Land & synir - 01.11.1999, Page 8
Listform hraðans
Um hliöstæður i þróun rokks og kvikmynda
NORSKUR kvikmyndaskríbent hefur
bent á að kvikmyndin sé fyrsta kapítal-
íska listgreinin, fyrsta listgreinin sem
var sköpuð til þess eins að græða. Svip-
að gildir um rokkið sem var fyrsta
hreinkapítalíska tónlistarformið. Margt
bendir til þess að rokkmúsikk sé ekki að
öllu leyti sjálfsprottin heldur hafi verið
„hönnuð” af tónlistariðnaðinum. Hann
hafi verið að leita að tónlist sem samein-
aði kántrí og tónlist blökkumanna. Sú
síðarnefnda var litin hornauga af hvítum
foreldrum, nú var um að gera að finna
henni umgjörð sem foreldrarnir þoldu.
Rokkararnir voru flestir hvítir en tónlist
þeirra og taktar að miklu leyti svartrar
ættar og iðnaðurinn stórgræddi.
Tveggja manna
borgaraleg bylting
Það er kunnara en frá þurfi að segja að
listræn sköpun hefur átt erfitt uppdrátt-
ar bæði í kvikmynda- og rokkiðnaðinum.
Þessvegna hefur nýstefnan (módernism-
inn) átt undir högg að sækja í báðum
listformum enda eru nýstefnuverk
venjulega ekki söluvara. Þó má finna
módernískar hneigðir í jafnt rokki sem
kvikmyndum og hyggst ég sýna fram á
að hvortveggju hafi átt sitt móderníska
skeið, kvikmyndirnar u.þ.b. 1957-1980,
rokkið 1967-1973. Nú kann einhver að
malda í móinn og benda á að menn hafi
gert tilraunamyndir allar götur frá því
um 1920 og jafnvel fyrr. Minna má á
hugmyndina um „hreinu myndina”
(cinéma pure) sem ekki átti að segja
sögu heldur vera abstrakt. Frægust
hreinmynda er líklega Ballet mécanique
sem Ferdnand Léger, móderískur mynd-
listarmaður, gerði. Og ekki verða myndir
Dalís og Bunuels kenndar við annað en
nýstefnu, þær eru bullandi súrrealískar.
Ég vil bæta við frá eigin brjósti að enn
harðsoðnari súrrealisma má finna í
teiknimyndum frá Hollívúdd á árunum
upp úr 1940 en það er önnur saga. Eigin-
lega er mín saga sú að þegar ég tala um
kvikmyndir í þessari grein á ég við
leiknar myndir í fullri lengd. Stuttmynd-
in hefur verið vígi framúrstefnu, ekki
langmyndin. Sú síðarnefnda lýtur venju-
lega aldagömlum hefðum um hvernig
segja skuli sögu, kenna má frásagnar-
hefðir íslendingasagna, ævintýra og
raunsæisbókmennta síðustu aldar í flest-
um Hollívúddmyndum. Hollívúddmynd-
irnar eiga það líka sammerkt með sögum
frá því fyrir tíð borgaralegs skipulags að
þær eru hópvinnuverk nafnlausra höf-
unda líkt og íslendingasögurnar líklega
voru. Segja má að gagnrýnendur Cahi-
ers du Cinéma, þeir Francois Truffaut og
Jean-Luc Godard, hafi framið tveggja
manna borgaralega byltingu í heimi
kvikmyndanna. 1) Nú var leikstjórinn
dubbaður upp og kallaður „kvikmynda-
höfundur”, jafnvel sum fjöldaframleidd
verk báru höfundareinkenni. Þetta var
sem sagt öðrum þræði afturvirk bylting
rétt eins og byltingin í norrænum fræð-
um þegar menn fundu upp höfund Njálu
og gerðu hann að Goethe sinnar samtíð-
ar. En bylting franska tvístirnisins var
líka framvirk, árin 1957 til 1980 eru tím-
ar kvikmyndahöfundarins og módern-
ismans. Byltingin var ekki síst sjálfsköp-
un Truffauts og Godards sem bjuggu til
kvikmyndahöfunda úr sjálfum sér. 2) Þeir
voru sem frægt er orðið forsprakkar
hinnar rammmódernísku nýbylgju. Um
framlag bæði Bergmanns og ýmissa
ítala til nýstefnubyltingarinnar þarf ekki
