Land & synir - 01.11.1999, Síða 5

Land & synir - 01.11.1999, Síða 5
Er úthlutunarnefnda- kerfið alveg ódrepandi? Þættir úr sögu kerfis sem hvergi hefur varðveist nema á Islandi Eitthvað fyrir okkur? Hvort íslendingar telji rétt að læra af reynslu annarra Norðurlanda við upp- byggingu kvikmyndamála verður að koma í ljós. Alltént er ekki hægt að skella skollaeyrum við reynslu þessara granna okkar, sem - þrátt fyrir allt - eiga mjög margt sameiginlegt með okkur á þessu sviði. Þeir sem gagnrýnt hafa svokallað konsúlentakerfi hafa oft fallið í þá gryfju að einblína á hugsanlega galla kerfísins, en loka augunum fyrir kostunum (raunar falla gagnrýnendur nefndakerfisins líka í svipaða gryfju, sem er engu skárra). Stundum er bent á það að konsúlentar seilist eftir hættulega miklum völdum og vilji ráðskast um of með framleiðsluna. Reynist þetta rétt, við nána skoðun, þyrfti auðvitað að byggja kerfið betur upp og sjá til þess að slíkt gerist ekki. Það ætti í sjálfu sér ekki að vera vanda- mál, en yrði að tryggja með mjög ákveðnum hætti. Hugsanlega mætti klípa helstu kosti nefndakerfis og konsúlentakerfis og steypa saman í einhvers konar þriðju leið. Alltént er nauðsynlegt að lagfæra lög um kvikmyndamál á ýmsum sviðum, því sem áður segir eru þau sett löngu áður en núverandi landslag í kvikmynda- málum komst á í Evrópu. Mikilvægt er að liðka nokkuð kerfið og gera lögin sveigjanlegri til að takast á við breyting- ar. Ein nýjasta hugmyndin á því sviði er að stjórn Kvikmyndasjóðs hefði heimild til að hanna úthlutunarreglur hverju sinni og hefði þannig möguleika á að ráða sér úthlutunarnefnd eða ráðgjafa eftir aðstæðum. Þannig mætti nefnd sjá um hluta umsókna, án þess að loka fyrir þann möguleika að ráðgjafi gæti verið ráðinn í tiltekin verkefni, s.s. á sviði handritsþróunar eða ef Kvikmyndasjóð- ur hyggðist gera átak á einhverju til- teknu sviði kvikmynda (t.d. barnamyndir eða eitthvað annað). Nýlega var gerð nokkurs konar “bransa-sátt” um fjárframlög til Kvik- myndasjóðs. Samningurinn markaði tímamót er verður vonandi upphafið að sumrinu í kvikmyndagerð, sem hófst með vori fyrir 20 árum. Einn mikilvæg- asti hlekkurinn við gerð þessa samnings var hve margir komu að gerð hans og að menn sættust á megin markmið í stað þess að deila um smáatriði. Ef gera á breytingar á úthlutunar- kerfi Kvikmyndasjóðs er ekki síður mik- ilvægt að einhver slík sátt náist fyrir- fram. Fyrsta skrefið hlýtur þá að vera opin og heilbrigð umræða, án öfga eða sleggjudóma í aðra hvora áttina. Og for- senda heilbrigðrar umræður hlýtur að vera sú, að allir aðilar hennar kynni sér fordómalaust þau kerfi sem til greina koma. FYRST eftir stofnun Kvikmyndasjóðs, 1978, var hann til heimilis í möppu í Menntamálaráðuneytinu. Knútur Halls- son, sem þá var ráðuneytisstjóri, var for- maður sjóðsstjórnar og það voru RUV og Fræðslumyndasafnið sem tilnefndu hina tvo stjórnarmennina. Stjórnin fjall- aði um umsóknir og úthlutaði. Kvik- myndasjóður fékk sitt eigið húsnæði 1985 og ráðinn var framkvæmdastjóri. Þá voru kvikmyndafélögin búin að fá fulltrúa í fimm manna stjórn. Um leið breyttist tilhög- un úthlutana og komst í það horf sem hún er í enn þann dag í dag: Stjórnin velur þrjá menn í nefnd sem starfar í 2 til 3 mánuði á ári við að fjalla um umsóknir í