Ljósið - 01.01.1909, Blaðsíða 6

Ljósið - 01.01.1909, Blaðsíða 6
2 LJÓSIÐ Sú breyting er nú á komin að nýr biskup er vígður og tekin að starfa í slað hins veika er ekki gat borið sitt biskupsnafn lengur, og ber mjer ekki annað en að lofa frelsara minn fyrir að birtir í lofti, því kenningarfrelsið vex við biskupaskiftin, á því er enginn efi. Eg ber fult traust til drottins míns á himnum að hann gefi nýja biskupinum sinn anda og sinn frið, sitt blessaða frelsi, og hans þjónar munu fylgja frelsismerki sannleikans. Eg er þetta skrifa skammast mín ekki fyrir mína trú. Ég trúi lieitt og innilega á alheims frelsarann Jesú Krist og helga honum alla mína krafta, bæði andlega og líkam- lega. Þess vegna er mín ekki getið í neinum blöðum lands- ins, ekki heldur verka minna. Ég á sammerkt við spá- manninn af Nazareth. Honum var ekki svarað. Hann var fyrirlitinn af stoltum heiminum. Farísearnir á Gyð- ingalandi voru ekki að hjálpa manninum, svo að Iærdóm- ur hans breiddist út. Þeir vildu ekki ljósið. Þeir vildu ekki þekkja sannleikann. Ég er hér á Gyðingalandi. Hér eru mentaðir Gyð- ingar, sem eru stoltir af því að geta sagt: ég trúi á Guð. Á Jesú Krist vilja víst fáir vitringar trúa. Prestarnir vilja hafa Jesú nafn á vörum sér, til þess að geta fengið frá 13 til 1700 krónur fyrir hjátrúarbull um meistara mannvitsins. Heimska, hræsni og ósannindi fytgir enn klerkum eins og leppur eða dula goði. Ég set hér á prent 2 stutt bréf til tveggja barna- fræðara, séra Fr. Friðrikssonar og Sigurbjarnar Á. Gísla- sonar. Annar var launaður sem þjóðkirkjukennimaður (sr. Fr.), en Sigurbjörn Á. Gislason af innra trúboði í Kaup- mannahöfn. Þeir hafa bænasamkomur, og eru trúaðir á fórnardauða og líkamlega upprisu þess góða alheims frels- ara. Blóðfórnasaga Nýja Testamentisins er þeim sem ský fyrir augum. Þeir sjá ekki eða skilja ekki, að blóðfórn og krossfesting þess einarða spámanns og rétta prédikara. það er lögmálsbrot, glæpur framinn af þeim er þóttust rétt- trúaðir. Trú á blóðfórn og tákn, öfug við kærleika og réttlæti, slíkt er engin syndakvittun. Sjúkur heili er það, sem ekki skilur, að sá faðir er vondur en ekki góður, er

x

Ljósið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósið
https://timarit.is/publication/1275

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.