Víkurfréttir


Víkurfréttir - 30.03.2017, Blaðsíða 23

Víkurfréttir - 30.03.2017, Blaðsíða 23
23fimmtudagur 30. mars 2017 VÍKURFRÉTTIR Frjálsari hendur fyrir framtíðina eftir að óvissu um álver lauk -Eitt af svona umtöluðum málum sem hafa tengst HS Orku undanfarin ár, eru tengslin við álver í Helguvík. „Það var gerður samningur árið 2007 af Hitaveitu Suður- nesja við Norðurál um orkusölu til álvers í Helguvík sem þá var fyrirhugað. Samningurinn var háður fyrirvörum um að eitt og annað gengi upp, um að það fengjust öll leyfi, um að orkan fyndist og að arðsemi væri ásættanleg. Orku- verðið í þessum samningum var tengt álverði, þannig að hráefnisverð á áli, sem sagt álverðið var ríkur þáttur. Það var unnið að mjög svo heilum hug í áraraðir við að reyna að koma þessu á en tókst ekki, í raun og veru hvorki okkar megin né þeirra megin. Álverið var jú aldrei fullbyggt og fyrirvararnir voru aldrei uppfylltir. Þeir voru alltaf á samningnum. Það fór í málaferli, í gerðardómsmál, reyndar í í tvígang, og í seinna skiptið hófum við það mál og töldum að samningurinn væri ómerkur, hann væri fallinn á tíma og forsendum. Niðurstaða dómsins í lok síðasta árs var sú að samningurinn væri ekki lengur í gildi. Ekki af því að við hefðum ekki staðið við hann eða að Norðurál hefði ekki staðið við hann. Við vorum ekki að fara í mál við Norðurál. Við vorum ekki að saka þá um að hafa ekki staðið við sitt, heldur utanaðkomandi aðstæður, álmarkaðinn. Fyrir utan það að okkur hafði ekki tekist að afla allra leyfa til þess að vinna alla þá orku sem til þurfti. Í stóru myndinni, þá má setja þetta í samhengi við það að heimurinn í millitíðinni fór á hvolf árin 2007 og 2008. Þegar samningurinn var gerður þá var álverð og horfur um álverð þannig að álverðið var um 2700 dollarar á tonn og stefndi yfir 3000 dollara á tonn. Það fór yfir 3000 dollara rétt fyrir hrun. Í dag er álverðið um helmingur af því, sem þá var áætlað að yrði núna vel undir 2000 dollurum, það er að segja orkuverðið væri helmingi lægra heldur en þeir reiknuðu með að það yrði. Svo ég sletti nú aðeins þá er það bara ekki bisness, það hefði aldrei gengið upp. Þessar utanaðkomandi forsendur urðu til þess að dómurinn sagði: „Samningurinn er ekki lengur til.“ Hvað þýðir það? Fyrir okkur þýðir það að ekki er lengur sú óvissa sem var áður um að ef við til dæmis virkjum í Eldvörpum eða stækkum á Reykjanesi, að við þyrftum að selja orkuna á hálfvirði til álvers sem kannski yrði byggt, heldur getum við, með frjálsar hendur, selt það til einhverra annarra. Við erum að selja orku í töluverðum mæli til gagnaversins á Fitjum, svo dæmi sé tekið og til ýmis konar starfsemi á Ásbrú, sem er vaxandi og fjölþætt og til atvinnulífs, bæði hér á Suðurnesjum og alls staðar annars staðar um landið. Þannig við erum með frjálsari hendur til framtíðar. Orkan varð ekki til við þennan dóm, en forsendur okkar fyrir því að virkja og selja bötnuðu.“ -Þær forsendur eru meðal annars þær að það hafa komið ný fyrirtæki á undanförnum árum, meðal annars gagna- ver og fleiri, fleiri aðilar sem í rauninni eru að greiða hærra verð heldur en álverið hefði nokkurn tíma gert? „Orkuverð til iðnaðar á Íslandi hefur verið á uppleið og í raun og veru er það orðið þannig að það er orðið fýsilegra að selja orku eins og hjá okkur til stærri notenda, iðnfyrir- tækja og þess háttar starfsemi heldur en til heimila. Þeir borga hærra verð fyrir orku. Þannig í því samhengi, hvort sem fólk er nú sammála mér eða ekki, má segja að orkuverð til heimila er bara eiginlega of lágt. Það er að segja hvað varðar það að það eru aðrir sem eru til í að borga hærra verð.“ -En af því að þú nefnir það, þetta er svona hluti af þeim áhyggjum sem almenningur á Suðurnesjum, sem átti hita- veituna á sínum tíma, þegar þessu var skipt upp og selt og þá myndi allt verð á þessum nauðsynjum okkar fara upp úr öllu valdi. Hverju svarar þú því? „Það hefði bara alls ekki gerst. Eftir þessar breytingar á eignarhaldi og uppskiptingu, þá hefur til dæmis heitavatns framleiðsla hér í Svartsengi verið stóraukin til þess að mæta aukinni eftirspurn. Verulega fjárfrekar framkvæmdir sem var lagst í til þess að auka framleiðslugetuna á heitu vatni til þess að það væri alltaf til nóg. Það er skylda okkar að mæta þessum þörfum. Raforkuna seljum við áfram á sam- keppnishæfu verði, í samkeppni við aðra á markaðnum. Þannig að þessar áhyggjur, þær hafa algjörlega að engu orðið.