Víkurfréttir


Víkurfréttir - 04.01.2018, Síða 28

Víkurfréttir - 04.01.2018, Síða 28
28 ÍÞRÓTTIR Á SUÐURNESJUM f immtudagur 4. janúar 2018 // 1. tbl. // 39. árg. SUNDGARPUR ÁRSINS Már Gunnarsson stórbætti Ís- landsmet í flokki S12 í báðum baksundsgreinum og vann til silfurverðlauna í 50 metra bak- sundi á Norðurlandameistara- móti fatlaðra í ár. Már stefnir á Ólympíuleika fatlaðra, eða Para- lympics, sem fram fara í Tókýó árið 2020. ÓVISSA ÁRSINS Kvennalið Grindavíkur í körfu skipti ört um þjálfara á árinu og mikil óvissa ríkti vegna þess nánast allt árið. Spilandi þjálfari liðsins, Angela Rodriguez, kom seint inn í deildina í haust og hætti Embla Kristínardóttir í Grindavík vegna ósættis við hana. ÍÞRÓTTAANNÁLL2017 Íþróttalífið á Suðurnesjum hefur svo sannar- lega blómstrað í ár og hafa fjölmargir Ís- lands- og bikarmeistaratitlar unnist, bæði hjá einstaklingum og liðum. Norðurlanda- og heimsmeistaratitlar hafa einnig litið dagsins ljós og það sem stendur upp úr þegar farið er yfir íþróttaárið er hversu margt ungt fólk er áberandi í íþróttalífinu á Suðurnesjum. Hér verður stiklað á stóru í  íþróttalífinu á árinu sem leið. Rannveig Jónína Guðmundsdóttir rannveig@vf.is SAMANTEKT UNGSTYRNI ÁRSINS Þrettán stelpur af Suðurnesjum léku með U15 ára landsliðinu í körfu í sumar en í átján manna liði kvennaliðsins voru þrettán stelpur af Suðurnesjum. Fimm þeirra koma úr Grindavík, sjö úr Keflavík og ein úr Njarðvík. BOXARI ÁRSINS MARGRÉT GUÐRÚN SVAVARSDÓTTIR var valin hnefaleikakona ársins hjá Hnefaleikasambandi Íslands. Margrét er aðeins 19 ára gömul og hefur unnið allar innlendar viðureignir sínar og er núverandi Íslandsmeistari í -75 kg flokki kvenna. EINVÍGI ÁRSINS GRINDAVÍK og KR kepptust sín á milli um það hvort liðið myndi hampa Íslandsmeistaratitlinum í körfubolta. KR fór með sigur af hólmi í fimmta leik liðanna en lið Grindavíkur var ólíkt sjálfu sér í úrslitaleik liðanna sem fram fór í Vesturbænum. ÁFALL ÁRSINS Emelía Ósk Gunnarsdóttir, leik- maður Keflavíkur og íslenska lands- liðsins í körfubolta, sleit krossbönd og leikur ekki meira með liðinu á tímabilinu. Emelía var einn besti leikmaður Keflavíkur og er ein af bestu leikmönnum landsins. UPPFÆRSLA ÁRSINS KARLALIÐ NJARÐVÍKUR og KEFLAVÍKUR komust upp um deild í knattspyrnunni. Keflavík hafnaði í öðru sæti í Inkasso-deildinni og leikur í efstu deild (Pepsi- deildinni) í sumar og Njarðvíkingar urðu efstir í 2. deildinni og leika því í Inkasso-deildinni. ÞRÓTTUR VOGUM tryggðu sér einnig sæti í 2. deildinni í fyrsta sinn. Glæsilegur árangur hjá liðunum. VONBRIGÐI ÁRSINS KVENNALIÐ NJARÐVÍKUR í körfubolta hefur ekki enn sigrað leik í deildinni en er þó komið í undanúrslit í Laugardalshöllinni í Malt- bikarnum. Liðið hefur ekki náð að stíga upp í deildinni í vetur. LEIKMAÐUR ÁRSINS Andri Rúnar Bjarnason, leikmaður Grindavíkur í knattspyrnu, fór á kostum í Pepsi-deildinni í knattspyrnu í sumar og jafnaði meðal annars markametið í efstu deild en hann skoraði 19 mörk. Andri var einnig valinn besti leikmaður deildarinnar og Grindavíkur að tímabili loknu. TAEKWONDO-MAÐUR ÁRSINS KRISTMUNDUR GÍSLASON er með sterkari keppendum landsins í taekwondo og hefur mikla reynslu af erlendum mótum, en hann sigraði alla bardaga sína innanlands. Hann skrifaði meðal annars undir afrekssamning við taekwondo-deild Keflavíkur á árinu. KRAFTLYFTINGAKONA ÁRSINS KATLA BJÖRK KETILSDÓTTIR tvíbætti Norðurlandametið í snörun í -58 kg flokki á jólamóti Lyftingasambands Íslands. Katla, sem er aðeins sextán ára gömul, hefur verið að gera það gott i lyftingum á árinu og hefur meðal annars sett Íslandsmet og Norðurlandamet. ERLENDI LEIKMAÐUR ÁRSINS Á SUÐURNESJUM Hin sextán ára gamla MARTYNA KRYSZEWSKA var kjörin blakkona ársins, en hún hefur góðan grunn frá Póllandi og þykir skara fram úr í blakinu. Blakið hefur verið í miklum uppgangi í Reykjanesbæ undanfarið og er framtíðin björt.

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.