Víkurfréttir


Víkurfréttir - 12.04.2017, Page 19

Víkurfréttir - 12.04.2017, Page 19
19miðvikudagur 12. apríl 2017 VÍKURFRÉTTIR Steindór sæmdur gullmerki Steindór var á dögunum sæmdur gullmerki Sundsambands Íslands fyrir að vera óþreytandi í starfi sínu og fyrir að vera alltaf tilbúinn að veita hjálparhönd. Í kjölfarið rigndi yfir hann hamingjuóskum enda hefur hann snert líf fjölmargra í kennslu og starfi. Steindór er sveitadrengur beint úr kartöflubænum Þykkvabæ. Þar ólst hann upp á bænum Vatnskoti þar sem foreldrar hans ræktuðu kartöflur og voru með lítinn búskap. Eyþór Sæmundsson eythor@vf.isÍÞRÓTTIR Aldur og félag: 11 ára og æfi með Keflavík. Hvað æfir þú oft í viku? Ég æfi 9 sinnum í viku. Hvaða stöðu spilar þú? Ég spila allar stöður. Hver eru markmið þín í körfubolta? Að komast í meistaraflokk og lands- liðið. Skemmtilegasta æfingin? 1 á 1 og skotæfingar. Leiðilegasta æfingin? Engin æfing leiðinleg. Eftirlætis körfuboltamaður/ kona á Íslandi? Hörður Axel og Emelía Ósk. Eftirlætis körfuboltamaður/ kona í NBA? Stephen Curry. Lið í NBA? Golden State Warriors. ENGIN ÆFING LEIÐINLEG KÖRFUBOLTASNILLINGUR Aldís Nanna Kristjánsdóttir er körfuboltasnillingur vikunnar hjá Víkurf- réttum. Hún æfir af kappi enda ætlar hún sér alla leið í körfunni. Hún styður sitt fólk í Keflavík þar sem Hörður Axel og Emelía Ósk eru eftirlætis leikmenn hennar. Grindvíkingar hafa farið 10 sinnum í lokaúrslit frá því að úrslitakeppnin var tekin upp árið 1984. Íslandsmeistaratitlar Grindvíkinga eru þrír, árin 1996, 2012 og 2013. Grindvíkingar eiga flest silfur eftir úrslitakeppni allra liða, eða sjö talsins. Árin 1994, 1995, 1997, 2000, 2003, 2009, og 2014. Hringbraut 99 - 577 1150 FAGLEG, TRAUST OG PERSÓNULEG ÞJÓNUSTA VIÐ BJÓÐUM MEDISMART RUBY BLÓÐSYKUR- MÆLA, STRIMLA, BLÓÐHNÍFA OG NÁLAR FRÍTT FYRIR ÞÁ SEM ERU MEÐ SKÍRTEINI FRÁ TR. Opnunartími: Virka daga frá kl. 9:00 - 19:00 og laugardaga frá kl. 14:00 - 18:00. MJÖG EINFALDUR Í NOTKUN, STÓR SKJÁR, LÉTTUR OG HANDHÆGUR - „No coding“ þarf ekki að núllstilla - Þarf mjög lítið magn til mælinga, aðeins 0,6µl - Mælir blóðsykur á bilinu 1.1 - 35 mmol/L - Mæling tekur aðeins 5 sek. - Geymir 480 mælingar í minni - Hægt að tengja við tölvu Apótek Suðurnesja leggur metnað í að bjóða viðskiptavinum sínum lyf á lágmarks- verði, þar sem fagmennska, heiðarleiki og nærgætni við viðskiptavini er í fyrirrúmi. Grindvíkingar eru komnir í úrslit Domino’s deildar karla eftir að hafa sent Stjörnumenn í sumarfrí eftir 3-0 sigur í viðureign liðanna. Grind- víkingar fóru síðast í úrslit árið 2014 þar sem þeir töpuðu gegn KR 3-1. Grindvíkingum tókst eftirminnilega að landa Íslandsmeistaratitlinum árin 2012 og 2013. Það voru ekki margir sem reiknuðu með Grindvíkingum í úrslitum í ár og gerðu fæstir ráð fyrir því að þeir færu í gegnum Garðbæ- inga. Þjálfarinn Jóhann Ólafsson er á sínu öðru ári með Grindavíkurliðið en hann hefur með þessu komið sér framarlega í kapphlaupinu um þjálf- ara ársins. Grindvíkingar eru að spila ákaflega vel saman og eru lykilmenn sem aukaleikarar að leggja drjúgt í púkkið. Þeir eru til alls líklegir í úr- slitum sama hverjir andstæðingarnir verða. Fjórði leikur Keflavíkur og KR í und- anúrslitum karla fór fram í gærkvöldi þannig að annað hvort verður odda- leikur í Vesturbænum eða KR fara í úrslit en þeir leiða 2-1 þegar blaðið fór í prentun. Keflvíkingar hafa ekki farið í úrslit síðan árið 2010 þegar þeir töpuðu 2-3 gegn Snæfelli. Komist Keflvíkingar í úrslit núna yrði það í fyrsta skipti síðan 2003 sem tvö Suðurnesjalið mætast í úrslitum. Þá mættust einmitt Grindavík og Kefla- vík þar sem strákarnir úr Bítlabænum sópuðu Grindvíkingum 3-0. Grindvíkingar í úrslit ●● fylgja●Keflvíkingar? Keflavík og Skallagrímur þurfa odda- leik til þess að útkljá einvígi sitt í und- anúrslitum kvenna í körfuboltanum en sigurvegarar mæta meisturum Snæfells í úrslitum. Staðan í einvíginu er 2-2 og ljóst að ekki munar miklu á þessum þó ólíku liðum. Skallagrímskonur höfðu sigur í Fjósinu í síðasta leik 77-68 þar sem Tavelyn Tillman skoraði 36 stig fyrir Skalla- grím og var illviðráðanleg. Hjá Keflavík voru Ariana Moorer og Thelma Dís atkvæðamestar en þær keflvísku áttu í nokkrum vandræðum með sterka vörn Skallagríms lengi framan af en náðu sér á strik í sókninni í lokaleikhlutanum, sem dugði þó ekki til. Oddaleikur fer fram á fimmtudag í Keflavík en þar hafa liðin skipt með sér sigrum hingað til. Oddaleikur í Slátur- húsinu á skírdag

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.