Víkurfréttir


Víkurfréttir - 25.11.2004, Síða 33

Víkurfréttir - 25.11.2004, Síða 33
VÍKURFRÉTTIR I 48. TÖLUBLAÐ 2004 I FIMMTUDAGURINN 25. NÓVEMBER 2004 I 33 Gott tækifæri Einar Haraldsson, formaður Keflavíkur, Íþrótta- og Ung- mennafélags, segir Íþróttaakademíuna vera mikið og gott tækifæri fyrir íþróttir á svæðinu jafnvel þótt nem- endur hennar staldri ekki við í bænum til langs tíma „Við fögnum Akademíunni og þetta er til mikils fram- dráttar fyrir íþróttirnar. Hugsanlega getum við fengið hæfileikafólk til að þjálfa en ég veit ekki hvort það fólk stoppar hér í bænum. Fólk kemur hingað og útskrifast héðan, en maður veit ekki hvort það stoppi hér, en á meðan það er við nám verður það hjá félögunum hér og það eykur á möguleikana að það verði hér áfram.” Einar telur að árangur geti verið áþreifanlegur áður en langt um líður. Það er ekki víst að fólkið verði hér eftir en við munum standa fyrir ráðstefnum og öðru þvílíku og þjálfunarnámskeið sem hafa verið hér suður frá yrðu alfarið hér. Þannig sér maður það í þessu að við erum að skapa tækifæri til að mennta okkar fólk meira og búa til meira af hæfileikaríku fólki. Það verður svo vonandi eftir hjá okkur og nýtist okkur þannig.” Möguleikarnir sem Akademían býður uppá liggja meðal annars í aukinni fjölbreytni íþróttagreina sem stundaðar eru á svæðinu. Einar telur hins vegar að stærð bæjarins geti hamlað slíku. „Það er spurning hvað eitt bæjarfélag getur hýst margar greinar vegna húsnæðis og annars, en ég er ekki frá því að ef framboð á húsnæði eykst væri hægt að bjóða upp á fleiri greinar. Framtíðin í íþróttum á svæðinu er alla- veganna mjög björt ef að allt fer að óskum.” Mikil lyftistöng Kristbjörn Albertsson formaður Ungmennafélags Njarð- víkur, telur Íþróttaakademíuna geta verið mikla lyfti- stöng fyrir íþróttalífið á svæðinu. „Það ætti að gera það, en það er erfitt að spá. Þetta gæti orðið eins og Laugarvatn er núna nema það væri nær mannfjöldanum. Ég held að sé ekki vafi að Akademían mun auka framboð á lærðum þjálfurum í bænum. Nem- endur komast líka að því hvað er gott að búa hér og á ég von á því að hluti af fólkinu verði hér áfram. Ég er mjög bjartsýnn á þetta og vona að þetta verði íþróttahreyfing- unni til góðs.” Kristbjörn setur hins vegar spurningarmerki við það hvort jarðvegur sé fyrir fleiri greinar miðað við fólks- fjölda á svæðinu. „Ég er svolítið hræddur við það. Ég held að markaður- inn hjá okkur beri ekki miklu meira. Þær deildir sem hafa lagt af stað í aðrar greinar hafa alltaf endað í skulda- súpu því að það er bara ekki markaður fyrir slíku. Við erum að keyra körfu, sund og fótbolta og fleiri íþrótta- greinar myndu dreifa fjármagni meira og veikja grunn- stoðir þessara íþrótta, en að er aldrei að segja aldrei. Ég hef auðvitað ekkert á móti nýjum íþróttafreinum, heldur er spurningin bara hvort að þær beri sig yfir höfuð miðað við mannfjöldann hér.” Líst ekki á akademíuna Ólafur Proppé, rektor Kennaraháskóla Íslands, sem rekur Íþróttafræðisetrið að Laugarvatni sagði í samtali við Víkurfréttir að sér litist ekki á fyrirhugaða Íþrótta- akademíu. „Mér líst ekkert á þær. Mér finnst við þurfa að gera okkur grein fyrir því hvað við búum í stóru landi. Ég hef látið þá skoðun í ljós að mér finnst nærri að nýta þá aðstöðu sem fyrir er í stað þess að koma á íþróttaaka- demíu þarna suðurfrá. Annars veit ég voða lítið hvað meiningin er að gera, það hefur ekki verið upplýst um það.” Ólafur telur þó ekki að Akademían muni stefan rekstr- inum á Laugarvatni í hættu. „Ég held það ekki, en með þessu er verið að dreifa kröftunum og væri nær að leggja allan kraftinn í betra starf og er hræddur um að þetta verði ekki nógu gott. En ég get ekki tjáð mig um þetta í rauninni því ég veit ekki hvað Íþróttaakademían í Reykjanesbæ ætlar sér að gera.” Aðsókn að KHÍ hefur verið langt umfram það sem skól- inn getur annað. Hefur skólinn vísað fjölda manns frá í öllum deildum, þar á meðal Íþróttakennaranámi, en Ólafur telur það ekki skipta höfuðmáli. „Sjálfsagt er hægt að fá einhverja til að sækja um nám en það þarf að hugsa málið í svolítið stærra samhengi. Það er