Ljósið - 01.01.1909, Síða 15

Ljósið - 01.01.1909, Síða 15
L J Ó S I Ð 11 að sanna upprisu drottins anda í oss, erlifum og störfum fyrir lifaudi trú og réttvísi. Hann ætlar sér að sanna þetta með því hneyksli að reisa upp dauða og láta þá hjálpa pólitískum stjórnleys- ingjum, Skúla og Birni »ísafoldar«-ritstjóra til að koll- steypa þeirri stjórn, er liamingja Kristjáns konungs IX. setti til valda í þessu kæra landi voru, með meiri hluta atkvæða. Þetta hefi ég sagt fólki en það var um seinan, því rógburður fjandmanna stjórnarinnar var búinn að blinda fjöldann út um alt land eins og raun varð á, því að nú eru vitrustu og beztu menn íslenzku þjóðarinnar í minni hluta, vegna lokaráða, lieimsku og heiðindóms. Þó skal kristindómsmenning vor ekki falla, — dauðir rísa aldrei svo greinilega upp úr gröfum sínum liér, að þeir hafi við almætti drotlins vors og frelsara. Þó Einar Hjörleifsson hafi fínan penna, hunang á vörum og silkitungu í rnunni, þá mun slíkt ekki villa þjóðina lengur. Hann hefir hlotið talsverða mentun og eins góðar skáldlegar gáfur, en hefir farið illa með þá góðu hæfileika, en þó aldrei ver en nú. Eg hefi brotið Einar Hjörleifsson til mergjar; gyll- ingin er hégómi utan á óðinshana þessum, innra er kraft- leysi, efasý"ki og dauði. Drottinn, sá almáttugi herra, sem ég trúi á, honum er mögulegt að gefa hr. Einari Hjör- leifssyni sína lifandi kristilegu trú og réttan skilning á kristindóms opinberun sinni. Þetta andstyggilega kukl aumingja mannsins hlýtur að koma af skilningsleysi og um leið af vaknaðri trúarþörf. En sökum þess að Einar og margir íleiri með hon- um sökkva alt af dýpra og dj^pra í fen svívirðingarinnar, þá hlýt ég að gjöra vilja drottins vors á himnum ogupp- kveða sannan dóm um Einar skáld Hjörleifsson. Einar nam barnalærdóm hjá séra Hjörleifi á Undir- felli, föður sínum, sá velæruverðugi lierra mun hafa kent syni sínum hið sama og allir evangelískir prestar kenna, nefnilega að Jesús Kristur sé sannur guð og okkar and- legi faðir og herra, sem alt vald sé gefið á himni ogjörðu; hann sé sigurvegari hins andlega dauða og syndarinnar. Einnig að enginn geti náð forsmekk þeirrar himnesku sælu,

x

Ljósið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósið
https://timarit.is/publication/1275

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.