Land & synir - 01.11.1999, Qupperneq 6

Land & synir - 01.11.1999, Qupperneq 6
Halldór Þorgeirsson: Það þarf hraðara og skilvirkara kerfi Ég held að ég myndi vilja konsúlentakerfíð þó svo að hitt kerfið hafi gengið hingað til. Miðað við að það er verið að auka fé til Kvikmynda- sjóðs þá er eðlilegra að við förum inn í næmara kerfi. Hvem telur þú höfuðókost úthlutunamefndarkerfisms ? I sjálfu sér er ekkert að því kerfi, það er búið að duga og allt það. En við búum við þann flöskuháls að það er bara úthlutað einu sinni á ári. Konsúlentinn er hinsveg- ar ekki bundinn af neinum dagsetningum. Það er eðli- legra að það sé gegnum- streymi í sjóðnum fremur en að allir sendi inn umsóknir á sama tíma og bíði svo saman eftir úrslitunum. Þetta er bara spurn- ing um hvaða kerfi býður upp á meiri hraða, meiri skilvirkni. Ef úthlutunarnefnd úthlutaði þrisvar á ári þá sé ég í sjálfu sér ekkert að kerfinu. Hver er helsti ókosturinn við konúlentakerfið ? Þetta er náttúrulega lítið land og allir þekkja alla. Við myndum búa við klíkuskap- artal. Að konsúlentarnir væru að hygla einhverjum ákveðnum framleiðendum. Menn hafa alltafhaft uppi efasemdir um aðhægt sé að finna hæfa menn í starfið. Jú, jú, það er til fullt af fólki á Islandi sem getur hæglega gert þetta. Hvað er mest aðlaðandi við konsúlentakerfið ? Það er nálægðin, þú veist hvert þú átt að fara, færð svar fyrr. Þú ferð síður af stað með einhverja dellu. Plús það að konsúlentinn fylgist með verkefninu. Þetta hefur einmitt verið vanmetið, að geta leitað til einhvers sem er hæfilega fjarri en samt tengdur. J Halldór Þorgeirsson er frainleiðandi. | Síðasta myndin sem fyrirtæki hans, UMBi, framleiddi er Ungfrúin góða . F og húsið. Ari Kristinsson: Ekki heppilegt að menn úthluti til verkefna sem þeir hafa sjálfir séð um að þróa Úthlutunarkerfið hér á ís- landi hefur ekkert gefist ver en konsúlentakerfið annars- staðar. Aðalvandamálið á undarförnum árum hefur auðvitað verið að það hafa ekki verið til neinir peningar þannig að í sjálfu sér hefur ekki verið neinn vandi að út- hluta. Nú er verið að stórauka framlög til kvikmynda- gerðar og það liggurfyrir stefnuyfirlýsing um að sjóðurinn leggifram hærra hlutfall afframleiðslu- kostnaði. Skapast þá ekki að- stæður til að koma upp konsúlenta kerfi? Gallinn er að það eru ekki til neinir konsúlentar á íslandi. Hjá kvikmyndaframleiðend- um er ekkert rosalega mikil þekking á kvikmyndagerð, hjá öðrum er hún ennþá minni. Að safna henni á hend- ur ríkisins er ekki líklegt að sé mjög gæfulegt. Ef þessi maður er til, sem gæti verið konsúlent á íslandi, þá ætti hann fremur að vera að fram- leiða kvikmyndir en að út- hluta ríkisstyrkjum. Vaxa menn ekki upp í svona starf? Þetta er ekki það sama, að vera konsúlent og að vera framleiðandi. Konsúlentar fara að haga sér eins og framleiðendur, þeir gera það allir. Til dæmis með að hafa frumkvæði að verk- efnum. Fólk er að segja að konsúlentar standi og falli eitthvað frekar með verkum sínum en úthlutunarnefndir. Enginn af þeim gerir það. Framleiðandinn er á endan- um sá sem stendur eða fellur - það rukkar enginn einhvern konsúlent um mynd sem floppai’. Finnst þér að úthlutunar- nefndarkerfið eigi að vera hér til frambúðar? Úthlutunar- nefnd gerir í rauninni tvennt; hún úthlutar í myndir sem eru í raun þegar fjár- magnaðar, handritin klár, og allt klárt, og það er í sjálfu sér tiltölu- lega létt verk, og svo úthlutar hún í þróun sem er miklu erf- iðara. Úthlutunarnefnd getur í sjálfu sér ekki unnið í þróun verkefna vegna þess að til þess þarf ákveðna fagþekk- ingu og til þess þarf að þekkja markaðinn. I það virka þessar úthlutunar- nefndir alls ekki. Það er stjóm kvikmynda- sjóðs, er það ekki, sem er höfundurinn að þessu út- sláttarkeppnisfyrirkomulagi sem er komið á handrits- styrkina, sem er væntanlega tilraun til að koma á einhverskonar kerfi yfir þróunina. Jú, og það er í sjálfu sér virð- ingarvert en það þarf bara að gera betur. Það væri vit í að koma upp einhverskonar kon- súlenti í sambandi við þróun. Sjóðurinn hefur ráðið hand- ritssérfræðinga til að hjálpa við þróun verkefna; reyndar hefur vinnutími þeirra við hvert verkefni verið fremur lítill þannig að þetta hefur allt verið fremur yfirborðskennt. Sérðu þáfyrir þér tvöfalt kerfi? að Kvikmyndasjóður verði meðfastráðna konsúlenta til aðfylgja eftir handritsgerð og þróun en úthlutanir verði áfram i höndum nefnda og að þær verði þá hálfsjálfvirkar? Úthlutanir hafa alltaf verið hálfsjálfvirkar vegna þess að það eru svo fá verkefni full- fjármögnuð. Það er miklu betra að annar aðili taki ákvörðun um úthlutun en sá sem hefur þróað verkefnið. Konsúlentar verða smám saman dálítið involveraðir í verkefni. Þegar þeir eru bún- ir að standa að þróun verk- efnis í þrjú ár þá finnst þeim að þeir þurfi endilega að framleiða það. Þetta er orðið dálítið persónulegt. Það er nauðsynlegt við þróun verk- efna að hún sé mjög persónu- leg. En á endanum, þegar kemur til þess að taka ákvörðun um hvort eigi að framleiða verkið, þá er nauð- synlegt að hún sé ekki tekin af þeim sem er orðinn per- sónulega og tilfinningalega tengdur því. I sjálfu sér er kerfið í dag ekki gott og það hlýtur að þurfa að breyta því með auknum peningum og þá fyrst og fremst í þróuninni. Við höfum sett alltof lítið í þróun, bæði sjóðurinn og öll framleiðslufyrirtækin. Ari Kristinsson hefur tekið fjölda kvikmynda, nú síðast Myrkrahöfðingj- ann sem frumsýnd var fyrir skemmstu. Hann er einnig framleiðandi, handrits- höfundur og leikstjóri og gerði síðast barnamyndina Stikkfrí 6 Land&synir

x

Land & synir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Land & synir
https://timarit.is/publication/1279

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.