aukavinnu. Yfirleitt er einum eða tveim nefndarmönnum skipt út á hverju ári. Samkvæmt lögum mega nefndarmenn ekki eiga hagsmuna að gæta við úthlut- anir og hefur stjórnin sýnt sterka til- hneigingu til að velja fólk úr heimi bók- mennta, leikhúss eða fjölmiðla. Þetta kerfi hefur þó verið að þróast örlítið síðustu misserin - eða að minnsta kosti er það að verða flóknara. Nú eru tvær úthlutunarnefndir, aðalnefnd og svo önnur nefnd sem eingöngu fjallar um handrit. Hér áður fyrr var ráðinn starfs- maður handa aðalnefndinni til að fara yfir kostnaðaráætlanir. Nú hefur því verið hætt sem sennilega þýðir að það er ekki lengur farið yfir kostnaðaráætlanir hjá Kvikmyndasjóði (þótt hann krefjist þess samt enn af umsækjendum að þeir skili þeim inn). Handritanefndin starfar með köflum allt árið og ráðnir eru enskir handritasérfræðingar til að aðstoða þá nefnd. Þetta er afskaplega samhengislaust og ógagnsætt kerfi en það sem uppúr stendur er að úthlutunarvaldið er í hönd- um óviðkomandi amatöra sem vinna þetta í frítíma sínum og staldra yfirleitt stutt við hjá sjóðnum. Þessi staðreynd er þó langt frá því að vera áberandi því kvikmyndagerðarmenn - umsækjendur - hitta þetta fólk aldrei persónulega. Ut- hlutunarnefndakerfið hefur gengið stórskandalalaust fyrir sig hin síðari ár og ástæðan er ugglaust sú, fyrst og fremst, að stjórn Kvikmyndasjóðs - sem m.a. er skipuð fulltrúum hagsmunasam- taka kvikmyndagerðarmanna - hefur verið mjög iðin við að semja starfsreglur fyrir nefndirnar. Flestar af þessum regl- um snúast um skilyrði fyrir styrkveit- ingum og er þeim ætlað að tryggja að jafn- ræðis sé gætt og að nýting sjóðs- fjár sé með besta móti. Kvik- myndasjóður er sennilega eini sjóðurinn í Evrópu, a.m.k. eini landssjóð- urinn, sem enn heldur í nefndarfyrir- komulagið. Úthlutunarvaldið er víðast hvar komið í hendurnar á fastráðnum starfsmönnum sjóðanna, manna sem eru ráðnir vegna þess að þeir hafa þekkingu og reynslu af gerð kvikmynda og innsýn í framleiðsluumhverfið. Konsúlenta, eins og þeir eru kallaði á Norðurlöndunum. Það er samt ekki þannig að íslendingar hafi verið gjörsamlega ósnortnir af þró- un mála í öðrum löndum því áhugi fyrir konsúlentakerfinu var hér mikill fyrir um áratug síðan. Kvikmyndalaganefndin sem starfaði 1991-94, undir forystu Knúts Hallssonar, lagði upp með þá hug- mynd að lögin veittu sjóðnum svigrúm til að ráða konsúlent eða konsúlenta en kvikmyndagerðarmenn lögðust á endan- um gegn þeim áformum af ástæðum sem eru langt frá því að vera klárar. Hefur ákvörðun Björns Bjarnasonar mennta- málaráðherra um að stórauka framlög til kvikmyndagerðar hleypt nýju lífi í drauminn um konsúlentakerfi eða hafa kvikmyndagerðarmenn sannfærst um að úthlutunarnefndirnar henti íslenskum aðstæðum betur en nokkuð annað? Land & synir tók nokkrar stikkprufur á kvik- myndagerðarmönnum. Á næstu opnu eru viðtöl við fjóra aðila sem viðra skoðanir sínar á úthlutunarnefnda- og konsúlentakerfi. ~ ~ Anna Th. Rögnvaldsdóttir fjallar um úthlutunarnetndir kvikmyndasjóðs og \ .> w spyr hvort konsúlentakerfi myndi skila *> -<rf betri árangri. x h Land&synir 5

x

Land & synir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Land & synir
https://timarit.is/publication/1279

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.