Víkurfréttir - 30.03.2017, Page 21
21fimmtudagur 30. mars 2017 VÍKURFRÉTTIR
Íþróttir styrkja stoðir
samfélagsins
Íþróttir og hreyfing ættu að vera
fastur liður í lífsmunstri hvers ein-
staklings. Ekki endilega til að æfa
með keppni fyrir augum, heldur til
að auka lífshamingju sína. Áríðandi
er að börnum sé kennt strax á unga
aldri að hreyfing sé holl, leikur, gleði
og gaman. Íþróttaiðkun og starf innan
íþróttahreyfingarinnar hefur for-
varnargildi, kennir ungviðinu aga og
einbeitingu og bætir andlega, félags-
lega og líkamlega heilsu.
Júdo svo miklu meira en íþrótt
Júdó er ekki bara bardagaíþrótt.
Grunnhugsun júdósins er að bæta
einstaklinginn og með því samfélagið
í heild sinni. Júdó er í raun miklu
meira en bara ástundun og nám í
bardagatækni. Fyrir utan bætt líkam-
legt atgervi og hreysti, sem iðkendur
júdó ávinna sér, kynnast þeir einn-
ig nýjum siðvenjum, lífstíl og fá nýja
sýn á tilveruna. Júdó iðkendur læra
að stjórna tilfinningum sínum, skapi
og hvötum. Þeir læra um mikilvægi
þrautseigju, virðingar, hollustu, aga
og auðmýktar auk þess að þróa með
sér aukinn siðferðislegan þroska. Þeir
læra að yfirvinna hræðslu og sýna
hugrekki undir álagi. Í gegnum keppni
og daglegar æfingar læra þeir um rétt-
mæti og sanngirni. Reynslan kennir
þeim að kurteisi, hógværð og fleiri slík
gildi borga sig og hjálpar þeim einnig
í daglegu lífi. Júdó er þannig verk-
færi til að lifa betra lífi. Með þessum
grunngildum júdó hefur Júdódeild
UMFN frá árinu 2011 beitt sér fyrir
því að öll börn geti stundað íþróttir,
óháð efnahagi foreldra. Æfingagjöld
eru aldrei hærri en sem nemur hvata-
greiðslum bæjarfélagsins og því má í
reynd segja að ókeypis sé fyrir börn að
æfa með Júdódeild UMFN. Á undan-
förnum árum hefur deildin blómstrað
með samvinnu iðkenda, foreldra og
þjálfara og fjárhagslegum stuðningi
ýmissa aðila. Iðkendur eru nú á annað
hundrað talsins (alltaf pláss fyrir fleiri)
og þjálfarar orðnir átta.
Gerum góðan bæ betri
Til að tryggja áframhaldandi rekstur
deildarinnar og til að hjálpa til við
frekari uppbyggingu hennar hefur val-
greiðsluseðill upp á 1000 krónur verið
sendur á íbúa Reykjanesbæjar. Það
er von okkar að sem flestir sjái sér
fært að styrkja deildina því að með
því styrkja Júdódeild UMFN ert þú
að hjálpa okkur við að auka lífsgæði
barna í Reykjanesbæ og búa til betra
samfélag.
Með kærri þökk fyrir stuðninginn á
undanförnum árum,
Stjórn Júdódeildar UMFN og yfir-
þjálfari Júdódeildar UMFN Guð-
mundur Stefán Gunnarsson
Stjórn Pírata á Suðurnesjum vill stefna
að traustum og öruggum vegasam-
göngum á Suðurnesjum. Mikið mæðir
á enda fara hér um svæðið vel yfir
milljón ferðamenn á ári, auk allra Ís-
lendinganna sem keyra um Reykja-
nesbrautina á leið sinni í og úr milli-
landaflugi. Allt þetta fólk þarf að aka
brautina sem er einn fjölfarnasti en
um leið hættulegasti þjóðvegur lands-
ins eins og dæmin sanna.
Það er ýmislegt sem þarf að gera til að
bæta öryggi á Reykjanesbraut. Hæst
ber að ljúka tvöföldun brautarinnar
allt frá Flugstöð Leifs Eiríkssonar að
fyrsta hringtorgi þegar komið er að
Hafnarfirði, enda hefur það sýnt sig
að alvarleg slys eru mun fátíðari á tví-
breiða kafla brautarinnar heldur en
þeim einbreiða. Tvöföldun Reykjanes-
brautar er á samgönguáætlun og þarf
að ljúka sem allra fyrst. Stjórn Pírata
á Suðurnesjum telur því nauðsynlegt
að endurskoða samgönguáætlun og
flýta tvöföldun Reykjanesbrautar til að
koma í veg fyrir frekari slys og dauðs-
föll á Reykjanesbraut.
Vissulega þarf að huga að hvernig
fjármagna skuli framkvæmdirnar, en
heildarkostnaður við hana er áætlaður
um 10 milljarðar króna. Það mætti
skoða að þar sem ferðaþjónustan er
að auka álag á Reykjanesbrautina ætti
hún að taka þátt í að greiða fyrir úr-
bætur. Einnig voru óinnheimt inn-
flutningsgjöld af bílaleigubílum rúmir
3,5 milljarðar króna í fyrra. Alþingi
gæti breytt lögum til að afnema strax
þessa undanþágu frá innflutnings-
gjöldum af frekari innflutningi bíla-
leigubíla og nota hluta þessa fjár-
magns til að fjármagna úrbætur á
Reykjanesbraut.
