Víkurfréttir


Víkurfréttir - 12.01.2017, Blaðsíða 23

Víkurfréttir - 12.01.2017, Blaðsíða 23
23fimmtudagur 12. janúar 2017 VÍKURFRÉTTIR HVAÐ SEGJA ÞAU UM ÁRAMÓTIN? Hvað finnst þér eftir- minnilegast frá Suður- nesjum á árinu 2016? Þegar ég fer yfir árið 2016 í huganum stendur stór- sókn bæjarfélagsins upp úr. Atvinnuleysi er svo gott sem horfið, flug- völlurinn orðinn einn stærsti vinnustaður á landsins, aukin aðsókn ferðamanna að svæðinu og mjög bjartir tímar framundan í atvinnumálum bæjar- félagsins. Hver finnst þér hafa verið mest áberandi Suðurnesjamaðurinn á árinu 2016? Knattspyrnumaðurinn okkar Arnór Ingvi Traustason tók árið 2016 með trompi. Kom sterkur inn í landsliðs- hópinn í byrjun árs og fór eðli máls samkvæmt með liðinu á Evrópumótið í Frakklandi. Þar sýndi hann hvað í honum býr og stóð þar „markið“ klár- lega upp úr. Gagnvart Suðurnesjunum tók Arnór Ingvi það á sig að sameina Keflvíkinga og Njarðvíkinga sem Reykjanesbæinga þegar rifrildin um „rætur“ hans stóðu hvað hæst. Þá var hart að honum vegið að velja á milli sem hann gat að sjálfsögðu ekki með góðu móti gert. Hver fannst þér vera stærstu málin á Suðurnesjum 2016? Stærsta mál ársins þótti mér vera að atvinnu- leysi í bæjarfélaginu fór undir landsmeðaltal . Uppgangurinn í bæjar- félaginu hefur verið mjög góður, fasteignaverð er farið að hækka og ímynd Suðurnesja er farin að bætast töluvert. Aðdrátt- arafl flugvallarins og starfa, tengdum honum, leynir sér ekki og „mast- erplan“ Isavia um þróunaráætlun flug- vallarins felur í sér mikla fjárfestingu og mikinn fjölda starfa sem munu koma af því. Á heildina litið er því kominn góður gangur á hlutina hér á Suðurnesjunum. Hvernig sérðu Suðurnesin á nýju ári? Varðandi nýja árið á Suðurnesjum þá, eins og oft áður, verður besta veðrið í Sunny Kef, Keflavík sigrar 1. deildina, Njarðvík endar í topp 5 í 2. deildinni, aukin fjölbreytni verður í veitinga- rekstri bæjarins og Ásbrúarsvæðið mun taka miklum breytingum. Ég vona að bæjarbúar taki auknum áhuga á Suðurnesjunum fagnandi og að við munum sjá aukna fjárfestingu á svæðinu sem mun setja nýjan svip á bæjarfélagið. Ásgeir Elvar Garðarsson, framkvæmdastjóri Bílaleigunnar Geysis Bjartir tímar framundan Nýr sýningartími kl. 20:00 og 22:00 Suðurnesjafólk ársins 2016 - og hvað er eftirminnilegast frá nýliðnu ári? Suðurnesjamagasín • fimmtudagskvöld kl. 20:00 • Hringbraut og vf.is Suðurnesjamagasín Sjónvarps Víkurfréa hefur fengið nýjan sýningartíma á fimmtudagskvöldum á Hringbraut. Framvegis er þáurinn sýndur kl. 20:00 og endursýndur kl. 22:00. Þá er þáurinn sýndur föstudaga kl. 12, 14, 16 og 18. Á laugardögum er þáurinn kl. 14 og 22. Sunnudaga er Suðurnesjamagasín kl. 08 og 18. Ný á vf.is - veftímarit á umollun.vf.is í Suðurnesjamagasíni vikunnar S TA R F S S T Ö Ð : K E F L AV Í K U R F L U G V Ö L L U R U M S Ó K N I R : I S AV I A . I S/AT V I N N A U M S Ó K N A R F R E S T U R : 2 9 . J A N Ú A R 2 0 1 7 V I L T Þ Ú V E R Ð A H L U T I A F G Ó Ð U F E R Ð A L A G I ? Hjá Isavia starfar öflugur hópur fólks sem allt hefur það að markmiði að vera hluti af góðu ferðalagi þeirra sem fara um flugvelli félagsins og íslenska flugstjórnarsvæðið. Nú vantar okkur fleiri til að vera hluti af góðu ferðalagi með okkur. V A K T S T J Ó R I B Í L A S T Æ Ð A Þ J Ó N U S T U Helstu verkefni eru umsjón með vöktum starfsmanna, innheimta og uppgjör vakta, ábyrgð og umsjón með farangurskerrum í og við flugstöðina, almenn þjónusta og aðstoð við viðskiptavini. Um er að ræða vaktavinnu. Hæfniskröfur: • Stúdentspróf eða sambærileg menntun • Reynsla af stjórnun æskileg • 20 ára aldurstakmark • Gott vald á íslenskri og enskri tungu, bæði í rituðu og mæltu máli • Framúrskarandi þjónustulund og góð samskiptahæfni Upplýsingar um starfið veitir Gunnar Ingi Hafsteinsson, þjónustustjóri bílastæðaþjónustu, gunnar.hafsteinsson@isavia.is. Isavia hlaut gullmerki PwC fyrir launajafnrétti í jafnlaunaúttekt PwC 2015 og 2016. Við erum stolt af þeirri niðurstöðu og er hún í takt við jafnréttisáætlun félagsins sem hefur það að markmiði að nýta hæfni, krafta og kunnáttu starfsmanna til fulls án þess að kynbundin mismunun eigi sér stað. Dagný starfar hjá farþegaþjónustu á Keflavíkurflugvelli. Hún er hluti af góðu ferðalagi.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.