Land & synir - 01.11.1999, Side 2
LAND OG SYNIR
Nr. 21 - 3. tbl. 5. árg. 1999 Útgefandi: Félag kvikmyndagerðarmanna í samvinnu við
Kvikmyndasjóð íslands. Ritstjóri og ábyrgðarmadur: Björn Brynjúlfur Björnsson.
Blaðamaður: Skarphéðinn Guðmundsson. Ritnefnd: Anna Th. Rögnvaldsdóttir, Ásgrímur
Sverrisson, Böðvar Bjarki Pétursson, Hákon Már Oddsson, Ólafur H. Torfason, Þorfinnur
Ómarsson. Uppsetning: Erling Ingi Sævarsson. Prentun: Viðey. Land & synir kemur út
annan hvern mánuð. Tölvupóstur: bjorn@hugsjon.is.
Hún Edda okkar
EDDAN, fyrsta íslenska
kvikmynda- og sjónvarpshátíöin
var nýlega haldin í Borgarleik-
húsinu . Hátíðin er sniðin eftir
ýmsum sambærilegum hátíðum
austan hafs og vestan eins og
Cannes, Berlín, Felix og Óskari.
Ekki var annað að sjá en að
hún Edda okkar sómdi sér vel í
þessum hópi þótt ung sé og
ómótuð. Raunar held ég að
hátíðin hafi farið fram úr björtum
vonum þeirra sem trú höfðu á
fyrirtækinu og heppnast miklu
betur en hinir svartsýnu höfðu
spáð. Þeir svartsýnu áttu von á
að alltyrði þetta heldur kauðskt
og hallærislegt en eftir hátíðina
hafa þær raddir þagnað.
Eddan var send út í beinni
útsendingu á Stöð 2 í ólæstri
dagskrá og auðheyrt er að fólkið
í landinu hefur fylgst með Eddu
af áhuga og haft gaman af.
Dagskráin var góð blanda af
gamni og glensi en hafði samt
yfir sér blæ alvöru og virðingar. í
sjónvarpsútsendingunni virtist
sem salurinn væri hálftómuren
sú var ekki raunin heldur
forðaðist fólk að sitja beintfyrir
framan vélarnar. Aðsóknin var
raunar mjög góð og ekki mun á
löngu líða áður en færri komast
á Edduna en vilja.
Kvikmynda- og sjónvarps-
iðnaður heimsins hefur yfir sér
ákveðin blæ frægðar og frama
sem hátíðir eins og Edda spila á.
Séð og heyrtslóupp'+aforsíðu:
"Sjáið stjörnurnar okkar skína".
Leiðari blaðsins fjallaði um ágæti
Eddunnar enda fékk blaðið þar á
einu bretti sex síður af sínu
uppáhaldsefni.
En glansinn er ekki markmið
heldur leið að því markmiði að
beina athygli almennings að þvt
sem best er unnið í kvikmynda-
og sjónvarpsiðnaði á íslandi og
halda þeim afurðum á lofti á
markaðstorgi dagsins. Þetta
virðist og hafa tekist ef marka
má td. aðsókn á Ungfrúna góðu
sem tók góðan kipp eftir að
myndin sópaði til sín Eddunum.
Á hátíðinni kom bæði
sjónvarps- og kvikmynda-
iðnaðurinn fram undir einum
hatti og vafalaust er það báðum
aðilum til góðs. Raunar má
segja að lítið vit sé í öðru í ekki
stærra landi. Kvikmyndir hafa
yfir sér nokkurn ævintýrablæ en
hins vegar ná fæstar þeirra því
áhorfi á íslandi sem sæmilegur
sjónvarpsþáttur nær í hverri
viku. Almenningur þekkir því
betur til sjónvarpsefnis en
kvikmynda.
Það er raunar mikilvæg
forsenda hátíðarinnar að
almenningur fái að taka þátt í að
útdeila Eddunum. Að þessu
sinni greiddu á annað þúsund
manns atkvæði á netinu sem
sýnir vel áhugann. Atkvæði
almennings vógu 30% á móti
70% vægi atkvæða fagfólksins. í
framtíðinni mætti hugsa sér að
hnika þvítil eða hafa sérstök
verðlaun sem almenningur fengi
einn að velja.
Þetta atriði og raunar
fjölmörg önnur verða skoðuð
fyrir næstu hátíð með það fyrir
augum að gera hana Eddu okkar
enn betri og
skemmtilegri
eftir því sem árin
færastyfir hana.
