
Kristindómur.
Eg vil trúa, træði flyt,
frelsið eyðir trega,
meistarinn góði mannavit
mentar eilíflega
Sál mín góða fræði fann,
fer burt dauðans mistur.
Hér upplýsir heim allan
herrann, Jesú Kristur.
Maður hver það sannur sér,
sé hann lyndis-trómur:
þjóð vorri hjá þroskast er
þarfur Kristin-dómur.