Víkurfréttir


Víkurfréttir - 25.11.2004, Side 30

Víkurfréttir - 25.11.2004, Side 30
30 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! Úrslit vikunnar Bikarkeppni Evrópu Keflavík-Bakken 80-81 Kef: Gunnar Einarsson 25, Nick Bradford 23, Anthony Glover 11/14 BB: Jensen 20, Christoffer- sen 18/11. Reims- Keflavík 94-106 Kef: Anthony Glover 29/12, Nick Bradford 29, Magnús Gunnarsson 25, Jón Norðdal Hafsteinsson 10. Reims: Fletcher 26, Fein 20, Ignatowicz 12. Hópbílabikar karla Keflavík-Njarðvík 78-84 Kef: Anthony Glover 31/11, Nick Bradford 13/18. Nja: Frið rik Stef áns son 16/10, Ant hony Lackey 16, Matt Sayman 16, Páll Kristinsson 12/12, Brenton Birmingham 12. Grindavík-Snæfell 75-82 Gri: Þorleifur Ólafsson 29, Darrel Lewis 21, Guðlaugur Eyjólfsson 11. Snæ: Desmond Peoples 18, Pierre Green 17, Sigurður Þorvaldsson 12/10, Pálmi Sigurgeirsson 11, Hlynur Bæringsson 11/11. Njarðvík-Snæfell 79-84 Nja: Frið rik Stef áns son 24/10 Anthony Lackey 20, Matt Sayman 12, Brenton Birmingham 11. Snæ: Desmond Peoples 22, Pierre Green 20, Hlynur Bær- ingsson 14/14, Sigurður Þor- valdsson 13. 1. deild kvenna Keflavík-Njarðvík 96-60 Kef: Reshea Bristol 22/10/12, Birna Valgarðsdótt ir 18, Anna María Sveinsdóttir 12, Bryndís Guðmundsd. 11, Rannveig Randversdóttir 10. Nja: Jaime Woudstra 24/13, Sæ unn Sæ munds dótt ir 13/11, Dianna Jónsdóttir 11. Hópbílabikar kvenna Keflavík-Grindavík 83-41 Kef: Birna Valgarðsdóttir 32, Bryndís Guðmundsdóttir 19, Reshea Bristol 12. Gri: Erla Þorsteinsdóttir 13. Um helg ina fór 10-11 mótið fram í annað skipti og þótti takast mjög vel. Barna- og unglingaráð Kefla- vík ur og Njarð vík ur héldu mótið í sameiningu, þar komu saman rúmlega 300 keppendur í 5. flokki drengja í knattspyrnu, en leikið var í Reykjaneshöll. Mótinu var skipt upp í deildir sem voru kenndar við þjóðlönd. Í argentínsku deildinni vann lið Njarðvíkur og HK vann í B-úr- slitum Í Brasilísku deildinni van ÍA og HK vann í B-úrslitum. Í Chile-deildinni vann HK og Keflavík vann í B-úrslitum Í dönsku deild inni sigr aði Þróttur frá Reykjavík og Reynir/ Víðir vann í B-úrslitum. Í þeirri ensku sigraði Njarðvík og Keflavík unnu í B-úrslitum. Framkvæmd mótsins var með miklum ágætum og stóðust tímaáætlanir mjög vel þar sem allir sluppu við leiðindatafir. Foreldrar iðkenda stóðu sig með prýði að því að fram kemur í fréttatilkynningu frá mótshöld- urum. Framlag þeirra á mótum er mikilvægt til að hægt sé að halda svona umfangsmikið mót. Fyrir utan keppendur sem voru á fjórða hundrað, eins og áður sagði, voru um 40 þjálfarar og farastjórar. Fyrir utan að keppa í fótbolta var farið í bíó, sund og heimsótt flugskýli Flugleiða á Keflavíkurflugvelli. Barna og unglingaráð Keflavíkur og Njarðvík vilja þakka sérstaklega þeim félögum sem sendu kepp- endur á mótið Akranes, ÍR, HK, Hamar, KFR og Reynir/Víðir, foreldrum iðkenda fyrir frábæra aðstoð, öllum samstarfsaðilum þ.e. Langbest, MÍT, Nýja bíó, SBK, starfsmönnum í flugskýli Flugleiða, Sundhöll Keflavíkur, Reykjaneshöll og svo aðalstyrkt- araðila mótsins, 10 - 11. Glæsilegt 10-11 mót í Reykjaneshöll Þróttur tók þátt í bikarmóti SSÍ Sunddeild Þróttar í Vogum tók þátt í Bikarmóti Sund-sambands Íslands í fyrsta sinn um síðustu helgi. Sundstarfið í Vogum hefur verið á mikilli uppleið og eru nú rúm- lega 60 krakkar á aldrinum 5-13 ára að æfa hjá félaginu. 