Land & synir - 01.11.1999, Side 14
Eins og skvísurnar í
Ólafur H. Torfason ræðir við Guðnýju Halldórsdóttur (Dunu)
fer með hlutverk Hlyns en með aðal
kvenhlutverk fer hin kunna spænska
leikkona Victoria Abril, sem er hvað
þekktust fyrir hlutverk sín í myndum
Pedro Almodovar. Hún hefur komið víða
við á ferli sínum og leikur jafnt í spænsk-
um sem frönskum myndum. Hún hefur
hlotið fjölda verðlauna fyrir frammistöðu
sína og má þar nefna Silfurbjörninn á
kvikmyndahátíðinni í Berlín árið 1991
fyrir Cambio de sexo eftir Vicente
Aranda; tvisvar hefur hún hlotið verð-
laun á kvikmyndahátíðinni í San Sebasti-
an og árið 1996 fékk hún Goya-verðlaun-
in í Cannes fyrir leik sinn í myndinni
Nadie hablará de nosotras cuando
hayamos muerto. Spennandi verður að
sjá útkomuna á samleik þessara tveggja
frambærilegu aðalleikara.
Annað samstarf sem vekur athygli er
kvikmyndatónlist þeirra Einars Arnar
Benediktssonar, fyrrverandi Sykurmola,
og Damon Albarn, forsprakka bresku
hljómsveitarinnar Blur. Segja má að Ein-
ar sé að heyja frumraun sína á þessu
sviði en Albarn hefur þegar samið tónlist
við kvikmynd Antoniu Bird, Ravenous, í
slagtogi við tónskáldið þekkta Michael
Nyman.
Upptökur á myndinni fóru fram síð-
astliðið sumar á svæði 101 í Reykjavík
og á Snæfellsnesinu. Gerð myndarinnar
er enn ekki lokið en tökur hennar tóku
þrjá mánuði.
Framleiðandi myndarinnar er 101 ehf
en meðframleiðendur eru Zentropa,
Tr-oika, Filmhuset, Libarator, Eurima-
ges, NRW og Kvikmyndasjóður Islands.
Myndin sem mun kosta 160 milljónir
verður frumsýnd snemma á næsta ári.
101 REYKJAVÍK
Leikstjóri og handrit Baltasar Kormákur
Höfundurskáldsögu Hallgrímur Helgason
Framleíðandi Ingvar Þórðarson
Aðst. leikstjóri Þór Ómar Jónsson
Annar aðst. leikstjóri Lísa Kristjánsdóttir
Kvikmyndataka Peter Steuger
Tónlist Einar Örn Benediktsson
Damon Albarn
Aðst. við kvikmyndatöku Markus Polus
Hálfdán Theódórsson
Aðst. við framleiðslu Rakel Garðarsdóttir
Leikmyndahönnuður Árni Páll Jóbannesson
Hljóðhönnuður Kjartan Kjartansson
Búningahönnuður Þórunn Sveinsdóttir
Leikmunameistari Atli Geir Grétarsson
Brellur Eggert Ketilsson
Förðun Ásta Hafþórsdóttir
Ana Lozano
Hár Manolo Garcia
Helstu leikarar Hilmir Snær Guðnason
Victoria Abril
Hanna María Karlsdóttir
Eyvindur Erlendssson
Ólafur Darri Ólafsson
Ég náði sambandi við Dunu í bíl sem
Halldór Þorgeirsson, maður hennar
og framleiðandi Ungfrúarinnar,
stýrði 4. nóv. eftir E47 áleiðis frá
Kaupmannahöfn til Lýbiku
(Liibeck) í Þýskalandi. Þau höfðu
verið að selja Norðmönnum og Sví-
um Ungfrúna við svo góðar undir-
tektir að Sandrews yfirbauð Nordisk
Film International. Erindi Dunu til
Lýbiku var dómgæsla á 41. nor-
rænu kvikmyndadögunum í borg-
inni, sem fulltrúi Norðurlanda við
hlið Ijögurra Þjóðverja. Duna er vel
ræmd þarna, hlaut verðlaunin
„Filmlense” á hátíðinni 1989 fýrir
Kristnihald undir jökli.
Þetta er merjcishátíð...
- Hátíðirnar í Lúbeck og Rouen í Frakk-
landi eru þær einu þar sem einhver al-
vörukeppni fer fram milli bíómynda frá
Norðurlöndum. Á hátíðum í heimalönd-
unum er alltaf verið að borast eitthvað.
