Land & synir - 01.11.1999, Síða 16
vettvangur fyrir slíka umræðu. En það
vantar svolítið grunninn í alla kvik-
myndaumræðu á íslandi og ég held að
kvikmyndagerðarmenn hafi dálítið liðið
fyrir það að aldrei hefur verið tekið al-
varlega á kvikmyndagerð sem listformi
og sem iðnaði.” Guðni segir að til að
slík umræða fari af stað sé bráðnauð-
synlegt að fólk, sem ekki starfar beint
við iðnina, taki að sinna henni, og taka
á henni alvarlega. “Hvernig ætli bók-
menningin dafnaði ef hún færi aðeins
fram meðal rithöfunda og enginn annar
sýndi henni áhuga? Slík umræða gæti
aldrei náð sérlega langt, og hér er ég
ekki að gagnrýna þarft framlag rithöf-
unda til menningarumræðunnar.” Telur
Guðni að hér sé e.t.v. kominn kjarni
málsins, “sumir þeir sem starfa í kvik-
myndabransanum skilja ekki alveg til-
ganginn með þessu, það sé hægt að lesa
bækur á ensku eða finna efni á Netinu.
En málið er að kúltúrinn er ekki al-
mennilega kominn til landsins fyrr en
við erum sjálf farin að taka á þessu og
skrifa um þetta á íslensku. Það er ekki
nóg að fara í bíó,” sagði Guðni Elísson.
Meira um Heim kvikmyndanna í næsta blaði
Islensk dagskrá á
í októbermánuði síðastliðnum gekk sjónvarpsstöðin
Skjár einn í endurnýjun lífdaga eftir að hafa verið í
rekstri um nokkurn tíma og keyrt mest á gömlu efni
s.s. Dallas og þess háttar. Skjár einn keyrir að
miklu leyti á innlendri dagskrárgerð en vel yfir
helmingur efnisins mun vera íslenskur. Þetta er
nokkur nýlunda í hérlendum sjónvarpsrekstri.
Þættirnir eru af ýmsum toga, umræðu-,
skemmti-, spurninga- og spjallþættir, flestir
sendir út beint með tiltölulega lítilli forvinnslu
innslaga og þess háttar. Auk þess er stöðin
með fréttatíma á virkum dögum.
Markhópur stöðvarinnar mun vera yngri hluti
fólks, frá unglingum til fertugra, en útsendingar-
svæðið er bundið við suðvesturhornið nema þar
sem aðgangur er að breiðbandinu.
Skjá einum
Skjár einn hefur farið ágætlega af stað,
frísklegt og ungæðislegt yfirbragð er á stöðinni,
áhersla er á tísku, tíðaranda og dægurmenningu.
Hún virðist hafa fengið þokkalegar móttökur og
allnokkuð áhorf en Ijóst má vera að samkeppni
um auglýsingar er hörð. Sjónvarpsstjóri erÁrni
Vigfússon og leiðir hann hóp athafna-
manna sem eiga um helmings hlutí
stöðinni en aðrir bakhjarlar eru meðal
annars fjárhaldsfyrirtæki Sigurðar Gísla
Pálmasonar og Páls Kr. Pálssonar.
L&S lætur þá von í Ijós að tilkoma
stöðvarinnar verði til að auka áherslu á innlenda
dagskrárgerð almennt, Ijóst er að stöðin þarf
sinn aðlögunartíma en eftir það verður spurt um
erindið bak við erfiðið.
ÍSLENSK
KVIKMYNDA-
SAGA
ÞESSA Ijósmynd tók Magnós Ólafsson á árunum um 1920. Hér má sjá fólk fylgjast með manni setja niður þrífót með
kvikmyndavél í opinn árabát framan við Bryggjuhúsið við Vesturgötu í Reykjavík. Ekki vitum við hver kvikmynda-
tökumaðurinn er né hvað hann er að fara að mynda en allar upplýsingar frá lesendum L&S væru vel þegnar.
Ný íslensk
bók um
kvikmynda-
GUÐNI Elísson bókmenntafræðingur og
kennari við Háskóla íslands segist lengi
hafa gengið með þá hugmynd í kollinum
að koma út kvikmyndafræðariti á ís-
lensku, “því það gengur náttúrlega ekki
að við séum svona algerlega bókalaus í
þessum efnum.” Guðni, sem ritstýrir
bókinni, segir hana vonandi aðeins vera
upphafið að öðru og meira, og að það
verði í framtíðinni skrifaðar miklu fleiri
bækur á Islandi um kvikmyndafræðin.
Heimur kvikmyndanna skiptist í
fjögur meginefni. I fyrsta lagi svonefnd-
ar kvikmyndagreinar (genres) þar sem
verður gefið yfirlit yfir helstu greinar
kvikmynda, allt frá vestrum og vega-
myndum til dans og söngvamynda. í
öðru lagi verður kvikmyndum hinna
ólíku þjóðlanda gerð skil. Gefið verður
eins konar yfirlit yfir kvikmyndasögu
ólíkra landa, yfir bandaríska kvikmynda-
gerð, sovéska, franska, ítalska, enska,
þýska og kvikmyndir Norðurlanda svo
eitthvað sé nefnt. “Svo fjallar einn hluti
bókarinnar um samspil kvikmynda og
samfélags,” segir Guðni, “en þar mun
verða að finna greinar sem verða e.t.v.
svolítið meira í fræðilegum dúr.” Má
nefna ritgerðir þar sem kafað er ofan í
kvikmyndaheim blökkumanna (black
cinema), femínískar kvikmyndakenning-
ar, hetjuímyndir karla, pólitík og kvik-
myndir, áróðursmyndir og svo framveg-
is. “Síðasti hluti bókarinnar fjallar síðan
um íslenskar kvikmyndir,” segir Guðni.
“Það má segja að þar sé um að ræða
svona úrval greina, allt frá sögulegu yfir-
liti yfir í afmarkaðri túlkun á einstaka
myndum.”
Aðspurður segir Guðni einfalt að
svara því hver sé skírskotun þessarar
bókar til kvikmyndagerðarinnar sjálfrar.
“Kvikmyndafræðin og kvikmyndagerðin
haldast miklu meira í hendur en kvik-
myndagerðarmenn hafa kannski áttað
sig á. Hér heima hefur þetta verið dálítið
þannig að kvikmyndagerðarmenn hafa
verið að skrifast á og ræða saman um
hluti, er tengjast kvikmyndum, og Land
og synir hefur einmitt reynst þarfur