Víkurfréttir - 30.03.2017, Blaðsíða 2
2 fimmtudagur 30. mars 2017VÍKURFRÉTTIR
Menntunar- og hæfniskröfur:
• Íslenskt hjúkrunarleyfi
• Frumkvæði og metnaður í starfi
HRAFNISTA REYKJAVÍK HAFNARFJÖRÐUR KÓPAVOGUR GARÐABÆR REYKJANESBÆR
Hjúkrunarfræðingar
Laus störf hjá Hrafnistu
Reykjavík Hafnarfjörður
Kópavogur Reykjanesbær Garðabær
HRAFNISTA
I
I I
Allar nánari upplýsingar veitir Lind hjá Fast Ráðningum
í síma 552-1606 og tölvupósti, lind@fastradningar.is.
Einnig er hægt að sækja um á www.fastradningar.is.
Umsóknarfrestur er til 30. apríl.
Hrafnista leitar að hjúkrunarfræðingum til starfa í fjölbreytt og skemmtileg störf.
Starfshlutfall er samkomulag.
Þekking, reynsla, frumkvæði og ánægja starfsmanna Hrafnistuheimilanna tryggir
gæði þeirrar þjónustu sem veitt er. Gerð er krafa um heiðarleika, dugnað,
stundvísi og góða framkomu. Við hlökkum til að vinna með þér!
• Sveigjanleiki og sjálfstæð vinnubrögð
• Góðir samskiptahæfileikar og jákvætt viðmót
Jón Gunnarsson, samgönguráðherra
sagði á opnum borgarafundi um tvö-
földun Reykjanesbrautar sl. fimmtu-
dag að það væru fáir aðrir möguleikar
en einhvers konar gjaldtaka til að ná
fram auknu fé til vegamála. Hann
sagði að það væri mikilvægt að ná
fram sátt um málið en nefnd á vegum
ráðuneytisins vinnur nú að frekari
hugmyndum í möguleikum á vega-
tollum. Jón sagði að undanfarna daga
hefði hann átt marga fundi með fólki
og aðilum úti á landi sem hefðu komið
til hans eða nefnt að fyrra bragði að
það vildi greiða vegatolla til að flýta
framkvæmdum við vegagerð eða
gangnagerð.
„Mér er ljós sá brýni vandi í sam-
göngumálum og ekki síst á þeirri leið
sem Suðurnesjamenn berjast fyrir,
Reykjanesbrautinni.Það kostar um
15-20 milljarða að tvöfalda kaflann
sem upp á vantar á Reykjanesbraut,
upp að flugstöð og síðan í gegnum
Hafnarfjörð. Við erum þess vegna
að skoða einhvers konar gjaldtöku.
Þannig getum við látið þennan gríðar-
lega ferðamannastraum taka þátt í því
að byggja samgöngukerfið upp með
okkur. Það verður lögð áhersla á það
að hafa gjaldtökuna hófsama fyrir þá
sem nota vegina mest. Ef okkur auðn-
ast að ná einhverri samstöðu um þær
hugmyndir þá munum við fara í fram-
kvæmdir á fullum krafti. Þannig mun
margt gerast á næstu 3-5 árum. Þetta
eru svo stór verkefni að við þurfum að
leita út fyrir ríkiskassann og þá með
gjaldtöku.“
Jón sagði að hann sæi fyrir sér að
gjaldtaka færi af stað um leið og fram-
kvæmdir hefjast við þessar leiðir og að
hún verði nýtt í þær.
„Til að ná fram sátt er mikilvægt að
ávinningur þeirra sem myndu greiða
gjald sé meiri af framkvæmdunum en
fyrr. Að ökumenn séu að spara ferða-
tíma og þar af leiðandi eldsneyti og
rúsínan í pylsuendanum sé aukið um-
ferðaröryggi og þar af leiðandi færri
slys.
Gjaldtaka er ekki ný af nálinni, ekki
einu sinni hér heima. Vestmannaey-
ingar greiða í Herjólf og fleiri slík
dæmi mætti taka og íbúar á Vestur-
landi og aðrir hafa notið góðs af Hval-
fjarðargöngum. Gjaldtaka er mjög
almenn í öðrum löndum. Við erum
fámenn þjóð í stóru landi og það
kostar sitt að byggja vegakerfi í 100
þús. ferkílómetra landi. Það er ljóst
að við verðum að bregðast fljótt við
vegna hins mikla ferðamannastraums
og því er mikilvægt að við getum líka
horft út fyrir boxið.“
●● sagði●Jón●Gunnarsson●samgönguráðherra●●
á●opnum●fundi●í●Stapa●um●tvöföldun●Reykjanesbrautar
Ákveðið hefur verið að hefja skóla-
starf í Dalshverfi í Innri Njarðvík í
haust. Þetta kom fram á kynningar-
fundi um nýjan skóla sem haldinn
var í Akurskóla á dögunum. Ákveðið
hefur verið að koma fyrir bráðabirgða
skólahúsnæði á bílastæði þar sem nýi
skólinn mun rísa. Húsnæðið verður
með kennslustofum, fjölnota sal og
starfsmannaaðstöðu. Byrjað verður
með kennslu fyrir nemendur í 1. til 3.
bekk sem búa í Dalshverfinu.
