Víkurfréttir


Víkurfréttir - 12.04.2017, Page 14

Víkurfréttir - 12.04.2017, Page 14
14 miðvikudagur 12. apríl 2017VÍKURFRÉTTIR Úlfatíma lýkur Sunnudagurinn 23. apríl er síðasti sýningardagur sýningarinnar ÚLFA- TÍMI í sýningarsal Listasafns Reykja- nesbæjar í Duus Safnahúsum. Þar eru sýnd verk systranna Söru og Svan- hildar Vilbergsdætra og hefur sýn- ingin hlotið mjög góðar viðtökur. Titill sýningarinnar er sóttur í smiðju sænska kvikmyndaleikstjórans Ing- mar Bergman sem talaði um Úlfa- tímann sem tímann milli nætur og da- grenningar, þegar flestir deyja, svefn- inn sé hvað dýpstur og martraðir sem raunverulegastar. Þá sæki mestur ótti að þeim sem ekki geti sofið og bæði draugar og drýsildjöflar fara mikinn. Þær systur eru þekktar fyrir litskrúðug verk sín sem segja endalausar sögur, bæði þessa heims og annars og nú bregður við nýjum tóni sem ekki hefur sést áður. Sara og Svanhildur mála sem fyrr saman, sömu verkin og á sýningunni Úlfatími má sjá 20 olíu- verk sem flest eru ný og hafa ekki sést áður. Sýningarstjóri er Aðalsteinn Ing- ólfsson. Kringa Viktoría Jarosz og Laufey Arn- berg Óðinsdóttir, nemendur í 4. bekk í Grunnskólanum í Sandgerði, voru meðal þeirra tíu unnu til verðlauna í Teiknisamkeppni MS. Keppnin var haldin í tengslum við Alþjóðlega skólamjólkurdaginn. Rúmlega 1.300 myndir bárust frá 4. bekkingum í 70 skólum alls staðar að á landinu. Tíu myndir voru valdar og höfundum þeirra veittar viðurkenningar fyrir teikningar sínar og til viðbótar var hver mynd verðlaunuð með 40.000 króna peningagjöf frá Mjólkursam- sölunni, sem rennur óskipt í bekkjar- sjóð viðkomandi og getur bekkurinn nýtt þá upphæð í að gera sér glaðan dag saman og efla liðsheild. Í tilkynningu frá Mjólkursamsölunni segir að myndefnið sé frjálst en megi gjarnan tengjast mjólk, hollustu og heilbrigði. Kýr eru alltaf vinsælt myndefni, sem og fernurnar sjálfar og flutningabílarnir. Sandgerðingar sigursælir í Teiknisamkeppni MS Laufey Arnberg Óðinsdóttir og Kringa Viktoría Jarosz með viðurkenningar sínar. Lagardère Travel Retail ehf. sér um rekstur veitingastaða og sælkeraverslunar í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Markmið fyrirtækisins er að bjóða framúrskarandi þjónustu í lifandi og alþjóðlegu starfsumhverfi. Störf í boði • Vaktstjórastöður • Lager • Matreiðsla • Afgreiðsla • Aðstoð í eldhúsi • Aðstoð í sal • Uppvask Við bjóðum upp á framtíðarstörf og sumarstörf, fjölbreyttar vaktir, sveigjanlegan vinnutíma og rútuferðir frá Stór-Reykjavíkursvæðinu. Við hvetjum fólk á öllum aldri til að sækja um inn á www.ltr.is eða senda umsókn á umsokn@ltr.is Leitum að framtakssömu og duglegu starfsfólki til að vinna hjá Lagardére Travel Retail ehf. í spennandi og krefjandi umhverfi en Flugstöð Leifs Eiríkssonar hefur þrisvar sinnum undanfarin ár verið talin besta flugstöð Evrópu í sínum stærðarflokki. AÐALFUNDUR Aðalfundur Verkalýðs- og sjómannafélags Keavíkur og nágrennis verður haldinn í Krossmóa 4, 5. hæð, þriðjudaginn 25. apríl 2017 kl. 20.00. Dagskrá  • Venjuleg aðalfundarstörf. • Breytingar á reglugerð sjúkrasjóðs. • Kosning 18 fulltrúa VSFK á ársfund Festu- lífeyrissjóðs 9. maí nk. • Önnur mál. Kaveitingar verða á fundinum. Félagar ölmennum! Stjórnin Bæjarráð Sveitarfélagsins Garðs hefur samþykkt starfslýsingu og starfsheiti „Frístunda-, menningar-og lýðheilsu- fulltrúa“ sveitarfélagsins. Fyrra starfs- heiti var „Íþrótta- og æskulýðsfull- trúi“, sem Guðbrandur J. Stefánsson hefur haft með höndum undanfarin ár. Sú breyting varð á starfinu um síðustu áramót að verkefni í þágu Knattspyrnufélagsins Víðis færðust frá íþrótta-og æskulýðsfulltrúa til fé- lagsins. Með því skapaðist svigrúm til þess að fela íþrótta-og æskulýðsfull- trúa verkefni á sviði menningarmála, en undanfarin ár hefur enginn starfs- maður sveitarfélagsins haldið sérstak- lega utan um menningarmálin. Skírskotun til lýðheilsu í starfsheitinu á meðal annars við um verkefni á sviði íþrótta, forvarna og æskulýðsmála al- mennt, auk þess sem um er að ræða félags- og tómstundastarf eldra fólks og öryrkja. Það er nýjung að vísa til lýðheilsu í slíku starfsheiti hjá sveitar- félaginu, en þess má geta að um þessar mundir eru sveitarfélög meðal ann- ars að fjalla um og vinna að ýmsum þáttum varðandi lýðheilsu almennt. Guðbrandur verður frístunda-, menningar- og lýðheilsufulltrúi

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.