Ljósið - 07.04.1911, Page 6

Ljósið - 07.04.1911, Page 6
L J Ó S I Ð (>2 Hrópaudi rödd. Hugyekja eftir Einai* Joehuinssoii. Tilfiinkaö Mattliiasí Joclmmssyni. t*að er nokkuð áþreifanleg villa setn þið kennimenn drottins bjóðið enn, og kallið náðarmeðul; blávatns skirn á óvitum og orðmælgi úr klerkum vorum yfir börnum, mállausum og skilningslausum. Það er gagnslaus athöfn, sem einungis dregur peninga út, oft frá nauðlíðandi fólki. Sál og líkami barna þarf að þroskast vel, áður en larið er að kenna þeim að reikna, og verður kennarinn þó að byrja á auðveldum dæmum fyrst; en þið prestar gerið öfugt við aðra vísindamenn tímans. Ivristindóms fræðarar eigið að nota vitið og sjá að röng er aðferðin sem þið brúkið enn í dag, þó þið ættuð að ala upp nýja menn kristilega. Fyrst eigið þér að kenna Jesú Iírists fræði — náðarboðskapinn, hann er barna- fræði, því Jesús var barnafræðari, en dómari þræla Gyðinganna. Það spillir hreinu máli drottins að hræra því innanum guðfræði Gyðinganna. Það er ekki svo hægt, sem þið haldið, kirkjunnar þjónar, að nota þá kristilegu blessun, þegar villimenn eru búnir að hræra hana innanum bölvunina frá Gjrðingum og heiðingjum. Sagan sýnir að Gyðingar lýsa guði eins oggrimm- um, reiðigjörnum harðstjóra, enda var Móses þræla fursti löggjafi þeirra þangað lil Kristur kom. Þú sér það víst, minn elskulegi bróðir Matthías, að heimurinn þart að fá nýjan kristindóm og nýja trú. Sá upplýsti kristni heimur þarf að sameina sig og skírast endurfæðingar- skírn. Það er bezt að byrja á íslendingum; þeir eru frelsisvinir, þó viltir séu, eftir það langa þrældóms ok sem á þeim hefir legið, en samt er þjóðin virðingarverð af guði og góðum mönnum. En talaðu nú ekki lengur upp úr svefni, orð á stangli drotni til dýrðar. Komdu undir sama merkið og ég berst undir. Getirðu ekki með góðri samvizku viðurkenl, að Kristur sé drottinn þinn og herra, þá afneitaðu honum opinberlega, og kendu þá trú er þér geðjast að. Minn drottinn og herra er Jesús Kristurjá hans fótskör mun ég falla með heiðri Matthias ;

x

Ljósið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ljósið
https://timarit.is/publication/1275

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.