Land & synir - 01.11.1999, Síða 3
Konsúlentakerfi - hvað er það?
Staðan á öðrum Norðurlöndum
UMRÆÐA um úthlutunarkerfí hefur
löngum verið mjög takmörkuð hér á
landi. Þetta er athyglisvert af ýmsum
ástæðum; bæði vegna þess að víða
erlendis eru slík mál í stöðugri um-
ræðu og endurskoðun, og ekki síst í
ljósi þess að margir fínna núverandi
úthlutunarkerfi ýmislegt til foráttu.
Raunar eru afar fáir sem verja nú-
verandi kerfí, þó að vissulega telji
ýmsir það skárstu lausnina sem í boði
er.
Lög um Kvikmyndasjóð Islands hafa
verið óbreytt í 15 ár, eða frá 1984.
Frá þeim tíma hefur allt umhverfí í
fjármögnun íslenskra kvikmynda tek-
ið gífurlegum breytingum. Ýmsir al-
þjóðlegir sjóðir, s.s. Norræni sjóður-
inn og Eurimages, hafa nú starfað í
um áratug, og vel flestir kvikmynda-
sjóðir í Evrópu hafa tekið ýmsum
breytingum í takt við tímann.
Kvikmyndastofnanir Norðurlandanna
hafa allar verið í einhverri þróun á síð-
ustu árum, sumar reyndar breyst mjög
mikið. Þegar grannt er skoðað hefur
Kvikmyndasjóður Islands reyndar þróast
gífurlega líka, þrátt fyrir að sömu lög séu
um stofnunina og fyrr og því ákveðnar
hömlur á breytingum.
Danmörk
Danska Kvikmyndastofnunin tók veru-
legum breytingum fyrir tæpum tveimur
árum, þegar ný lög voru sett um kvik-
myndamál og stofnunin stokkuð upp með
duglegum hætti. Kvikmyndastofnunin
var stækkuð verulega með sameiningu
ýmissa stofnana sem fyrir voru og heild-
arfjármagn til kvikmyndagerðar var aukið.
Henning Camre er framkvæmdastjóri
stofnunarinnar, sem síðan skiptist í þrjú
svið: framleiðslusvið, markaðs- og dreif-
ingarsvið, og kvikmyndasafn/cinematek.
Thomas Stenderup er deildarstjóri
framleiðslusviðs. í því felst allt í senn
þróun verkefna, framleiðsla á bíómynd-
um, stuttmyndum, heimildarmyndum, os-
frv. Deildin hefur til umráða 220 milljónir
DKK, eða um 2,3 milljarða íslenskra
króna. Konsúlentar hafa til umráða
megnið af þessari fjárhæð og eru konsú-
lentar á nokkrum sviðum, þ.e. almennum
bíómyndum, barnamyndum, stuttmynd-
um og heimildarmyndum.
Því til viðbótar hefur Thomas sjálfur
ákveðna fjárhæð til ráðstöfunar og enn-
fremur getur Hanning Camre sett verk-
efni af stað án þess að konsúlentar komi
þar við sögu. Þetta þykja mjög effektíf
vinnubrögð í Danmörku. Það hefur auð-
vitað ákveðna kosti að þeir sém koma
fram fyrir hönd stofnunarinnar - og eru
þar með ábyrgir fyrir stefnu hennar út á
við - geti komið beint að ákvörðanatök-
unni, enda þótt konsúlentarnir hafi sem
áður segir mest um það að segja. Að
mörgu leyti er staða þeirra Camre og
Stenderup á svipuðu sviði og fram-
kvæmdastjóra Kvikmyndasjóðs, þó að
valdsviðið sé að einhverju leyti ólíkt.
Finnland
Finnar hafa búið við nokkuð óbreytt
kerfi á undanförnum árum. Finnska
kvikmyndastofnunin hefur þó haft úr
auknu fjármagni að spila uppá síðkastið.
Finnland eitt Norðurlandanna starfræk-
ir sjálfstætt kvikmyndasafn, án nokk-
urra fjárhags-
legra tengsla við
kvikmynda-
stofnunina.
