Ljósið - 01.01.1909, Síða 17
LJÓSIÐ
13
Hr. E. H. vill ekki elska Ljósið. Hann forðast það,
því verk hans eru vond. Hann reynir því með rógburði,
lýgi og drottinssvikum að eyðileggja kristilega sáttgirni í
landi hér, og eins út á við. Danaliatrið hyggur þessi
heimski Loki að sé menningarmerki. Heiðarlegri stjórn
landsins reynir hann að steypa frá völdum. Til þess notar
spíritisti þessi kukl. svívirðilegt kukl, sem framið er í til-
raunaliúsinu í Þinglioltsstræti hér í Reykjavík..
Þetta samkomuhús föðurlandsvinanna(!) Skúla Tlior-
oddsens og ritstjóra »ísafoldar« á að vera lækningatilrauna-
stofa og um leið guðsþjónustuhús ræningjanna, sem eru
að svívirða kristilega hátign á himni og jörðu, með fé-
glæfrum og svikum.
80 fasta meðlimi hefir félag þetta hér í Reykjavík
eftir sögn. — Hr. E. Hjörl. væri sem núll í þessu svika-
félagi ef Skúli og Björn legðu ekki krafta sína fram til að
táldraga og svíkja vora trúgjörnu þjóð með svívirðingu
þessari, sem nú er búinn að ná toppmáli. Þessir fróðu
herrar, er eg ræðst á með penna mínurn og kristilegri ein-
urð, lypti allir pennum sínum á móti mér. Það eru bjart-
ari tímar nú en voru á Gyðingalandi þegar Messías var
kvalinn og deyddur fyrir sannleika, trú og réttvísi er hann
elskaði eins og ég.
Þetta er skrifað í nafni Drottins, er ekki lætur að sér
hæða alla eilífð.
Eg lilýt að þakka þér, Matti minn, bréfmiðann sem
þú skrifaðir á Nýársdag og sendir mér, sanntrúuðu barni
alheimsfrelsarans Jesú Krists. —