Víkurfréttir - 30.03.2017, Qupperneq 27
27fimmtudagur 30. mars 2017 VÍKURFRÉTTIR
Arnar Bjarnason,
Sigríður Júlía Bjarnadóttir
og aðrir aðstandendur.
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,
Ásta Árnadóttir,
áður til heimilis í Keflavík,
sem lést miðvikudaginn 22. mars,
verður jarðsungin frá Keflavíkurkirkju,
þriðjudaginn 4. apríl kl. 13:00.
Texti
BREYTTUR
OPNUNARTÍMI
Frá og með 1. apríl n.k mun opnunartími pósthússins
í Keflavík verða frá kl. 09:00 – 18:00 alla virka daga.
Steindór sæmdur
gullmerki
■ Steindór Gunnarsson, yfirsund-
þjálfari hjá ÍRB, var á dögunum
sæmdur gullmerki Sundsambands
Íslands fyrir að vera óþreytandi í
starfi sínu og fyrir að vera alltaf
tilbúinn að veita hjálparhönd. Stein-
dór hefur þjálfað hjá Njarðvík, ÍRB
auk þess að þjálfa unglinga- og
A-landslið Íslands á löngum og far-
sælum ferli. Hann hefur verið kjör-
inn þjálfari ársins fjórum sinnum:
1996, 2006, 2007 og 2008.
Bílaviðgerðir
Smurþjónusta
Varahlutir
Brekkustíg 38 - 260 Njarðvík
sími 421 7979
www.bilarogpartar.is
Verið velkomin
á samkomu
alla sunnudaga kl. 11.00
Hvítasunnukirkjan í Keflavík,
Hafnargötu 84
Forvarnir með næringu
STAPAFELL
Hafnargötu 50, Keflavík
NÝTT
Opið alla daga
fram á kvöld
Eyþór Sæmundsson
eythor@vf.is
■ Alls 17 skólar úr Hafnarfirði og af Reykjanesi öttu kappi í Skólahreysti í
íþróttahúsinu við Sunnubraut í Keflavík á dögunum. Það var lið Holtaskóla
sem sigraði riðilinn og er því komið með keppnisrétt í úrslitum í Skólahreysti
sem fara fram þann 26. apríl. Gríðarleg stemning var að vanda og spennan
mikil. Lið Stóru-Vogaskóla hafnaði í öðru sæti og á því enn möguleika á því
að ná í úrslit, en aðeins fjórum stigum munaði á tveimur efstu liðunum.
Heiðarskóli hafnaði í þriðja sæti á meðan Njarðvíkurskóli varð í því fimmta.
Holtaskóli fór með sigur af hólmi í úrslitunum í Laugardalshöll í fyrra. Það var
fimmti sigur Holtaskóla í Skólahreysti á síðustu sex árum en skólar af Suður-
nesjum hafa nú unnið sjö keppnir í röð. Stóru-Vogaskóli hafnaði þá einmitt í
öðru sæti í úrslitum.
Holtaskóli í úrslit í Skólahreysti
●● Stóru-Vogskóli●í●öðru●sæti
Guðlaug Erla Björgvinsdóttir,
Óli Baldur Jakobsson, Sigurbjörg Jónasdóttir,
Jónas Guðjón, Ósk,
afar og ömmur.
Ástkær dóttir okkar, systir og barnabarn,
Ólavía Margrét Óladóttir,
Brekkustíg 31e, Reykjanesbæ,
lést á gjörgæsludeild Landspítalans v/Hringbraut,
laugardaginn 25. mars.
Útför hennar fer fram frá Keflavíkurkirkju,
mánudaginn 3. apríl kl. 13:00.
SUNNUDAGURINN 2. APRÍL KL. 11:00
Allt annað en hefðbundin messa. Organistinn
fær frí vegna fótboltaferðar með sextugum
föður sínum. Sólmundur Friðriksson mun spila
og leiða söng með sinni ljúfu röddu. Sjálfur
hefur hann samið sálm og hver veit nema sá
verður sunginn. Sr. Erla mun fjalla um hina
merku Maríu Guðmóður í predikun. Helga og
Þórey eru messuþjónar. Systa, Helga og Jón
Árni er sunnudagaskólafólkið okkar. Jón okkar
Ísleifsson sækir brauðið hjá Sigurjónabakarí sem
gefur alltaf þetta bakaða. Fermingarmæður
aðstoða við súpugerð. Svenni minn vilt þú koma
og gera súpuna fyrir konuna þína?
MIÐVIKUDAGUR 5. APRÍL KL. 12:00
Eins mikilvægt og það er að fara í ræktina og
hugsa um líkamann þá er sálin og andinn það
einstaka sem hlúa verður að. Tilvalið er þá
að koma í hádeginu á miðvikudegi í kapellu
vonarinnar og þiggja góða andlega næringu og
fá svo gæðamáltíð í Kirkjulundi. Arnór og sr. Eva
Björk verða með gott pakkatilboð í tónlist og
hugleiðingu.