“ -Ertu, bjartsýnn á framtíðina hjá HS Orku? „Mjög. Það hefur tekist mjög vel til með þessa flutninga, þessa uppskiptingu, starfsmannabreytingar sem því hafa fylgt. Okkur hefur tekist vel að fá til okkar hæft starfsfólk. Það er gríðarlega mikilvægt. Hlutur kvenna í sérfræði- og stjórnunarstörfum í fyrirtækinu fer vaxandi og við erum í leiðinni aðeins að yngja upp. Orkuiðnaðurinn er svo- lítið þannig í eðlinu að fólk er lengi í þessum fyrirtækjum. Þannig að meðalaldur starfsmannanna hækkar. Þegar ég tók við sem forstjóri fyrir þremur árum þá var ég 52 ára og meðalaldur starfsmanna var 52 ár. Það var skuggalegt. Eitt af mínum markmiðum var að þetta myndi draga í sundur. Minn aldur hefur augljóslega aukist um þrjú ár. Ég er orð- inn 55 ára. Meðalaldur starfsmanna lækkar og er kominn svolítið niður. Það er nauðsynlegur þáttur. Ekki þar fyrir að við hendum út fullorðnu fólki, síður en svo. Þeir sem eru hoknir af reynslu og geta kennt öðrum eru hér áfram en við ráðum til okkar ungt, vel menntað, skemmtilega hugsandi fólk sem sér tækifærin, fær hér góða þjálfun og vinnur stór- kostleg störf.“ -En Albert Albertsson? „Það fylgir þessu gríðarlega mikið stolt fyrir okkur. Albert er náttúrulega maðurinn á bak við það sem hér hefur verið gert í 40 ár. Hann er ekki lengur í neinum stjórnunarlegum ábyrgðum eða svona dægurþrasi og hann er hugmynda- smiður fyrirtækisins. Hann er titlaður hugmyndasmiður. Hann í raun og veru gerir það sem hann vill og svo biðjum -Þið hafið komið að ýmsu í samfélaginu. Þið hafið látið ykkur varða á annan hátt en bara í þessari venjulegu starfsemi. „Já, töluvert mikið og í langan tíma. Við störfum mikið með félagasamtökum, íþróttafélögum, menningu, listum og því sem stundum er kallað „þeim sem minna mega sín“. Við látum af hendi rakna til fjölmargra aðila á hverju einasta ári og viljum gera það. Það er okkar hlutverk sem svona fyrirtækis í samfélaginu og gerum það með stolti. Núna í dag, þegar við fögnum einmitt flutningi skrifstofunnar hingað í Eldborg, þá ætlum við að færa gjöf til orgelssjóðs Keflavíkurkirkju. Svona svolítið á persónulegum nótum þá er þetta kirkjan sem ég var fermdur í og skírður í. Við gerum það með gleði í hjarta.“ Vildi lækka meðalaldurinn Góð gjöf í orgelsjóð við hann að hjálpa okkur með eitt og annað. Það er fullt að gera hjá honum, hann hættir aldrei og hann er bara glaður að vera áfram og hann nýtur þess einna best að vera með unga fólkinu og hjálpa því fram veginn, algjörlega ómiss- andi. Það er bara svoleiðis.“ Flutningi í Svartsengi fagnað Fjöldi gesta, starfsmenn og viðskiptavinir samfögnuðu með starfsmönnum HS Orku þegar boðið var til formlegs teitis í tilefni af flutningi höfuðstöðva fyrirtækisins í Svartsengi. Meðfylgjandi myndir voru teknar við það tækifæri. finnur leiðir til þess að vinna liþíum úr jarðhitavökvanum á Reykjanesi. Þetta er eitthvað sem einhvern tímann hefði þótt alveg ótrúlegt. En þannig hefur þetta fyrirtæki alltaf verið, Hita- veitan og HS Orka. Gera nýja hluti, gera hlutina vel, vanda sig, stíga var- lega til jarðar, finna nýjar leiðir, búa til ný verkfæri, nýjar aðferðir. Það eru fjölmargir hlutir sem hafa verið gerðir í orkuverunum okkar sem höfðu aldr- ei áður verið gerðir neins staðar.“ Það er svolítið magnað að eitt af þessum dæmum, sem eru nokkuð nýleg, er hvernig flatfiskframleiðslan á Reykjanesi er að nýta kælivatnið sem þið eruð búin að nota. „Já, það er eitt stórkostlegt dæmi. Á Reykjanesi eru engir kæliturnar, eins og gjarnan eru við orkuver, heldur eru vélarnar, það sem við köllum sjó- kældar, ekki það að við leggjum bara vöru út í sjó og dælum sjónum úr hafinu, heldur eru boraðar holur við ströndina, 100 metra frá sjó. Úr þeim er dælt tandurhreinum sjó sem síast í gegnum hraunlögin. Það er ekkert lífrænt í sjónum. Hann er algjörlega hreinn. Hann er notaður til að kæla vélarnar. Hvað gerist við kælivökva? Hann hitnar. Sjórinn hitnar. Hann fer frá okkur, tandurhreinn, volgur sjór í fiskeldi, til Stolt Seafarm og þar eru menn að ala ákveðna kolategund. Við 23 stig, stöðugum hita, árangurinn er meiri og betri heldur en utanhúss- ræktun í heitum löndum af því að það eru alltaf stýrðar aðstæður, með frábærum árangri. Þetta er rándýr afurð, dýr fiskur. Hann er alinn upp í stærð þar sem er einn fiskur á disk. Kannski tæpt hálft kíló fiskurinn og þetta gengur alveg stórkostlega vel og þeir vilja stækka.“ Viðtal: Páll Ketilsson.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.