Hvemig gengur dreifing á Ungfrúnni er-
lendis?
- Hún verður ekki sett í dreifingu á
Norðurlöndum fyrr en eftir Gautaborgar-
hátíðina í lok janúar þar sem hún verður
opnunarmyndin. Síðan fer hún beint til
Berlínar í febrúar og við vonumst til að
koma henni á einhvern stall þar.
Hvemig líst útlendingum á?
- Fólki þykir þetta að minnsta kosti mikil
pródúksjón miðað við hvað hún kostaði.
Þarna er heilt þorp og skip og mikið lagt
í leikmynd og búninga. Flestir halda að
við höfum látið smíða byggðina í Flatey,
svona staði er óvíða að finna og erfitt að
kvikmynda þar. Það eru hvergi annars
staðar framleiddar períódumyndir fyrir
svona litlar fjárhæðir.
Blærinn á smásögunni Ungfrúin góða
og húsið er dálítið í upptalningastíl, fað-
ir þinn hefur ekki unnið ítarlega úr
dramatísku atvikunum svo mann grun-
ar að þetta hafi upprunalega verið
punktasafn fyrir lengra verk sem ekkert
varð af.
- Þetta er rétt, „bókin er óskrifuð” sagði
hann við mig, „þess vegna má gera úr
þessu mynd”.
Hann ritaði í inngangi að efniviðurinn
væri sannar sögur sem reyndur embætt-
ismaður hefði sagt honum. Veistu hver
hann var?
- Já, Þórhallur Vilmundarson.
Ha?
- Nei nei, faðir hans, Vilmundur Jónsson
landlæknir. Og þetta gerðist í raun og
veru nálægt aldamótunum á Islandi að
kona stal barni systur sinnar og gaf það.
Myndin er byggð upp með ákaflega
skýru andstæðuspili, hlédræga góða
systirin t hrokafulla vonda systirin, auð-
ug yfirstétt tfátækt verkafólk, ísland /
Danmörk.
- Já, ég lagði einmitt áherslu á andstæð-
urnar allan tímann, og hvernig Rannveig
er eiginlega eins og fátæka fólkið en
neydd til að vera fín. Skvísurnar sem
giftast prinsunum í Buckinghamhöll hafa
á sama hátt þjáðst fyrir það að vera pínd-
ar til að hegða sér eins og fína fólkið, hafa
ekki mátt vera þær sjálfar.
/ umfjöllun minni um myndina á R ÚV
rás 2 hældi ég Ragnhildi Gísladóttur í
hlutverki Rannveigar fyrir agaða og
markvissa túlkun og nákvæmni í ýms-
um smáatriðum í fasi og tali. En sum-
um áhorfendum þykir hún ofdaufog lit-
laus.
- Það hefði verið ómögulegt að láta hana
vera mjög sterka, og erfitt að láta eina
persónu bera uppi sögu. Hún gat ekki
verið töff kvenréttindakona með kjaft,
hún er blúndugerðarkona, aðrir ráða yfir
henni. Það eru margar konur svona enn
því miður, það má ekki segja það, þær
druslast ekki til að rísa upp, hafa ekki
uppburði í sér til þess. Af hverju náði
Rannveig ekki í barnið til Danmerkur?
Hún lætur allt yfir sig ganga. En margar
konur, hörkukonur, verða reiðar þegar
þær sjá Rannveigu í myndinni, þeim
sárnar þetta.
Svo þetta erpólitísk mynd?
- Svolítið.
Lét Rannveig Andrés snikkara barna sig
beinlínis til þess að hann yrði aðstoðað-
ur til að yfirgefa plássið? Til að hjálpa
honum að uppfylla drauminn um að
komast til Ameriku?
- Það má alveg skilja það þannig, hún sef-
ur samt aðallega hjá honum til að ganga
fram af systur sinni aftur. En hún vildi
hjálpa þessum strák.
Þú hefur lagt þig eftir því að kynna líf
margra aukapersónanna.
- Já, það var hugsað af ásettu ráði að
gera aila að karakterum. Persónurnar
eru ekki svo margar að það mátti nostra
við þær. Og leikarar núna eru svo áhuga-
samir og velmenntaðir að þeir höfðu allir
með tölu eitthvað fram að færa varðandi
túlkunina. Tinna og Ragnheiður höfðu
14 Lanð&syrár