Ljósið - 15.05.1920, Síða 6
6
Mörður, heiðinn* Móeses | Menn ei kristnað getur,
Ritning margur lærður les. | Lýgi vonda metur.
Ivristur færði oss kært lífs orð. | Kaífas það vildi ekki.
Hneikslið, lýgin myndar morð. | Menn sannleikann þekki.
Guð vor faðir, góður, trúr, | Guðleysi ei styður.
Herrann fór ei holdi úr | Helvítis til niður.
Hirðir lífs sveif himins til; | Hann er drottinn manna.
Eg biblíu skráða skil. | Skakka kenning banna.
Segir vin hins sanna manns, | Sæll, en lítið fróður:
Úr holdi til audskotans | Ei fór hirðir góður.
Bókin stóra, biblían, | Bræður kristnar ekki.
Eiga flestir afguð þann. | Eg bókina þekki.
í ritning er engin sál | Eða mannleg tilfinning:
Hún á ekki heyrn né mál. | Heimi gef eg upplýsing.
Enginn hrekur orð mín sönn. | Eg á Krists trú góða.
Vefst mín ekki tunga um tönn. | Tigna ei vantrú þjóða.
Biblíu hef eg blöðum flett. | Bók þá drengir skoðið.
Eg frjáls skal koma fyrir rétt. j Fúna hlýtur goðið.
Jesús ekki batt í bók | Blessað frelsi manna.
Jeg hans orðum trúa tók. | Trúvinglið því banna.
Börnum kendi móðurmál | Mjög vel trúuð Þóra.
Hennar var ei trúin tál | Trúna átti stóra.
Nú er komin önnur öld | ÖlLbóktrúin slitin.
Jeg ber frelsisvopnin völd. | Vitna það mín ritin.
' Heiðinn — dauður.