Víkurfréttir


Víkurfréttir - 12.01.2017, Blaðsíða 20

Víkurfréttir - 12.01.2017, Blaðsíða 20
20 fimmtudagur 12. janúar 2017VÍKURFRÉTTIR LAGNAÞJÓNUSTA SUÐURNESJA ÓSKAR EFTIR STARFSMÖNNUM Vegna góðrar verkefnastöðu þurfum við að bæta í hóp flottra starfsmanna okkar.  Við leitum af öflugum einstaklingum sem treysta sér til að gera það sem þarf til þess að ná árangri í krefjandi umhverfi.  Lagnaþjónusta Suðurnesja er stærsta pípulagningarfyrirtækið á Suðurnesjum með starfstöðvar bæði í Grindavík og Reykjanesbæ. Samhennt fyrirtæki sem tileinkar sér stundvísi,samviskusemi og fagleg vinnubrögð. ALMENN PÍPULAGNINGARVINNA Við leitum að einstakling vönum pípulögnum, meistara, sveini eða verkamanni vönum byggingar- vinnu. Þurfa að vera sjálfstæðir, þjónustuliprir og vera tilbúnir að tileinka sér nýjungar. NEMAR Hefur þú áhuga á því að læra pípulagnir? Við erum að leita af einstaklingum sem hafa áhuga á því að læra pípulagnir og komast á samning. Umsóknir skal senda á lagnaths@simnet.is Við leitum að rafvirkja eða rafeindavirkja Starfssvið tæknimanns á vöktum Í starfinu felst daglegur rekstur á vélbúnaði Fjarskiptastöðvarinnar ásamt bilanagreiningu og útskiptingu bilaðra íhluta. Einnig mun viðkomandi sinna fyrirbyggjandi viðhaldi á búnaði og sjá um almenna umhirðu búnaðar og mælitækja. Unnið er á tvískiptum vöktum og mun viðkomandi ýmist starfa á dag- eða næturvöktum. Menntunar- og hæfniskröfur • Sveinspróf í rafeindavirkjun eða rafvirkjun • Víðtæk starfsreynsla • Rík þjónustulund og go… viðmót Tekið er á móti umsóknum á www.advania.is/atvinna. Það verður ráðið í þessa stöðu þegar ré…ur einstaklingur finnst. Það er því ekki um eiginlegan umsóknarfrest að ræða heldur eru umsækjendur kallaðir inn eˆir því sem við á. Nánari upplýsingar veitir Einar Jón Pálsson, einar.jon.palsson@advania.is / 420 7255, eða Sigrún Ósk Jakobsdó…ir, radningar@advania.is / 440 9000. Advania óskar eir að ráða rafvirkja eða rafeindavirkja í stöður tæknimanns og viðhaldsstjóra við Fjarskiptastöðina í Grindavík. Starfssvið viðhaldsstjóra Starf viðhaldsstjóra er að stærstum hluta innt af hendi á hefðbundnum dagvinnutíma en reikna má með vöktum að hluta við afleysingar. Starfsmaður hefur umsjón með viðhaldi fasteigna og búnaðar í Fjarskiptastöðinni auk þess að leysa tilfallandi af tæknimenn á vöktum. Tæknimönnum á vöktum er séð fyrir vaktabíl fyrir akstur í vinnu hvort heldur er af Suðurnesjum eða höfuðborgarsvæðinu. • Góð enskukunná…a, í ræðu og riti • Hreint sakavo…orð Í síðustu viku var birt myndband á vef Stundarinnar þar sem sjá mátti að kísilryk barst frá verksmiðju United Silicon. Fulltrúar Umhverfisstofnunar hafa verið í sambandi við forsvars- menn United Silicon eftir að mynd- bandið var birt á vef Stundarinnar. Að sögn Sigríðar Kristjánsdóttur, teymis- stjóra eftirlitsteymis stofnunarinnar er kísilryk ekki eiturefni og ekki skil- greint sem hættulegt efni. „Þetta er samt sem áður ekki framkvæmd sem er eðlileg eða heimil samkvæmt starfs- leyfi því að allur reykur skal leiddur í gegnum hreinsivirki,“ segir Sigríður. Atvikið er til skoðunar hjá stofnun- inni og að sögn Sigríðar verður því fylgt eftir. Fulltrúar Umhverfisstofn- unar fylgjast með fyrirtækinu og kalla reglulega eftir upplýsingum. „Við munum fylgja úrbótaáætlun eftir og eins erum við að vinna að því að fá betri upplýsingar um myndböndin sem voru birt hjá Stundinni. Við munum halda eftirlitinu áfram og ekki slaka á því.“ Á vef Umhverfisstofnunar kemur fram að gangsetning verksmiðjunnar hafi ekki gengið sem skyldi. Fjölmargar kvartanir um lyktar- og reykmengun hafa borist auk þess sem að minnsta kosti einn einstaklingur hefur leitað til læknis vegna áhrifa á öndunarfæri. Skýringar á þeim reyk sem sést hefur má rekja til þess að verið var að finna réttar stýringar á afsogi frá ofnum og reykhreinsibúnaði. „Lyktin stafar fyrst og fremst af ófullkomnum bruna á lífrænum efnum (timburflís) þar sem ofninn var ekki komin á það stig að vera kominn í jafnvægi og ná því hita- stigi þar sem von er á að lyktin eyðist. Við viðarbruna myndast ýmis efni sem geta valdið umræddri lykt og geta þessi efni í litlum styrk valdið ertingu í öndunarvegi og augum. Útflæði kísilryks ekki í samræmi við starfsleyfi Fjölmargar kvartanir hafa borist til Umhverfisstofnunar vegna lyktar- og reyk- mengunar frá verksmiðju United Silicon í Helguvík.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.