Ljósið - 01.01.1909, Qupperneq 18

Ljósið - 01.01.1909, Qupperneq 18
14 L J Ó S I Ð ■ Ekkert getnr verra verið en að þú, sem varst átrún- aðargoð íslenzku þjóðarinnar fyrir fagrar og kristilegar hugsjónir, ert nú orðinn umskiftingur, —föst heiðin skrúfa i þinu stóra liöfði. Eg þykist skyldur til að segja þér satt, Matti sæll, ekki síður fyrir það, þó ég sé með heilbrigðum heila. Eg veit og kannast við, að þú ert bróðir minn orð- inn andlegur píslarvottur, án þess ég sé nein sök í slík- um ófögnuði. Ljót, hálaunuð heimska er að verða þitt ofurefli. Skjallið, krossadýrðin, skáldlaunin eru þegar búin að kæfa þá réttu guðsmynd, sem býr í þínum dýrkaða líkama. Það er regluleg nálykt af ærunni þinni, bróður sæll, sama lyktin og verður af þínum dýrkaða líkama þegar vilti andinn fer úr sálarhreysinu. Þú veizt ekki sjálfur livenær dauðinn tekur sitt jarðneska efni. Þá hlýtur þú að koma fyrir dómstól drottins er þú nú svívirðir og vilt ekki kannast við að sé þinn drottinn og lierra. Jesús Kristur er drottinn þinn og herra. Þér var kent það í æsku eins og mér. Þú getur ekki svívirt alt gott meira með öðru, en að afneita frelsara allra manna, því enginn lifandi maður þekkir sannleikann nema fyrir Jesú Krist og hans upp- lýsingaranda. Allar gjafir koma frá alheims-frelsaranum, Matti minn. Þú ert orðinn langtum heimskari en naut og svín. Nautin kunna að velja og hafna, nfl. eta töðuna en skilja eftir ómeltanlegt rusl. Svínin líka. Þú hrindir sönnum manni, gleypir vonda heimspeki, og ert svo stoltur af heimsku þinni, af því að heilinn er truflaður. Nýja guðfræði viltu setja upp með því að kasta al- gerlega Jesú nafni. Hvað er þá eftir annað en heiðin- dómur og Gyðingdómur ? Vóru það ekki Gyðingar og heiðingjar, sem kvöldu og krossfestu sanna kennimanninn Jesús ? Spámaðurinn færði Gyðingum og heiðingjum náðarlærdóminn, sem ekki ^ar til eða þektur af villimönnum? Hrintu ekki villi- menn með ofsadrambi kenningum mannsins?

x

Ljósið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósið
https://timarit.is/publication/1275

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.