að fjölyrða en takið eftir að margir af
þessum leikstjórum hófu feril sinn sem
höfundar hefðbundinna mynda (Berg-
man, Pasolini). Það voru nefnilega til
kvikmyndahöfundar í Evrópu og Japan
sem vissu að þeir voru höfundar, gagn-
stætt átrúnaðargoðum Godards í Hollí-
vúdd sem héldu að þeir væru iðnaðar-
menn og voru það kannski. Líkja má for-
módernísku kvikmyndahöfundunum evr-
ópsku við rithöfunda nítjándu aldarinnar,
bæði raunsæja og rómantíska. Þýsku ex-
pressjónistarnir og Jean Cocteau eru
rómantískir, mynd þess síðarnefnda,
Orfeus, fjallar um hið erkirómantíska
viðfangsefni, samband skáldsins og dauð-
ans. Og expressjónistarnir gerðu myndir
í ætt við gotneska hryllingsrómantík,
það er ekki langur vegur frá skáldsögu
Mary Shelley um Frankenstein til
mynda Fritz Lang um dr. Mabuse. Ekki
skorti nítjándualdarraunsæi hjá ítölsku
nýrealistunum og ljóðræna raunsæið
franska sameinar rómantík og realisma
eins og mikið af bókmenntum nítjándu
aldarinnar gerði. Þannig lifði borgaralegt
raunsæi og rómantík við hlið hinna for-
borgaralegu Hollívúddmynda.
Tilvísunarárátta og frumleiki
Mikið hefur verið rætt og ritað um hið
stutta blómaskeið módernismans í kvik-
myndum og hef ég litlu við það að bæta.
Það er alla vega athyglisvert hversu
fljótt póst-módernisminn tekur að láta á
sér kræla. Upp úr 1970 fara endalausar
tilvísanir í fyrri myndir að ríða (kvik-
mynda)húsum, jafnt í Hollívúdd sem
annars staðar. Menn taka að gera með-
vitað inntaksrýrar myndir með glott á
vör og rjúfa múrinn sem greindi hálist
og afþreyingu. Tilvís-
unaráráttan er skrít-
in, það er einkenni-
legt að jafn ung list-
grein og kvikmyndin
skuli vera svona upp-
tekin af eigin sögu,
vera sífellt að vísa til
fortíðar sem engin er.
Það er ekki síður at-
hyglisvert að rokkið
átti sér póstmóder-
ískt skeið upp úr
1970. Rokkið komst
allt í einu til meðvit-
undar um eigin sögu
eins og heyra má í
sorgaróð Dons McLe-
an um glataða rokk-
bernsku í laginu The
Day the Music Died.
Póstmódernisminn
sést enn skýrar í
söngleiknum Rocky
Horror Show þar
sem vísað er til ým-
issa tímabila í sögu
rokksins. A árunum
1967-70 mátti ekki
heyra á slíkt fortíðar-
dekur minnst. Við,
sem töldum okkur
framúrstefnufólk,
kröfðumst þess af
rokkhetjum okkar að
þær kæmu stöðugt
með eitthvað nýtt og
tækju framförum í
spilamennsku. Við
höfðum því módernískar hugmyndir um
rokk án þess að vita það, en framfara-
hyggja og frumleikakrafa eru einmitt að-
alsmerki nýstefnunnar. Móderismi okkar
birtist líka í úrvalshyggju, sannfæringu
um að pöpullinn, sem hlustaði bara á
slagara, hefði ekki vit á rokki. Hetjur
okkar, framúrstefnumennirnir í rokkinu,
vildu láta líta á sig sem listamenn, ekki
skemmtikrafta á markaðstorgi hé-
gómans. Var það mjög í módernískum
anda því andúð á listrænni kaupmennsku
er ein af meginstoðum módernismans.
Framúrstefnurokkararnir frömdu ýmiss
konar tilraunir, notuðu móderíska
hljóma, sömdu löng og flókin verk,
reyndu að skapa persónulegan stíl,
reyndu m.ö.o. að vera módernistar.
Margir textagerðarmenn lærðu af
módernískum skáldum og voru þeir
helstir Bob Dylan, Leonard Cohen og
Skotinn Donovan. Rétt fyrir miðjan átt-
unda tuginn verður breyting á, tilrauna-
mönnum fækkar til muna, póst-móder-
8 lanð&symr