Víkurfréttir


Víkurfréttir - 22.02.2018, Blaðsíða 14

Víkurfréttir - 22.02.2018, Blaðsíða 14
14 VIÐSKIPTI Á SUÐURNESJUM f immtudagur 22. febrúar 2018 // 8. tbl. // 39. árg. Aðalfundur Verkstjóra- og stjórnendafélags Suðurnesja, verður haldinn, þriðjudaginn 6. mars 2018, kl. 19:00, að Hafnargötu 15, í Reykjanesbæ Fundarefni: 1. Venjuleg aðalfundarstörf 2. Lagabreytingar 3. Kosning í stjórn og nefndir 4. Önnur mál Kaffiveitingar verða á fundinum. Bláa lónið er að opna nýtt hótel, veitingastað og heilsulind sem saman mynda Blue Lagoon Retreat og stefnt er að opni í apríl. Frá veitingastaðnum, sem verður hæsti hluti mannvirkja Bláa lónsins, hafa gestir gott útsýni yfir fjallið Þorbjörn, Illahraun og fleiri perlur Reykjaness. Basalt arkitektar ásamt ítalska fyrirtækinu Design Group Italia (DGI) sjá um að hanna veit- ingastaðinn. Yfirmatreiðslumeistarar veitinga- staðarins, Moss Restaurant, verða Ingi Þórarinn Friðriksson og Helga Vigfúsdóttir og hafa þau viðað að sér reynslu víðs vegar að úr heiminum. Hráefnið sem þau bjóða upp á verður fyrsta flokks, alls staðar að af landinu. Einnig verður hægt að fá sæti við svo- kallað „Chef ’s Table“ þar sem kokkur eldar matinn fyrir framan gesti úr íslensku gæðahráefni. Þá verður Moss Restaurant búinn vínkjallara sem verður undir yfirborði jarðar og á sér engan líkan í heiminum. HERBERGI UMKRINGD JARÐHITA VATNI LÓNSINS Nýjar svítur hótelsins í Bláa lóninu eru hugsaðar til þess að gestir geti sótt þangað í leit að hugarró, herbergin eru umkringd jarðhitavatni Lónsins og svalir veita ógleymanlegt útsýni út á hraunið. Hvert herbergi býður upp á nýja upplifun og innifalið í gistingunni er fullur aðgangur af heilsulindinni ásamt annari þjónustu sem boðið er upp á í Lóninu. NÝ UPPLIFUN Í HEILSULIND BLÁA LÓNSINS Ný heilsulind verður hluti nýja hótels Bláa lónsins en við hönnun hennar var horft til samspils íslenskrar náttúru, átta hundruð ára gamals hrauns og orku Bláa lónsins. Í heilsulindinni munu gestir verða fyrir nýrri upplifun þar sem rýmið verður opið og umlukið vatni úr Lóninu. Gestir verða meðal annars neðanjarðar, umvafðir hrauni þar sem þeir geta slakað á í ró og næði. Boðið verður upp á þurrgufu, gufu, nudd, arineld og glæsilegt útsýni frá svölum, auk þess að gestir geta baðað sig upp úr Lóninu. Boðið verður upp á fyrsta flokks þjónustu í heilsulindinni þar sem að gestir upplifa fjársjóði jarðvarm- ans frá svæðinu ásamt kíslinum og þörungum þess. „Orka náttúrunnar, sem er keyrð áfram af vísindum, gefur upplifuninni á líkama og sál nýtt sjónarhorn, veitir ró og endur- nýjar.“ Þetta kemur fram á heimasíðu heilsulindarinnar. Nánar á retreat.bluelagoon.com FYRSTA FIMM STJÖRNU HÓTEL LANDSINS Glæsilegt athvarf með stórbrotnu útsýni Skattafróðleikur KPMG í Reykjanesbæ Ýmsar breytingar hafa orðið á skattalögum á síðastliðnu ári og á fróðleiksfundum KPMG verður farið yfir helstu breytingar og það sem er efst á baugi í skattamálum hér á landi. Ný ríkisstjórn hefur boðað ýmsar breytingar og verður meðal annars fjallað um þær. Fundurinn fer fram þann 23. febrúar nk. að Krossmóa 4, 5. hæð. Málefni tengd ferðaþjónustu verða til umfjöllunar en þau hafa verið mikið í umræðunni og ekki síst þær áskoranir sem eru uppi tengd afkomu fyrirtækja í ferðaþjónustu. Einnig verður fjallað um áherslur skattayfirvalda í eftirliti, þau málefni sem hafa verið til skoðunar og hvað er helst að fara úrskeiðis þegar kemur að skattamálum fyrirtækja. Á fundinum verður meðal annars velt fyrir sér hvernig skattaeftirlit hefur verið að breytast í löndunum í kringum okkur og spáð í hvaða áhrif tækniþróunar verða á skatta- eftirliti til framtíðar. Ný löggjöf samfara nýrri tækni er að gjörbylta skattaeftirliti og skattaálagningu. Þátttaka er án endurgjalds og veitir einingar hjá FLE. Skattabækling KPMG verður dreift frítt en hann er að- gengilegt hjálpargagn þegar kemur að upplýsingum um skatta og skyldur einstaklinga og fyrirtækja.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.