Víkurfréttir - 30.03.2017, Blaðsíða 16
16 fimmtudagur 30. mars 2017VÍKURFRÉTTIR
UNGA FÓLKIÐ
UM MÁLEFNI VIKUNNAR
Anna Katrín Gísladóttir:
„Umræðan um Reykjanesbrautina hefur
verið áberandi undanfarna mánuði.
Mikil þörf hefur verið síðustu ár á því að
ljúka tvöföldun Reykjanesbrautarinnar
alla leið en ég tel að nú sé nauðsyn. Ég
keyri Reykjanesbrautina daglega og í
hvert einasta skipti sem farið er yfir á einbreiða kaflann
kemur upp svolítil óþægindatilfinning. Að keyra til vinnu
eða skóla á ekki að þurfa að vekja upp óhug fólks, það á ekki
að vera líðandi í samfélagi eins og okkar.
Hver einn og einasti Suðurnesjamaður annað hvort keyrir
þessa braut reglulega eða á einhvern nákominn sem gerir
það. Þetta málefni snertir okkur öll og við þurfum að halda
áfram að standa saman og vekja athygli á mikilvægi þess.“
Súsanna Margrét Gunnarsdóttir:
„Ég held að ég tali fyrir flesta þegar ég
segi að Reykjanesbrautin sé stórhættu-
legur vegur og hvað þá einbreiði kaflinn.
Þessi vegur einkennist af djúpum hjól-
förum og holum. Sama á við um Grinda-
víkurveginn. Samtals fimm banaslys hafa
orðið á þessum tveimur vegum á síðustu sjö mánuðum,
fyrir utan önnur slys. Það er ólýsanlega sorglegt að slys
þurfi að eiga sér stað svo einhverjar ráðstafanir verði gerðar,
en ef þetta kallar ekki á tvöföldun allrar Reykjanesbrautar
og lagfæringu veganna þá veit ég hreinlega ekki hvað gerir
það.“
Marinó Örn Ólafsson:
„Mér finnst mikilvægt að klára tvöföldun
Reykjanesbrautarinnar. Akkúrat núna
eru of mörg hættuleg gatnamót á veg-
inum. Þetta þarf að laga. Svo er ég mjög
spenntur fyrir hraðlestarhugmyndum.
Hraðlest gæti fækkað ferðum á Reykja-
nesbrautinni og sparað Suðurnesjamönnum sem sækja
nám eða vinnu á höfuðborgarsvæðið samgöngukostnað.“
Markús Már Magnússon:
„Mér finnst hrikalegt að það þurfi alltaf
einhvað slæmt að gerast, einhver slys, til
þess að eitthvað sé gert í málinu. Ég held
að ég hafi lesið að það hafi ekki orðið
neitt banaslys þar sem brautin er tvöföld
sem segir okkur það að ef brautin væri
tvöföld alls staðar þá myndi það draga heilmikið úr slysum
og öðru slíku.“
REYKJANESBRAUTIN
Skoða möguleika á að
færa stálþil við Miðgarð
Hafnarstjórn Grindavíkur skoðar nú
þann möguleika að færa stálþil við
Miðgarð fram um þrjá metra. Tillaga
Hagtaks, sem er verktaki við upp-
setningu á nýju stálþili og dýpkun við
Miðgarð, felst í því að færa þilið fram
um 3 metra til viðbótar eða samtals
5 metra. Kostnaður við það eru 14,8
miljónir.
Þá segir í tillögunni að fordýpkunin
verði 12 metrar í stað 5 metra og að
dýpkunarefnið sem kemur til viðbótar
verði nýtt í fyllingu innan við nýja
stálþilið. Kostnaður við fyllingarefnið,
ef það er sótt í nærliggjandi námur,
er um tæpar 13 milljónir. Kostnaður
af viðbótar fordýpkun með auka fyll-
ingarefni er u.þ.b. 65 milljónir. Af-
slátturinn nemur u.þ.b. 13 milljónum.
Heildarkostnaður er því um 55 millj-
ónir.
Hafnarstjórn tók vel í þessar tillögur
á síðasta fundi sínum og felur hafnar-
stjóra og formanni hafnarstjórnar að
ræða við forsvarsmenn Siglingasviðs
Vegagerðarinnar um þessar tillögur
Hagtaks.
Lögreglan á Suðurnesjum handtók
um síðustu helgi tvo menn sem voru
með umtalsvert magn af þýfi í bíl sín-
um. Þá var annar þeirra grunaður um
fíkniefnaakstur og á hinum fundust
meint fíkniefni.
Mennirnir voru að tína ýmsa muni
upp í bíl sinn úr geymslu við fyrirtæki
á Suðurnesjum þegar eiganda þess var
gert viðvart um háttsemi þeirra. Hann
reyndi að stöðva för þeirra af staðnum
en þeir létu sér ekki segjast. Lögreglu
var gert viðvart og stöðvaði hún þá á
Reykjanesbrautinni þar sem þeir voru
á heimleið úr leiðangrinum.
Í bílnum fundust tugir málmeininga,
gafflar af lyftara og loftpressa fyrir
kælikerfi. Þá höfðu mennirnir haft
viðkomu á öðrum stað í umdæminu
þar sem þeir hugðust kippa með sér
skipsskrúfu en hún reyndist of þung.
Þeir játuðu sök og höfðu ætlað að selja
þýfið í brotajárn.
Í leiðangri að
stela brotajárni
●● Stöðvaðir●á●Reykjanesbraut●●
með●gaffla●af●lyftara●og●loftpressu
Vilt þú starfa á kraftmiklum
og skemmtilegum vinnustað?
Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum leitar að framúrskarandi starfsmanni
sem vill starfa með okkur í Samvinnu starfsendurhæfingardeild.
Þekking í þína þágu
Skilyrði er að viðkomandi hafi einstaka þjónustulund, góða samskiptahæfileika,
sé hugmyndaríkur og árangursdrifinn.
Umsóknir sendist til ina@mss.is fyrir 20. apríl næstkomandi.
Upplýsingar veitir R. Helga Guðbrandsdóttir verkefnastjóri Samvinnu,
í gegnum tölvupóst rhelga@mss.is eða í síma 421 7500.
Starfssvið viðkomandi nær m.a. yfir:
• Ráðgjöf og stuðning við einstaklinga í starfsendurhæfingu
• Taka þátt í teymisvinnu sérfræðinga sem koma að starfs-
endurhæfingunni
• Gera og hafa umsjón með endurhæfingaráætlunum
einstaklinga
• Skipulagning og umsjón með námskeiðahaldi og fræðslu
• Þátttaka í ýmsum verkefnum
Menntunar- og hæfnikröfur:
• Háskólamenntun á sviði heilbrigðis- eða félagsvísinda
• Reynsla og þekking á sviði einstaklingsráðgjafar
og/eða starfsendurhæfingar
• Þekking og reynsla af atvinnulífinu
• Sjálfstæð vinnubrögð og sveigjanleiki