FÉLAG KVIKMYNDAGERÐARMANNA
STJÓRN: Formaður: Björn Br. Björnsson. Varaformaður: Jón Karl Helgason. Gjaldkeri:
Katrín Ingvadóttir. Ritari: Kristín Atladóttir. Meðstjórnandi: Hjálmtýr Heiðdal. Varamaður:
Kristín María Ingimarsdóttir. FORMENN GILDA: Framkvæmda- og framleiðslugildi: Jóna
Finnsdóttir. Handritshöfundagildi: Friðrik Erlingsson. Hljóðgildi: Þorbjörn Erlingsson.
Hreyfimyndagildi: Kristín María Ingimarsdóttir. Klipparagildi: Sigurður Snæberg Jónsson.
Kvikmyndastjóragildi: Hjálmtýr Heiðdal. Leikmyndagildi: Geir Óttarr Geirsson.
FULLTRÚAR FK: í stjórn Bandalags íslenskra listamanna: Björn Br. Björnsson. í stjórn
Kvikmyndasjóðs: Jóna Finnsdóttir. í stjórn MEDIA upplýsingaskrifstofunnar á íslandi:
Ásthildur Kjartansdóttir. í fulltrúaráði Listahátíðar: Björn Br. Björnsson, Katrín Ingvadóttir.
í Kvikmyndaskoðun og ISETU/FISTAV: Sigurður Snæberg Jónsson. í stjórn Kvikmyndahá-
tíðar í Reykjavík: Böðvar Bjarki Pétursson. í stjórn íslensku kvikmynda- og sjónvarps-
akademíunnar: Björn Br. Björnsson, Jón Karl Helgason.
EDDUVERÐLAUNIN
--------- 1999 ---------
Hinn 15. nóvember voru Edduverðlaunin aflient með pomp og
prakt í Borgarleikhúsinu. Eftirtaldir aðilar hlutu
Edduna að þessu sinni:
BÍÓMYND ÁRSINS:
Ungfrúin góða og húsið
Framleiðendur: Halldór Þorgeirsson,
Snorri Þórisson, Erie Crone, Crister Nilson
Leikstjóri: Guðný Halldórsdóttir
Handrit: Guðný Halldórsdóttir
LEIKIÐ SJÓNVARPSEFNI ÁRSINS:
Fóstbræður
Framleiðandi: Óskar Jónasson fyrir Stöð 2
Leikstjórn: Óskar Jónasson
Handrit: Sigurjón Kjartansson, Jón Gnarr,
Helga Braga Jónsdóttir, Þorsteinn Guðmundsson
HEIMILDARMYND ÁRSINS:
Sönn íslensk sakamál
Stjóm: Björn Brynjúlfur Bjömsson
Handrit: Sigursteinn Másson
Framleiðendur: Björn Brynjúlfur Björnsson
og Viðar Garðarsson fyrir Hugsjón
SJÓNVARPSÞÁTTUR ÁRSINS:
Stutt í spunann
Dagskrárgerð: Jón Egill Bergþórsson fjuir RÚV-sjónvarp
Umsjón: Eva María Jónsdóttir og Hjálmar Hjálmarsson
LEIKKONA ÁRSINS:
Tinna Gunnlaugsdóttir fyrir “Ungfrúna góðu og húsið”
LEIKARI ÁRSINS:
Ingvar E. Sigurðsson fyrir “Slurpinn og co”
LEIKSTJÓRI ÁRSINS:
Guðný Halldórsdóttir fyrir “Ungfrúna góðu og húsið”
FAGVERÐLAUN ÁRSINS:
Ragna Fossberg fyrir förðun í “Dómsdegi” og
“Ungfrúnni góðu og húsinu”
Hilmar Örn Hilmarsson fyrir tónlist
í “Ungfrúnni góðu og húsinu”
Þórunn María Jónsdóttir fyrir búninga í “Dansinum”
SÉRSTÖK HEIÐURSVERÐLAUN:
Indriði G. Þorsteinsson rithöfundur og
kvikmyndaframleiðandi.
Framlag íslands til Óskarsverðlauna var valið "Ungfrúin góða og húsið"
Framleiðendur: Halldór Þorgeirsson, Snorri Þórisson, Eric Crone, Crister Nilson
Leikstjóri: Guðný Halldórsdóttir Handrit: Guðný Halldórsdóttir
2 lamú&synir