Víkurfréttir


Víkurfréttir - 30.03.2017, Side 12

Víkurfréttir - 30.03.2017, Side 12
12 fimmtudagur 30. mars 2017VÍKURFRÉTTIR Dagný Hulda Erlendsdóttir dagnyhulda@vf.is Líf Kamillu Ingibergsdóttur tók u-beygju árið 2012 þegar hún veiktist á ferðalagi í Taílandi. Veikindin komu til vegna ofsaþreytu og vegna þess að hún hafði „brunnið út“ í störfum sínum í tónlistarbransanum sem hún hafði sinnt af mikilli ástríðu í mörg ár. Eftir þetta setti Kamilla heilsuna, bæði andlega og líkamlega, í fyrsta sætið. Hún fór að stunda jóga og hug- leiðslu af enn meiri krafti en áður og síðar á þessu ári mun hún ljúka jóga- kennaranámi. Undanfarið hefur hún boðið upp á kakóhugleiðsluathafnir í Jógastúdíói í Vesturbæ Reykjavíkur og hélt sína fyrstu í Reykjanesbæ á dögunum og var uppselt. Kamilla ólst upp í Keflavík og hefur alltaf haft mikla ástríðu fyrir tón- list. Hún var kynningarstjóri Iceland Airwaves í fjögur ár, verkefnastjóri hjá Útón og starfaði fyrir hljóm- sveitina Of Monsters and Men í tæp þrjú ár og ferðaðist með þeim víða um heim. „Þegar ég veiktist hafði ég verið í tveimur störfum, hjá Iceland Airwaves og Útón. Ég er þannig að þegar ég tek eitthvað að mér þá geri ég það með stæl og dýfu. Ég var að vinna í tónlistarbransanum sem er líka mín helsta ástríða þannig að stundum átti ég erfitt með að draga línuna á milli vinnu og frítíma. Það var alltaf gaman í vinnunni en þegar hún tekur yfir lífið þá er ekki eins gaman,“ segir hún. Eftir Iceland Airwaves árið 2012 fór Kamilla til Taílands en hún hafði það fyrir reglu að fara alltaf í gott frí á hverju ári eftir að hafa unnið að undir- búningi tónlistarhátíðarinnar. Ferða- lagið til Taílands tók 24 tíma. „Ég fór að finna fyrir svima þegar ég kom til Taílands og hann stóð yfir í marga daga. Ég endaði á spítala með saltvatn í æð og algjörlega búin á því. Ástæðan var ofsaþreyta og kulnun í starfi.“ Kynntist töfrum kakósins í Guatemala Fram að þessu hafði Kamilla hugsað vel um mataræðið og farið reglulega í jóga. Hún hafði þó ekki hugað sér- staklega að andlegu hliðinni. „Eftir veikindin tók ég jóga fastari tökum og byrjaði að stunda hugleiðslu og hef gert mikið af því síðustu ár. Frá árinu 2014 vann ég með hljómsveitinni Of Monsters and Men og ferðaðist með þeim víða um heiminn. Svo fann ég að mig langaði að fara að huga enn meira að jóga og hugleiðslu.“ Kamilla er nú að læra að verða jógakennari og lýkur náminu í ágúst. Í maí í fyrra prófaði Kamilla í fyrsta sinn kakó frá Guate- mala og fékk að upplifa hvaða áhrif hreint lífrænt kakó hefur á líkama og ekki síður á sálina. Síðan hefur hún farið tvisvar sinnum til Guatemala að kynna sér krafta kakósins. „Eftir að ég kynntist kakóinu mundi ég aftur hvernig það er að hafa ástríðu fyrir einhverju,“ segir hún. Töluverð vakning hefur verið um mikilvægi andlegrar heilsu undan- farin ár og segir Kamilla hana kær- komna. „Flest fólk hugsar vel um líkamann og fer í ræktina og borðar hollan mat. En hversu mikið er fólk almennt að huga að andlegu hliðinni? Mér finnst að við ættum öll að gera það daglega.