Ljósið - 07.04.1911, Side 3
L J ( ') S I Ð
r.o
stukkum við sem folöld frjáls
fram á dýja hjalla
Eg í Skógum illa lét,
elskaði barna læti;
hoppa reyndi hundrað fet
hart á öðrum fæti.
Kongstóla við kunnum leik,
kapphlaup Skóga’ um bæinn;
ekki sansa vórum veik,
vel oft saddur maginn.
Uxum því sem andans tröll
og frísk eftir vonum;
vildum bera Vaðlafjöll,
velta’ um Búrfellonum
Á sumrum ánum sátum hjá,
sveik þá barna kraftur;
féð oft týndist, faðir þá
fann það jafnskjótt aftur.
Jochum oft frá orfi hljóp
—á hann því n.itt hólið—
ær kom með í einum hóp
on’á kvíabólið.
Enn ég svo til orða tek,
ekki máli knekki;
föður okkar þol og þrek
þekkist núna ekki.
Hann má kalla hreysti mann,
hans því margir nutu;
sá trúlega verk sitt vann,
vært þá börnin hrutu.
Jochums mikla þol og þrek
þjóð má hafa’ í minni;
ei hann lagðist eða vék
undan byrði sinni.