Víkurfréttir - 12.04.2017, Page 20
Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbær
Sími: 421 0000 Póstur: vf@vf.is
Afgreiðslan er opin virka daga kl. 09:00 - 17:00
Auglýsingasími: 421 0001
Mundi
S T Æ R S T A F R É T T A - O G A U G L Ý S I N G A B L A Ð I Ð Á S U Ð U R N E S J U M
facebook.com/vikurfrettirehf twitter.com/vikurfrettir instagram.com/vikurfrettir
Kjartan farinn að moka
inn fasteignagjöldum.
Bláa Lónið og Grindavíkurbær bjóða
upp á menningar- og sögutengda
gönguferð mánudaginn 17. apríl,
annan í páskum.
Gangan hefst kl. 11.00 við bílastæði
Bláa Lónsins og er áætlað að hún taki
um þrjár klukkustundir. Möguleiki
er að fara rúmlega hálfan hring og
fá akstur til baka. Leiðin sem farin
verður er auðveld yfirferðar og hentar
fyrir alla fjölskylduna.
Sigrún Jónsdóttir Franklín verður
leiðsögu maður í göngunni og mun hún
fræða þátt takendur um leiðina með
áherslu á náttúru og sögu svæðisins.
Ekkert þátttökugjald er í gönguna.
Þátttakendur sem hafa hug á að
fara í Bláa Lónið að göngu lokinni er
vinsamlegast bent á að ganga tímanlega
frá bókun á heimasíðu Bláa Lónsins.
Þátttakendur eru á eigin ábyrgð.
GÖNGUFERÐ UM NÁGRENNI
BLÁA LÓNSINS Á ANNAN Í PÁSKUM
Byggingarfélag Gylfa og Gunnars hf. (BYGG)
hefur á undanförnum árum byggt yfir 3.000
glæsilegar íbúðir á almennum markaði.
Fyrirtækið hefur einnig byggt íbúðir fyrir Félag
eldri borgara og húsnæðisnefndir í Reykjavík
og Kópavogi.
Hjá fyrirtækinu starfa nú um 220 manns og er
meðalstarfsaldur hár. Hjá fyrirtækinu er öflugt
starfsmannafélag. Traust atvinna í boði.
Smiðir
Erum að byrja á uppbyggingu Hlíðarsvæði,
Reykjanesbæ. Allt unnið í uppmælingu samkvæmt
mælingaskrifstofu húsasmiða.
Upplýsingar veitir Páll S:693-7316, pallth@bygg.is
Smíðanemar
Leitum að frísku ungu fólki til að læra hjá okkur smíðar.
Upplýsingar veitir Páll S:693-7316, pallth@bygg.is
BYGG býður þér til starfa
www.bygg.is
BYGG byggir á 32 ára reynslu á íslenskum byggingamarkaði.
Ég starfa í ferðamannaiðnaðnum og
hef áður skrifað um þau mál enda hef
ég einnig brennandi áhuga á þessum
bransa. Félagi minn frá Miami dvaldi
hér á landi um síðustu helgi. Þetta var
fyrsta koma hans til Íslands en þær verða
eflaust fleiri, á ég fastlega von á. Ég var
að sjálfsögðu duglegur að sýna honum
áhugaverða staði hér á svæðinu. Við
tókum góðan lunch hjá Erni á Soho,
rúntuðum um Reykjanesið, hentum
okkur í Bláa lónið og þá var kíkt á körfu-
boltaleik (þar sem Grindvíkingar fóru
á kostum). Auðvitað var svo Gullni
hringurinn tekinn á sunnudeginum
með allri þeirri fegurð sem þar leynist.
Sá bandaríski var algjörlega heillaður af
landi og þjóð, sérstaklega fólkinu og þá
sér í lagi hér fyrir sunnan. Hins vegar,
á neikvæðu nótunum, þá tók hann vel
eftir því hversu slitnir og hættulegir
þjóðvegirnir okkar eru orðnir hér á
þessu svæði og okkur brá hreinlega á
ferðalagi okkar. Ég hef ekki farið Gullna
hringinn lengi og ég var eiginlega í smá
áfalli. Við Geysi, sem dæmi, komum við
að röð bíla sem allir voru með sprungin
og skemmd dekk eftir djúpar holur í
veginum og slysahættan á köflum þar
mjög mikil. Tala nú ekki um að mæta
erlendum ferðamanni á einbreiðri brú,
algjörlega galið. Viðhaldi þjóðvegarins
er ábótavant og með þessari gríðarlegu
aukningu ferðamanna og bílaleigubíla
þá er deginum ljósara að átak þarf í
þessum málum. Við getum tekið á móti
öllu þessu fólki en þá verðum við líka að
fjárfesta betur í innviðum samfélagsins
og samgöngurnar verða að vera í lagi,
fyrst og fremst eins öruggar og hægt er.
Tala nú ekki um á þessum stöðum sem
taka á móti gríðarlegum fjölda fólks allt
árið um kring, þar er mikilvægast að
hefjast handa.
Reykjanesbrautin og Grindavíkurvegur-
inn eru svo auðvitað sér kapítular út
af fyrir sig en ástand þessara vega er
hroðalegt eins og við Suðurnesjamenn
þekkjum allt of vel. Nú fer senn að hefjast
enn eitt metsumarið í ferðamannabrans-
anum og það er í raun byrjað þótt daga-
talið segi kannski annað. Öryggi fólks á
þjóðvegunum verður að tryggja. Það er
gjörsamlega fráleitt að viðhald veganna
sem á undanförnum árum hefur verið
skorið niður sé ekki aukið núna í þessu
góðæri sem hér ríkir. Ástandið er hrein-
lega það slæmt. En þetta er í höndum
stjórnmálamannanna og því miður þá er
erfitt að stóla á þá annars ágætu stétt. Þar
tala menn um að það vanti aurinn en á
meðan var peningum dælt í Vaðlaheiða-
göng sem dæmi (einhverja heimskustu
framkvæmd Íslandssögunnar) á meðan
annað og mikilvægara sat á hakanum.
Furðuleg forgangsröðun og það er hægt
að benda á fleiri dæmi. Ferðamenn
flykkjast hér til landsins, ýmsar ástæður
eru fyrir því en ein þeirra er öryggi, fólki
finnst það öruggt hérna. Úti á þjóð-
vegunum er það svo sannarlega ekki á
meðan við leyfum vegakerfinu að grotna
niður og ætla ég rétt að vona að menn
spýti í lófana í þessum efnum. Óska
ykkur öllum gleðilegra páska og farið
varlega hvert sem förinni er heitið.
Forgangsröðun
LOKAORÐ
Örvars Kristjánssonar