Land & synir - 01.11.1999, Page 9

Land & synir - 01.11.1999, Page 9
ismi og hrein sölumennska ná yfirhönch inni og svo hefur verið síðan. Svipað gerðist í kvikmyndalistinni upp úr 1980, framúrstefnan á í vök að verjast. Til að fullkomna samlíkinguna sjáum við að á árunum fyrir 1957 er varla til módern- ismi í kvikmyndaheiminum og fyrir 1967 var tæpast til framúrstefna í rokkinu, það minnti helst á þjóðlagatónlist í öllum sínum einfaldleika. Misgengið hjá listgreinunum Af einhverjum undarlegum ástæðum hafa rokkið og kvikmyndin þróast með sama háttbundna hætti og aðrar listir. Sú staðreynd að rokkið og kvikmyndin áttu sín for-borgaralegu skeið um leið og eldri listir voru komnar á stig módern- ismans gæti bent til þess að einhvers konar söguleg nauðsyn sé að verki í listasögunni. 3) Það þýðir að listgreinar verða að ganga í gegnum þróunarskeið rétt eins og maðurinn á þroskaferli sín- um frá fæðingu til fullorðinsára. Altént hafa rokkið og kvikmyndin farið veginn frá for-borgaralegum stíl til póst- módernisma á mettíma. Það tók bók- menntirnar þúsundir ára að þróast frá for-borgaralegum frásögum til póst- módernisma, kvikmyndin rann það skeið á sextíu árum og rokkið á rúmum tíu. Móderisminn staldraði stutt við hjá rokkurum og kvikmyndasmiðum en er enn að bögglast fyrir brjóstinu á mynd- listarmönnum, eftir hundrað ár. Skýring- in er hklega sú að rokk og kvikmyndir eru listform hraðans, rokkarinn syngur eins og hann sé í uppmælingu og áhorf- andinn nemur sögu á tveimur tímum í kvikmyndasal sem hann er tíu tíma að meðtaka af bók. „Ég hef ekki tíma, ég hef ekki tíma” kyrjar rokkarinn og fílmarinn tekur undir. Mörgum þykir nóg um andskotans asann. Sefán Snævarr 1) Ýmsum þykir einkennilegt að ég kalli nýbylgjuna „móderníska" því margir telja sig sjá póst-módernisma í tilvísunardellu Godards. Því ertil að svara að tilvísunar- mennsku má líka finna í nýstefnulist, t.d. Ijóðum T.S. Eliot. Aukinheldur hafði Godard módernískar hugmyndir um frá- sögur. Hann sagði sem frægt er orðið að allar sögur hefðu byrjun, hátind og endi en ekki endilega í þeirri röð, og gerði myndir í samræmi við þessi ummæli. í ofanálag eru myndir hans tilraunakenndar, tilraunir til að gera eitthvað alveg nýtt. Við má bæta að erfitt er að kenna nýbylgju- myndir Alain Resnais við eitthvað annað en nýstefnu. 2) Það vekur athygli mína að listrænt þenkjandi kvik- myndagerðarmenn eins og Kreddumennirnir dönsku and- æfa kröfu módernismans um persónulega tjáningu. Kredduhópurinn vill ekki að nafn leikstjórans sjáist á hvíta tjaldinu og eru því sumpart nær póst-módernisma en módernisma. 3| Hugmyndin um að listirnar þróist með rökbundnum hætti á rætur að rekja til fagurfræði þýska heimspekings- ins G.W.F. Hegel. Á okkar dögum er Suzi Gablik helsti tals- maður slíkra horfa eins og glöggt sést í bók hennar Progress in Art. Landkfesyrar 9

x

Land & synir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Land & synir
https://timarit.is/publication/1279

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.