Viðhald Reykjanesbrautar hefur verið
í lágmarki. Holur, mishæðir og rásir
í malbikinu á brautinni hafa verið
viðvarandi. Viðhald á ljósastaurum
hefur ekki verið sinnt sem skyldi og
lýsing er spöruð, einungis er kveikt
á öðrum hverjum ljósastaur og þeir
eru flestir sömu megin, ekki í miðj-
unni á milli akreina. Hægt væri að
setja ljósdíóðuperur í staurana til að
spara kostnað við lýsingu. Áhöld eru
einnig um hvort staurarnir séu nægi-
lega öruggir og uppfylli öryggisstaðla.
Raunar hefur Ólafur Guðmundsson
tæknistjóri EuroRAP (European Road
Assessment Program) á Íslandi sagt þá
vera ólöglega og lífshættulega. Því er
ljóst að fjármagni til viðhalds má ekki
gleyma þótt farið verði í tvöföldun
brautarinnar.
Grindavíkurvegurinn er einn af þeim
vegum sem mikið mæðir á vegna
fjölgunar ferðamanna þar sem Bláa
lónið er einn vinsælasti viðkomu-
staður þeirra, bæði vegna nálægðar
við alþjóðaflugvöllinn og tengingar
við Suðurstrandarveginn. Það er ljóst
að verulegra úrbóta er þörf á Grinda-
víkurvegi. Ýmsar hugmyndir hafa
verið nefndar til lagfæringar eins og
aðskilnaður akreina, bættar merk-
ingar, hraðamyndavélar, hraðahindr-
anir, lýsing vegarins og betri frágangur
hraunsins meðfram veginum. Stjórn
Pírata á Suðurnesjum fagnar slíkum
hugmyndum.
Að lokum vill stjórn Pírata á Suður-
nesjum hvetja til opinnar og lausna-
miðaðrar umræðu um þessi mál á
svæðinu. Það er fátt sem getur haft
jafn bein áhrif á afkomu og öryggi
íbúa en traustar samgöngur.
Albert Svan Sigurðsson, ritari
Fanný Þórsdóttir, formaður
Hrafnkell Brimar Hallmundsson
Margrét Sigrún Þórólfsdóttir
Trausti Björgvinsson, gjaldkeri
Þú getur hjálpað til við að gera Reykjanesbæ enn betri
Vegasamgöngur á Suðurnesjum
Blikavelli 2 - 235 Keflavík Airport
sími 595 1900 - www.hotelairport.is
Aurora Star Hotel ehf
Leitum að yfirþernu
Leitum að öflugum einstaklingi í fjölbreytt starf
yfirþernu. U
· Undirbúningur og skipulag vakta
· Umsj me þrifum
· Þjálfun nýs starfsfólks
· Pantanir á aðföngum
· Ýmis tilfallandi verkefni
· Reynsla af starfsmannastjórnun
· Reynsla af almennum þrifum
· Sj lfstæð vinnubrögð, sveigjanleiki og frumkvæði
· Enskukunnátta
Umsóknir ásamt ferilskrá sendist á netfangið:
m framtíðarstarf er að ræða.
ón ð þvottahúsi og á hóteli
· Gæðastjórnun og skipulag á þrifum
· Vinnutími samkvæmt samkomulagi.
á
Starfslýsing:
Hæfniskröfur:
hotelairport@hotelairport.is
Airport Hotel
Keflavik - Iceland Aurora Star
Create PDF files without this message by purchasing novaPDF printer (http://www.novapdf.com)
Óskum eftir bílstjórum á trailera og 4 öxla vörubíla.
Óskum eftir gröfumönnum á 13 til 27 tonna gröfur.
Einnig vantar okkur vanan mann á verkstæðið okkar.
Upplýsingar í síma 897 0731
ATVINNA
GÓ VERK EHF.
GÓ Verk ehf
Verktakar
Óska eftir bílstjórum
á trailera og 4 öxla
vörubíla
Gröfumenn á gröfur
13- 27 tonna, ein
Atv inna
Sorpeyðingarstöð Suðurnesja sf. óskar eftir starfsmanni til
sumarafleysinga í Kölku, brennslustöð fyrirtækisins.
Um vaktavinnu er að ræða.
Óskað er eftir vélfræðingi eða aðila með vélstjórnarréttindi eða aðra
menntun sem nýtist í starfið. Starfsmenn í brennslustöð þurfa að hafa frum-
kvæði og góða samskiptahæfni, geta unnið skipulega og sjálfstætt, vera vel
tölvufærir og hafa vinnuvélaréttindi. Góð enskukunnátta er kostur.
Kalka er eina sorpbrennslustöðin sem starfrækt er hér á landi og var tekin í
notkun árið 2004. Stöðin er tæknilega fullkomin og þar starfa um 20 manns.
Upplýsingar veitir Ingþór Karlsson rekstrarstjóri brennslu í síma 862-3505.
Umsóknir ásamt ferilskrá sendist til ingthor@kalka.is
fyrir 15. apríl 2017.