líka spurning um hverjum er verið að vísa frá og annað. Mér finnst þetta svolítið fljótræði og van- hugsað.” Líflegar umræður varð-andi mál efni Íþrótta-akademíunnar voru á Al þingi í morg un í kjöl far fyrirspurnar Kolbrúnar Harð- ardóttur, þingmanns Vinstri Grænna. Gagnrýndi hún hvernig aðdrag- andi stofnunarinnar var og sagði ámælisvert að Alþingi hafi ekki fjallað um málið. „Ég er hlynnt því að íslensk ungmenni um allt land hafi fjöl- breytt námstækifæri og er tals- maður eflingar háskólastigsins. En ég gagnrýni hvernig ákvörð- unin er tekin og gerð tortryggi- leg því hún er ekki fyrir opnum tjöldum og um hana hefur ekki farið fram nein fagleg umræða.” Hún taldi einnig að með stofnun Íþróttaakademíu í Reykjanesbæ væri rekstri Íþróttafræðaseturs Kennaraháskóla Íslands að Laug- arvatni ógnað stórlega. Væri full- víst að KHÍ myndi bregðast við samkeppninni með því að flytja þá starfsemi til Reykjavíkur. Íþróttaakademía fagnaðarefni Mennta mála ráð herra, Þor- gerður Katrín Gunnarsdóttir, sagði tilkomu Íþróttaakademíu mikið fagnaðarefni. Ríkið hafi þá ekki komið að málinu með beinum hætti heldur hafi ríkið samið við Háskólann í Reykja- vík og þeir síðan samið við Aka- demíuna. Henni þótti undarlegt að þingmenn skulu mótmæla því að háskólar á höfuðborg- arsvæðinu færi út kvíarnar og dreifi sinni starfsemi. „Það er jákvætt að háskólar hér á höfð- urborgarsvæðinu sjái kosti sem önnur svæði hafi fram að færa og reyni að styðja þá uppbygg- ingu sem hið öfluga sveitarfélag Reykjanesbær stendur fyrir með Íþróttaakademíunni.” Hún bætti því við að samkeppni á sviði menntamála væri alltaf af hinu góða. „Við eigum að vera að fagna í þessum sal, en ekki að vera með úrtöluraddir.” Aðrir þingmenn stigu í pontu og samglöddust flestir Suður- nesjamönnum með að þar skuli rísa háskólastofnun en ekki voru allir á eitt sáttir með aðdragand- ann og hvort Akademían ógnaði starfseminni á Laugarvatni. Hvergi fleiri Íslands- og bikarmeistarar Hjálmar Árnason sagðist ekki skilja þá tortryggni sem fram væri komin um málið. Hann benti á þá staðreynd að hvergi á landinu væri hlutfallsleg þáttaka ungmenna í íþróttum hærri en einmitt á Suðurnesjum og að miðað við íbúafjölda væru líklega hvergi eins mikið af Ís- lands- og bikarmeisturum í hinum ýmsu íþróttagreinum. Hjálmar hafði engar áhyggjur af starfseminni á Laugarvatni þar sem starfsemin þar væri kröftug og benti á þá staðreynd að Laug- arvatn hafi einungis getað tekið á móti um helmingi umsækj- enda og að yfirleitt þegar nýir skólar koma fram fjölgi umsækj- endum. Missir ekki svefn Umræðan var þverpólitísk þar sem sumir þingmenn úr röðum stjórnarandstöðu mæltu gegn orðum Kolbrúnar. Magnús Þór Hafsteinsson, Frjálslynda flokki, spurði m.a. hvort samkeppni í menntamálum væri af hinu vonda. Hann taldi ekki svo vera og dæmi um slíkt töluðu sínu máli. „Ég missi ekki svefn út af þessu máli, hvorki varðandi Íþróttaskólann á Laugarvatni, né varðandi framtíð Íþróttaaka- demíunnar í Reykjanesbæ. Staðbundið háskólanám á Suðurnesjum í fyrsta sinn Jón Gunnarsson, Samfylkingu, fagnaði einnig þeirri staðreynd að nú, i fyrsta skipti, stæði til að bjóða upp á staðbundið há- skólanám á Suðurnesjum. „Það á ekki að koma nokkrum Al- þingismanni á óvart að það sé verið að stofna Íþróttaakademíu í Reykjanesbæ því þær fréttir hafa verið uppi nokkuð lengi. Sveitarfélög á Suðurnesjum hafa tekið þessari hugmynd fagn- andi. Og Suðurnesjamenn eru einróma yfir því að taka vel á móti þessari stofnun og að þetta verði stofnun sem við getum verið stolt af.” Hann skyldi áhyggjur af málum skólans á Laugarvatni en taldi sannað að nemendum muni fjölga, eftirspurn aukist sem og gæði náms oft og tíðum. „Ég hef hins vegar engar áhyggjur af því og fagna því að þessi hug- mynd skuli loks vera orðin að veruleika.” MÁLEFNI ÍÞRÓTTAAKADEMÍU RÆDD Á ALÞINGI Hvað segja þeir um Íþróttaakademíu í Reykjanesbæ? -Einar Haraldsson, formaður Keflavíkur, Íþrótta-og ungmennfélags. -Kristbjörn Albertsson formaður Ungmennafélags Njarðvíkur. -Ólafur Proppé rektor Kennaraháskóla Íslands.

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.