Tímabundna kennsluúrræðið verður
rekið undir stjórn Akurskóla að
minnsta kosti fyrsta árið og verður því
í raun útibú frá Akurskóla.
Að sögn Helga Arnarsonar, sviðs-
stjóra fræðslusviðs hjá Reykjanesbæ,
stóð upphaflega til að setja þrjár nýjar
lausar kennslustofur við Akurskóla
næsta haust til að bregðast við fjölgun
nemenda þar. „Fljótlega eftir áramót
kom í ljós að sú leið var ekki fær þar
sem uppbyggingin er mun hraðari
en við gerðum ráð fyrir. Því var tekin
ákvörðun um að setja upp tíma-
bundna kennsluaðstöðu á lóð nýja
skólans í Dalshverfi,“ segir hann.
Í dag eru nemendur sem búa í Dals-
hverfi í árgöngunum þremur 85 tals-
ins og segir Helgi að búast megi við
að þeim fjölgi enn til haustsins. Stefnt
er að því að jarðvinna við skólann
hefjist í sumar. Enn er óljóst hvenær
fyrsti áfangi skólans rís en reiknað er
með því að hjarta skólans, það er mið-
rými og þjónustukjarni ásamt öllum
kennslurýmum fyrir 1. til 10. bekk,
verði tilbúið haustið 2019.
Helgi segir Akurskóla hafa verið
sprunginn og því þegar komin þörf
fyrir nýjan skóla í Innri Njarðvík. „Nýi
skólinn í miðju Dalshverfi er hugs-
aður sem heildstæður grunn- og leik-
skóli fyrir allt að 500 grunnskólanem-
endur og 120 leikskólanemendur.“
Hann mun því fullbyggður þjóna
Dalshverfi I og Dalshverfi II ásamt
Stapahverfinu.
Skólastarf hefst í Dalshverfi í haust
●● Akurskóli●sprunginn●og●þörf●fyrir●nýjan●skóla●í●Innri●Njarðvík
Hér mun nýi skólinn rísa.
VF-mynd/hilmarbragi.
Úr tillögu Arkís sem bygginganefnd valdi.
Mynd/ Arkís.
■ Forsvarmenn Stopp hópsins sem berst fyrir tvöfaldri
Reykjanesbraut voru þokkalega sáttir eftir fundinn í
Stapa sl. fimmtudag. Guðbergur Reynisson sagðist þó
hafa vonast eftir einhverju loforði sem kom ekki. Ísak
Kristinsson sagðist persónulega vera sammála gjald-
töku, þ.e. að þeir borgi sem njóti.
Þeir félagar eru þó ánægðir með að málið sé á hreyfingu
og að framkvæmdir við hringtorgin á leið upp að flug-
stöð verði á þessu ári. „Við vonum að þessi nefnd sem á
að skila hugmyndum að gjaldtöku verði fljót að skila af
sér. Það er mikilvægt að landsmenn viti hvernig gjaldtöku
verður háttað, að við sem notum vegina mest séum að
njóta þess.“
Kristín María Birgisdóttir talsmaður um öruggan Grinda-
víkurveg sagðist vongóð eftir fundi með ráðherra og
Vegagerð hvað varðar lagfæringar á Grindavíkurvegi
og mikilvægt að aðilar snúi bökum saman. Ljóst sé að
bregðast þurfi við mikilli umferðaraukningu upp á 56%
síðan 2009. Það sé aðkallandi verkefni.
„Maður er ekki alltaf sáttur við bráðabirgðaaðgerðir, en
það þarf að bregðast við fljótt. Við höfum talað fyrir því
að fara alla vega í einhverjar merkingar og þá plástra sem
hægt er. En við höfum beðið Vegagerðina um að kostn-
aðarmeta 2+1 veg þó auðvitað væri best að fá tvöfaldan
upplýstan veg. Við verðum þó að vera raunhæf í óskum
okkar. Það er brýnt að það gerist eitthvað fljótt og vel. Ég
skil vel þá umræðu um gjaldtökuna. Það er mikilvægt
hvernig útfærslan verður og þá sérstaklega að þeir sem
nota veginn mest njóti þess í gjaldtöku.“
Forráðamenn áhugahópa á Suðurnesjum þokkalega sáttir
Frá opnum fundi um Reykjanesbrautina í Stapa. Vel á annað hundrað manns sóttu fundinn en nokkur þúsund fylgdust með umræðum á Víkurfréttavefnum, vf.is í beinni útsendingu.
Næst vonandi
sátt um gjaldtöku
Fulltrúar Stopp hópsins og Grindavíkur-
vegar eftir fundinn í Stapa. VF-mynd/pket.