Ljósið - 07.04.1911, Blaðsíða 5

Ljósið - 07.04.1911, Blaðsíða 5
L J Ö S I Ð 61 Var þá glatt í veizlusal, vínið nægt á borðum—. Heimur aldrei hrynda skal hreinum mínurn orðum. Margur Skóga garð um gekk, er greiðann kunni lofa. Það kotn enginn að Kvíabekk, að köldum geitakofa. Jochum kraftaverkið vann, vorhörðum í Skógutn fimmtán börn uppfræddi hann með írelsi’ og krafti nógum. Hneyxli þau til heimur á hér í veröldinni, að öll börnin fara frá föður og móður sinni. Þverraði kraftur merkismanns, manninn þjáði elli, og vel bygða húsið hans hrundi að grundvelli. Jochums vel varð gatan greið guðs af náð alvaldri; enti hann langt æfiskeið á níræðis aldri. Sú er Einars sögnin hrein, sálar veit það kraftur, ei fær Jochum af sér bein eða holdið aftur. Ekki jarðar fer um frón faðir barna hníginn; en hans eilíf sálarsjón sér í gegnum skýin. Heimurinn mér veitir vægð, við mig kannast bráðum. Eg þakka lífgjöf frelsi’ og frægð foreldrunum báðum.

x

Ljósið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósið
https://timarit.is/publication/1275

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.