Víkurfréttir


Víkurfréttir - 25.11.2004, Page 6

Víkurfréttir - 25.11.2004, Page 6
6 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! stuttar F R É T T I R Kór Fjölbrautaskóla Suðurnesja heldur klukkustundar langa söng skemmt un í Duus húsum í Keflavík, fimmtu- dagskvöldið 25. nóv. n.k. kl. 20. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill á meðan hús- rúm leyfir. Kór inn starfar í tveim ur hlutum. Kór 1 syngur ein- raddað. Stjórnandi hans er Kjartan Már Kjartansson. Á efnisskrá hans eru létt lög, bæði íslensk og erlend. Und- irleikari á hljómborð er Guð- brandur Einarsson. Kór 2 fæst við fjölraddaðan söng og stjórnandi hans er Ingi Garðar Erlendsson. Þetta er í fjórða sinn sem kórinn stendur fyrir söng- skemmtun sem þessari og hafa undirtektir alltaf verið mjög góðar. Foreldrar, ætt- ingjar og vinir kórfélaga eru sérstaklega hvattir til þess að mæta á söngskemmtunina. Söngskemmtun Kórs FS í Duus húsum Eldur kviknaði í bifreið á Strandarheiði á Reykjanes- braut rétt eftir miðnætti í nótt. Ökumaður bifreiðarinnar forð- aði sér út úr bifreiðinni sem er af gerðinni Isuzu Trooper. Slökkvilið Hafnarfjarðar var kallað út til að slökkva eldinn sem gekk greiðlega. Bifreiðin er mikið skemmd ef ekki ónýt, en talið er að eldurinn hafi kviknað í vél bílsins. VF-mynd/Héðinn Eiríksson Kviknaði í bifreið á Reykjanesbraut Fréttavaktin í síma 898 2222 allan sólarhringinn Efni til fréttadeildar berist á tölvupósti á netfangið: hilmar@vf.is Hjör dís Ár na dótt ir og útgáfufyrirtækið G e i m s t e i n n f e n g u Súluna, menningarverðlaun Reykjanesbæjar fyrir fram- lag sitt til menningarmála í bænum. Viðurkenningarnar voru veittar við hátíðlega athöfn í Listasafni Reykjanesbæjar í Duushúsum á þriðjudagskvöld, en við sama tækifæri afhenti Gunnar Odds- son, formaður menningar-, íþrótta- og tóm stunda ráðs Reykjanesbæjar menningar- styrki ársins. Styrkhafar í ár eru Kvennakór Suðurnesja, Nemendafélag FS, Rythma- og blúsfélag Reykja- nesbæjar, Arnar Fells, Rúnar Júlíusson, Ísmedia, Frostrósir, Suð- suðvestur, auk fjögurra tón- skálda sem sömdu tónlist sem var flutt á síðustu Ljósanótt. Þá var einnig undirritaður sam- starfssamningur milli Byggða- safns Reykjanesbæjar og Iðnað- armannafélags Suðurnesja um iðnminjasýningu og varðveislu muna og gagna sem tengjast fé- laginu á liðnum árum. Geimsteinn, sem er elsta starf- andi útgáfufyrirtæki landsins, fær Súluna fyrir framlag sitt til tónlistarlífs á svæðinu. Í hljóð- veri Geimsteins, Upptökuheimil- inu, hafa margir af bestu tónlist- armönnum Suðurnesja stigið sín fyrstu spor, auk þess sem margir af þekktustu listamönnum þjóð- arinnar hafa hljóðritað diska sína þar. Þá hefur Geimsteinn gefið út á annað hundruð plötur og diska með a.m.k. 180 lista- mönnum frá stofnun fyrirtækis- ins árið 1976. Geimsteinn er sannkallað fjöl- skyldufyrirtæki þar sem Rúnar Júlíusson rekur fyrirtækið ásamt konu sinni Maríu Baldursdóttur, sonum sínum tveimur og Þóri Baldurssyni, mági sínum. Vel þótti hæfa að þakkarræða Rúnars og Maríu var fallegur söngur við píanóundirleik Bald- urs, sonar þeirra. Hjördís Árnadóttir hlýtur Súl- una 2004 fyrir þróttmikið starf til að byggja upp menningarlíf bæjarins undanfarin tuttugu ár. Hjördís var lengi ein af drif- fjöðrum Leikfélags Keflavíkur og formaður þess í mörg ár. Átti hún sinn þátt í að Leikfélagið komst að lokum í eigin húsnæði á sínum tíma. Þá hef ur Hjördís gegnt for- mennsku í Félagi myndlistar- manna í Reykjanesbæ síðustu þrjú árin. Félagið hefur unnið mikið og gott starf til fram- dráttar myndlistinni og stofn- aði, undir forystu Hjördísar, Myndlistaskóla Reykjanesbæjar sem starf ræktur er í Svarta Pakkhúsinu að Hafnargötu. Þar rekur félagið einnig gallerý þar sem félagsmenn geta sýnt og selt verk sín. Hjördís hefur verið með einka- sýningar á Ljósanótt auk þess sem hún hefur tekið þátt í sam- sýningu félagsins. Hjördís játti því í ræðu sinni að hún væri mikil hamhleypa í þessum efnum og þakkaði fjöl- skyldu sinni fyrir stuðninginn sem og hinum mörgu sem hafa unnið með henni í gegnum tíð- ina. Að ræðu sinni lokinni af- henti hún Björk Guðjónsdóttur, forseta bæjarstjórnar Reykjanes- bæjar, að gjöf glæsilegt málverk eftir sjálfa sig. Hjördís og Geimsteinn fengu Súluna Menningarverðlaun Reykjanesbæjar 2004 M EN N IN G

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.