“ Kamilla segir hugleiðslu góða aðferð til að hlúa að andlegu hliðinni og bendir á að hugleiðsla geti verið margs konar. Mikilvægt sé að fólk finni út hvað henti því best. „Í heimildarmyndinni Innsæi sáum við góð dæmi um það hvernig sumt fólk er búið að tapa tengingunni við innsæi sitt. Það að stunda hugleiðslu svo lítið sem fimm mínútur hvern dag getur verið ferðalag inn á við. Innsæið er eins og hvísl innra með manni. Þegar hraðinn í lífinu er mikill og maður gefur sér aldrei tíma til að vera einn með sjálfum sér hættir maður að heyra þetta hvísl.“ Kamilla bendir á að íslensku samfélagi sé mikil áhersla á að brjálað sé að gera hjá fólki. „Þegar fólk hittist þá spyr það gjarna: „Og er ekki brjálað að gera?“ Hvað er svona eftirsóknarvert við það að hafa brjálað að gera?“ spyr Kamilla. „Við vinnum og vinnum til að eignast meiri pening til að kaupa meira drasl. Ég beygði af þeirri leið og hef reynt að einfalda lífið og hugsa um það hvað það er sem ég virkilega þarf.“ Löngum hefur því verið haldið á lofti að vinnan göfgi manninn og að mati Kamillu er of mikið einblínt á þá speki. „Á sama tíma hefur streita á vinnustöðum aukist til muna, sífellt fleiri kulna í starfi og fólk almennt er með samviskubit yfir því að verja ekki nægum tíma með fjölskyldunni. Almennt þá held ég að við vinnum of mikið en hugum ekki nógu vel að til- finningunum.“ Telur að allir ættu að stunda hugleiðslu Kakóið sem Kamilla býður upp í kakó- hugleiðsluathöfnum er 100% hrein fæða. „Það er ekki búið að erfðabreyta kakóinu og það er stútfullt af magn- esíum sem er róandi fyrir líkamann. Magnið af andoxunarefnum er tífalt á við villt, íslensk bláber. Í kakóinu eru auk þess þeobrómín sem eykur hjart- slátt og blóðflæði til heilans, Ananda- mide og PEA sem eru efni sem við framleiðum í líkamanum þegar við erum glöð og ástfangin.“ Kakóhugleiðslur hjá Kamillu snúast um að fólk upplifi ró og fari inn á við. „Ég er mjög hrifin af hugleiðslu og finnst að allir í heiminum ættu að hug- leiða reglulega,“ segir Kamilla. Hún notar kakóathafnirnar til að kynna mismunandi hugleiðsluaðferðir fyrir fólki og lætur tónlistina alltaf leika stórt hlutverk. Hugleiðsluathafnirnar eru jafnt fyrir byrjendur sem lengra komna í hugleiðslu og kveðst Kamilla hafa fengið til sín fólk sem varla getur hugleitt í fimm mínútur dagsdaglega en getur hugleitt í þrjá klukkutíma í kakóathöfn. Í hverri hugleiðslu er þema og verður næsta hugleiðsluat- höfn Kamillu í Om-setrinu, sunnu- daginn 9. apríl, undir yfirskriftinni fyrirgefning. TÓK NÝJA STEFNU EFTIR KULNUN Í STARFI ●● Kamilla●Ingibergsdóttir●setti●heilsuna●í●fyrsta●sæti●eftir●ofsaþreytu●og●kulnun●í●starfi. Kamilla leiðir hugleiðsluathafnir þar sem hreint kakó frá Guatemala leikur stórt hlutverk. Töfrum kakósins kynntist hún í Guatemala í fyrra. Mynd/úr einkasafni Kamilla ásamt Greg Clough í bænum San Marcos í Guatemala. Kamilla fór að stunda jóga og hugleiðslu af meiri krafti en áður eftir veikindin. Á myndinni er hún í bænum San Marcos við Atitlan-vatnið í Guatemala. Mynd/Greg Clough „Eftir að ég kynntist kakóinu mundi ég aftur hvernig það er að hafa ástríðu fyrir einhverju“

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.