Safnið er raunar
afar stórt og öfl-
ugt, með um 50
starfsmenn sem
safna og skrá
nánast allt sem hugsanlega tengist kvik-
myndum, en það er önnur saga.
Jouni Mykkánen er framkvæmda-
stjóri Finnsku kvikmyndastofnunarinn-
ar, en yfirmaður framleiðsludeildar er
Erkki Astala. Ólíkt skandinavísku lönd-
unum, er ekki beinlínis konsúlentakerfi í
Finnlandi, heldur hefur Erkki nánast
óskorðuð völd yfir því hvaða verkefni
hljóta brautargengi. Hann hefur að vísu
einhverja lesara með sér, en ber einn og
óstuddur ábyrgð á styrkveitingum, sem
hann þarf þó að fá samþykktar hjá fram-
kvæmdastjóra og síðan í stjórn. Þetta er
ekki ósvipað vinnulagi í Norræna sjóðn-
um, þar sem framkvæmdastjórinn ræður
einn ferðinni, en ræður sér lesara eftir
þörfum. í sjálfu sér væri þetta fram-
kvæmanlegt hér á land, svo fremi sem
viðkomandi hlyti almennt traust í okkar
smáa kvikmyndaheimi.
Reyndar er umfangsmesta deildin fram-
leiðslu- og alþjóðadeild, sem líkist allri
starfsemi Kvikmyndasjóðs Islands ef
Kvikmyndasafnið er undanskilið. Yfir-
maður deildarinnar er Jan Erik Holst og
hefur hann talsvert um úthlutanir að
segja, enda þótt á vegum hans starfi
konsúlentar, reyndar aðeins einn á sviði
leikinna kvikmynda og annar á sviði
stuttmynda og heimildarmynda.
Norðmenn höfðu til lengri tíma úthlut-
unarnefnd, með svipuðu sniði og hér á
landi, en allan þennan áratug hafa konsú-
lentar ráðið ferðinni. Ráðnir hafa verið
menn með reynslu í kvikmyndafram-
leiðslu og hefur ekki verið deilt á hugs-
anlega hlutrægni þeirra, jafnvel þótt
norski kvik-
myndaheimurinn
sé ekki stór í snið-
um.
A þessu ári
hafa Norðmenn
lent í miklum
þrengingum
vegna svokallaðra
eftir-á-styrkja. Þeir greiðast í réttu hlut-
falli við aðsókn, þannig að framleiðandi
vinsællar kvikmyndar hlýtur ekki aðeins
fjármuni úr bíódreifingunni, heldur umb-
unar ríkið honum til viðbótar með ákveð-
inni fjárhæð fyrir hvern seldan bíómiða.
Þetta kann að hljóma undarlega í fyrstu,
en er gert til að hvetja framleiðendur til
að gera kvikmyndir fyrir áhorfendur og
markaðssetja þær með árangursríkum
hætti (í stað þess að gera mynd á 100%
styrkjum og vera alveg saman hvort
nokkur komi að sjá myndina).
Norðmenn lentu semsé í þeirri óþægi-
legu stöðu, að gera of vinsælar kvik-
myndir á síðasta ári! Fyrir vikið lækk-
uðu styrkir til nýrra kvikmynda á þessu
ári um 20%. A hinn bóginn hefur þetta fé
vissulega farið til framleiðenda, sem
ættu þá að vera í góðri aðstöðu til að
halda áfram starfsemi af fullum krafti.
Noregur
Uppbygging Norsku kvikmyndastofnun-
arinnar er ekki ósvipuð þeirri dönsku,
þ.e. skipting í þrjár megin deildir.
Svíþjóð
Þær óvæntu fréttir bárust frá Svíþjóð á
dögunum, að Áse Kleveland hefði verið
ráðin
FRAMHALD Á NÆSTU SÍÐU
Land og synir fjalla um það sem stundum
er kallað konsúlantakerfi.
Þar sjá konsúlantar (sjóðsstjórar) um
úthlutanir fjár úr kvikmyndasjóðum
í stað úthlutunarnefnda.
Land&symr 3