Víkurfréttir - 22.07.2004, Blaðsíða 20
20 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!
H afnar eru dýpkunar-framkvæmdir viðGrindavíkurhöfn. Alls
er gert ráð fyrir að sprengja
þurfi 14 þúsund fermetra
svæði í höfninni og er þykkt
klappanna sem sprengja þarf
upp í 5 metra á þykkt. Gert er
ráð fyrir að alls verði sprengt
106 sinnum í höfninni. Svæð-
inu er skipt upp í reiti sem eru
um 150 fermetrar hver. Í hverj-
um ramma eru boraðar 18
holur og er frá 13 og uppí 30
kílóum af sprengiefni komið
fyrir í hverri holu. Búist er við
að sprengingum ljúki í febrúar
en það er fyrirtækið Hagtak
hf. sem vinnur að dýpkun
hafnarinnar.
Íbúar Grindavíkur geta orðið fyr-
ir einhverju ónæði vegna spreng-
inganna og hefur Hagtak hf. sent
hafnaryfirvöldum bréf þar sem
sprengivinnan er útskýrð.
Sprengt verður 106 sinnum
➤ Dýpkun Grindavíkurhafnar:
D ýpka á innan hafnar í 8og 9 metra dýpi. Eftirdýpkun og gerð nýrrar
viðlegu er unnt að taka við
stærri skipum. Skip fara
stöðugt stækkandi og til þess
að missa þau ekki frá bænum
er þessi dýpkun nauðsynleg.
Botn hafnarinnar er á klöpp að
mestum hluta og er ekki unnt að
grafa upp efnið sem fjarlægja
þarf án þess að sundra því fyrst.
Til þess eru notaðar kerfisbundn-
ar sprengingar. Þessar spreng-
ingar fara í taugarnar á fólki sem
ekki er vant þeim og valda
áhyggjum um eignatjón og jafn-
vel slys. Það er því rétt að fjalla
aðeins um þessar sprengingar
mönnum til nokkurs fróðleiks og
vonandi hugarhægðar.
Alls er gert ráð fyrir að sprengja
þurfi um 14.000 fermetra svæði í
höfninni. Þykkt klappar sem
sprengja þarf er frá 0 og upp í 5
m. Svæðinu er skipt upp í reiti
sem eru um 150 fermetrar.
Borpramma er stillt upp á reitinn
og frá honum eru boraðar 18 hol-
ur. í holunum er komið fyrir
sprengiefni sem heitir Minex. í
hverja holu eru sett frá 13 og
uppí 30 kg eftir þykkt klappar.
Hvert kg af sprengiefni í neðan-
sjávarsprengingum sundrar um 3
tonnum af harðri klöpp.
Í holunum er komið fyrir kveiki-
búnaði sem kemur sprenging-
unni af stað. Í kveikibúnaðinum
eru tímastillingar sem gera það
að verkum að aðeins ein hola
springur í einu. Fyrsta holan
springur um hálfri sekúndu eftir
að hleypt er af og sú síðasta um
hálfri sekúndu síðar. Fyrsta hol-
an lyftir efninu aðeins og áður en
það er fallið niður aftur springur
sú næsta og þannig koll af kolli
uns allar holur eru sprungnar.
Áhrif frá svona sprengingum eru
tvenns konar. Það sem fólk uppi
í bæ finnur er höggbylgja sem
berst með berggrunninum.
Berggrunnur á Íslandi er yfirleitt
lagskiptur og byggður upp af
hraunum úr mörgum eldgosum
með mýkri og brotnari lögum á
milli. Höggbylgja berst oft vel
innan sama hraunlags en demp-
ast á milli hraunlaga. Þannig
finnst höggbylgjan helst þar sem
hús eru grunduð á sama hraun-
lagi og verið er að sprengja. Í
húsum í meira en um 80 m fjar-
lægð á titringur ekki að vera
verulegur eða valda tjóni. Hins
vegar getur hann fundist miklu
lengra í burtu. Glös sem standa
þétt saman geta glamrað og betra
er að hlutir séu ekki látnir standa
tæpt, þannig að þeir falli við
minnsta högg eða hristing. Hús
sem standa í um 30 til 80 m fjar-
lægð verða meir vör við höggin.
Ekki er hætta á skemmdum á
húsum en betra er að huga að
lausum hlutum. Þar geta nálar í
hljómflutningstækjum hlaupið til
og svo framvegis. (Í Grindavík
eru engin íbúðarhús á þessu belti.
Hins vegar er atvinnuhúsnæði á
beltinu). Í mannvirkjum sem
standa nær en 30 metra getur
högg við sprenginguna orðið
töluvert og þá talið betra að
slökkva á tölvum og þess háttar.
(Í Grindavík eru einungis hafnar-
mannvirki innan 30m. )
Hin bylgjan sem myndast fer eft-
ir vatninu og finnst ekki á landi.
Hún er dempuð með því að blása
þrýstilofti í gegnum sjóinn. Þeg-
ar bylgjan lendir á loftbólunum
þá eyðist hún. Þessi bylgja drep-
ur dýr sem eru í sjónum næst
sprengingunni. Hún er ónotaleg
fyrir menn sem eru neðan vatn-
borðs í skipum til dæmis ofan í
vélarúmi, en ekki hættuleg.
Alls er gert ráð fyrir að sprengt
verði 106 sinnum í höfninni.
Áður en sprengt er er gefið
hljóðmerki. Venjulega er sprengt
síðdegis virka daga. Í sumar er
hugsanlegt að unnið verði á vökt-
um og verður þá einnig sprengt
að morgni dags. Gangi allt að
óskum og unnið verði að hluta á
vöktum lýkur sprengingum fyrir
jól en líklegra er þó að þeim ljúki
um miðjan febrúar. Ekki verður
unnið milli jóla og nýárs.
Okkur hjá Hagtaki þykir miður
að raska ró bæjarbúa og reynum
eftir bestu getu að hafa þá röskun
sem minnsta.
Aðalsteinn Hallgrímsson
Framkvæmdastjóri Hagtaks
➤ Aðsend grein vegna framkvæmdanna í Grindavík:
Byrjað er að bora fyrir sprengjuholum í Grindavíkurhöfn
og eru tveir prammar komnir í höfnina.
Dýpkun Grindavíkurhafnar
Á góðviðrisdögum líkumþeim verið hafa upp ásíðkastið fyllast sund-
laugarnar af fólki sem notar
sólarstundirnar til að sleikja
sólina.
Krakkarnir hópast í laugarnar og
hefur án efa verið fjölmennt í
sundlaugum á Suðurnesjum
síðustu daga. Grindvíkingar láta
ekki sitt eftir liggja í þessum efn-
um og er sundlaugin í bænum
mikið notuð. Steikjandi hiti og
sól er við sundlaugarbakkann og
nota sundlaugargestir svalt sund-
laugarvatnið til að kæla sig niður.
Það er ekki annað hægt að segja
en að sólin geri lífið skemmtile-
gra, allavega voru þessar hressu
stelpur í Grindavík hinar kátustu.
Sleikja sólina í sundil i j li í i
30. tbl. 2004LOKA3 21.7.2004 15:38 Page 20