11 þeirra voru í eldlinunni um helgina og sagði María Jóna Jónsdóttir, yfir- þjálfari hjá Þrótti, í samtali við Víkurfréttir að gengið hafi verið mjög gott. „Okkur gekk ótrulega vel. Við vorum ekki langt frá því að vinna okkur upp um nokkur sæti, en við vorum með lang yngsta liðið. Meðaladurinn hjá okkur ver um 12 ár á meðan hin liðin eru með 18 ára meðal- aldur. Þetta var frábær reynsla fyrir krakkana og við stefnum á að vera með á næsta ári.” Deildin var stofnuð árið 2000 og hefur verið stöðug aukning í iðkendafjölda síðan. Framtíðin í Vogum er björt og verður gaman að sjá hvern ig þeim reiðir af í framtíðinni. Krakkarnir fengu nýja liðsbúninga afhenta um daginn og skörtuðu þeim á Bikarmótinu. ÞAÐ SKIPTUST Á SKIN OG SKÚRIR HJÁ KEFLVÍKINGUM Í VIKUNNI, EN ÞEIR LÖGÐU FRANSKA LIÐIÐ REIMS Á ÚTIVELLI Í GLÆSILEGUM LEIK Á ÞRIÐJUDAGINN. ÞAÐ BÆTTI UPP FYRIR VONBRIGÐI SÍÐUSTU LEIKJA EN ÞEIR TÖPUÐU NAUMLEGA GEGN BAKKEN BEARS Á HEIMAVELLI Í EVRÓPUKEPPNINNI OG VORU SVO SLEGNIR ÚT Í UNDANÚRSLITUM HÓPBÍLABIKARSINS AF NJARÐVÍKINGUM. ENN MUN MÆÐA Á KÖPPUNUM UM HELGINA ÞEGAR ÞEIR MÆTA SNÆFELLINGUM Í 32-LIÐA ÚRSLITUM BIKARKEPPNINNAR. VF-mynd/Hilmar Bragi Elsku Aron. Til hamingju með 10 ára afmælið sem var þann 15. nóvember sl. Afmæliskveðja, mamma, pabbi, Lovísa og Leifur. ÍRB tókst ekki að verja titil sinn á Bikarmóti Sund-sambands Íslands um síð- ustu helgi. Lið ÍRB hafnaði í öðru sæti á eftir Ægi, en SH var í því þriðja. B-lið ÍRB hreppti einnig silfrið í 2. deildinni. Árngurinn er góður en jafnast þó ekki á við það sem ÍRB á að venjast, enda var liðið handhafi allra stóru titlanna hér á landi fyir Bikarmótið. Aðstandendur sundliðs ÍRB segja að í gangi séu ákveðin kynslóðaskipti í liðinu sem ekki náðist að brúa fyrir bikarkeppnina í ár. Mótið i ár var engu að síður betra en það í fyrra að mörgu leyti þar sem má nefna að mikið var um góðar bætingar. Árangur B-liðsins gefur einnig til kynna að þessi kynslóða- skipti taki fljótt af því að ungu krakkarnir sem þar voru að keppa stóðu sig afbragðsvel. Ástæðan fyrir því að senda B- lið frá ÍRB var einmitt sú að leyfa þeim að spreyta sig svo þau verði til í slaginn þegar fram líða stundir. Þar stóðu þau sig svo sannar- lega vel og urðu í öðru sæti á undan liðum eins og Vestra, Ár manni og Fjölni. ÍRB-B var ekki spáð góðu gengi af formönnum og þjálf urum annarra liða og kom það því öðrum félögum gríðarlega á óvart hversu sterkur yngri hópurinn var. Eitt met var sett af liðsmönnum ÍRB, en það var Gunnar Örn Arnarson sem setti glæsilegt sveinamet í 200m bringusundi. Silfur í báðum deildum á bikarmóti SSÍ

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.