Ljósið - 07.04.1911, Blaðsíða 3

Ljósið - 07.04.1911, Blaðsíða 3
L J ( ') S I Ð r.o stukkum við sem folöld frjáls fram á dýja hjalla Eg í Skógum illa lét, elskaði barna læti; hoppa reyndi hundrað fet hart á öðrum fæti. Kongstóla við kunnum leik, kapphlaup Skóga’ um bæinn; ekki sansa vórum veik, vel oft saddur maginn. Uxum því sem andans tröll og frísk eftir vonum; vildum bera Vaðlafjöll, velta’ um Búrfellonum Á sumrum ánum sátum hjá, sveik þá barna kraftur; féð oft týndist, faðir þá fann það jafnskjótt aftur. Jochum oft frá orfi hljóp —á hann því n.itt hólið— ær kom með í einum hóp on’á kvíabólið. Enn ég svo til orða tek, ekki máli knekki; föður okkar þol og þrek þekkist núna ekki. Hann má kalla hreysti mann, hans því margir nutu; sá trúlega verk sitt vann, vært þá börnin hrutu. Jochums mikla þol og þrek þjóð má hafa’ í minni; ei hann lagðist eða vék undan byrði sinni.

x

Ljósið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósið
https://timarit.is/publication/1275

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.