Land & synir - 01.11.1999, Side 15
Buckinghamhöll
um Ungfrúna góöu og húsið
GUÐNÝ HALLDÓRSDÓTTIR við tökur í Þýskalandi
t.d. undirbúið sig vel fyrir atriðið í veð-
urofsanum í Flatey og eiga sitt framlag í
því. Annað dæmi er Hans, hann er meiri
pervert í smásögunni. Við Reine
Brynjolfsson ræddum mikið um hvernig
ætti að túlka persónuna, við vildum gera
hana sympatíska. Ég prófaði Hans meira
að segja sem sögumann í einni handrits-
gerðinni. Þegar Hans kíkir á glugga í
myndinni fær hann ekkert út úr því en er
bara að horfa á sitt sjónvarp, þetta er
hans einmanaleiki við skjáinn. Að Iokum
er hann sjálfur settur bak við glugga og
fær bara að horfa á konuna sína.
SJcrifaðirðu margar útgáfur af
handritinu?
- Já, þetta er nú búinn að vera svakalega
langur undirbúningstími, fimm ár. Ég var
komin af stað með myndina fyrir löngu
þegar ákveðnar ástæður gerðu það að
verkum að við þurftum að skila styrkn-
um okkar aftur til Kvikmyndasjóðs og
framkvæmdin tafðist. Ég gerði margar
atrennur og reyndi mismunandi nálgun
við söguefnið. í einni útgáfunni lét ég
systurnar vera gamlar og rifja söguna
upp en húsið vera ónýtt. í annarri lét ég
piltinn sem var gefinn til Danmerkur
koma til íslands og rekja söguna. í þeirri
þriðju lét ég Rannveigu, ungfrúna sjálfa,
vera aðalpersónuna en það reyndist of
veikt. Svo þetta endaði á því að gera
frekjudolluna Þuríði að aðalpersónu þótt
sagan fjalli um Rannveigu og líf hennar.
Þetta er svolítið líkt aðferðinni sem beitt
var í Les dangerous liaisons.
Reyndirðu að ná einhverri sérstakn
Halldórs Laxness-stemmningu?
- Sögurnar hans bjóða upp á íroníu þrátt
fyrir sorg. Ég reyndi að ná þeim anda.
Voru margir til ráðgjafar um handritið?
- Já, fyrst og fremst gúrúinn minn, Ger-
ald Wilson á Irlandi, gamli kennarinn
minn frá því í kvikmyndaskólanum í
London. Hann fór yfir þetta á flestum
stigum og skammaði mig eins og hund.
Það er nauðsynlegt að láta skamma sig
eins og hund öðru hvom. Claire Downs á
Englandi og fleiri lögðu líka sitt til mál-
anna.
En umhverfi, samstarfsfólk, leikarar og
tæknilið, liafði það áhrif á úrvinnsluna
á staðnum?
- Ekki mikil, það var að langmestu leyti
unnið eftir planinu og hándritið var alltaf
skrifað með Flatey í huga. Það var samt
mjög gott að starfa svona lokuð af í eynni
heilan mánuð. Allir voru sífellt að hugsa
um vinnuna.
En þetta er samstarfsmynd nokkurra
þjóða og erlendu aðilarnir lögðu til mikil-
vægt starfsfólk sem setti sinn svip á
verkið. Ég gaf listafólkinu yfirleitt alveg
frítt spil. Búningahönnuðurinn er t.d. frá
Litháen og þess vegna er ríka fólkið ekki
í dæmigerðum íslenskum búningum held-
ur Parísartískunni frá því um 1900. A
prófastsheimilið setti leikmyndarhönnuð-
urinn kaþólska gripi, róðukross og
Kristslíkneski með hinu blæðandi allra-
helgasta hjarta.
Við tókum upp heilmikið efni og þurftum
því að henda miklu. Láms Ymir Oskars-
son fékk frjálsar hendur og klippti mynd-
ina alveg í friði fyrir mér niður í um 2,5
klst., þá skar ég niður. Þetta er óvenju-
legt, það vill svolítið verða þannig að
leikstjórinn skipti sér of mikið af klipp-
ingunni. Það er ekki rétt að handritshöf-
undur og leikstjóri sé líka í klippingu, það
verður of innhverft. Ég hef að vísu ekki
verið of góð með þetta fyrr en núna.
Ég heyri ekki í bílnum lengur.
- Við erum stopp, komin í biðröðina við
ferjuna í Rpdbyhavn. Við erum að aka
um borð. GSM-sambandið hlýtur að
slitna.
Hvarfinn ég mynd afþér til að birta
með viðtalinu?
- Bara ekki birta viðbjóðslega mynd sem
var tekin eftir að stelpurnar í sjónvarp-
inu máluðu mig eins og mellu og þar að
auki er ég brosandi. Ég er lítið fyrir að
brosa á myndum.
Land&synir 15