Víkurfréttir


Víkurfréttir - 07.12.2006, Blaðsíða 14

Víkurfréttir - 07.12.2006, Blaðsíða 14
14 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU • www.vf.is • LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!VÍKURFRÉTTIR I 48. TÖLUBLAÐ I 27. ÁRGANGUR Mannlífið og menningin: Laugardaginn 2.desem-ber opnaði Gunnhildur Þórðardóttir sýninguna “Samræmi-Identity” í Suðsuð- vestur og er þetta fyrsta einka- sýning hennar á Íslandi, áður hefur hún tekið þátt í samsýn- ingum hér heima og haldið einkasýningar í Englandi og Kaupmannahöfn. Gunn hild ur vinn ur út frá hugmyndum rússnesk/banda- ríska sálfræðingsins Abraham Maslow um þarfapýramídann og notar til þess liti og hluti/ tákn tengdum hversdagsleik- anum. Á sýningunni verða mál- verk og skúlptúrar flestu unnið þetta ár. Gunnhildur er með BA próf í fagurlistum og listasögu frá Listaháskólanum í Cambridge og MA gráðu í liststjórnun frá Ashcroft International Business School frá sömu borg. Hún er nú búsett í Keflavík ásamt manni sínum og sonum þeirra. Dansarar úr Reykja- nesbæ á verðlaunapall Laugardaginn 25. nóvember var keppt í Dansbikarnum 2006. Þessi keppni er haldin af JSB. Í ár tóku 106 keppendur þátt, keppt var í tvemur aldursflokkum 10-12 ára og 13-15 ára. Keppt var í einstaklings og hópa- keppni. Það er gaman frá því að segja að í hópakeppni 10-12 ára unnu 3 stúlkur úr Reykjanesbæ. Þær heita Aníta Ósk Georgsdóttir 11 ára, Krist- jana Hanna Benediktsdóttir 12 ára, Ingibjörg Ásta Bjarnadóttir 11 ára. Guðmundur Maríasson sýnir í Bling Bling við Hafnargötu nú í desember. Sýningin samanstendur af blönduðum verkum Guðmundar, bæði óhlutbundnum og fígúratífum og eru viðfangsefnin af ýmsum toga. Á sýningunni eru 18 olíumálverk, öll máluð á þessu ári. Um sölusýningu er að ræða. Sýningin er opin á afgreiðslutíma verslunarinnar og vonast Guðmundur til að sjá sem flesta. FRÉTTASÍMINN SÓLARHRINGSVAKT 898 2222 „Samræmi-Identity“ í Suðsuðvestur Guðmundur Maríasson sýnir í Bling Bling Guðmundur við eitt verkanna í Bling Bling.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.