Land & synir - 01.07.2002, Side 4

Land & synir - 01.07.2002, Side 4
ISKOM DREKANS: Nokkrir punktar aÖ gengnum dómi Hœstaréttar Eftir Böðvar Bjarka Pétursson -y marsmánuði síðastliðnum fóru aðstand- I endur og þátttakendur í keppninni Ungfrú JLísland.is árið 2000 fram á lögbann við opinberri sýningu kvikmyndar þar sem notaðar væru upptökur Hrannar Sveinsdóttir sem gerðar voru á undirbúningstíma keppninnar. Sýslumaður hafnaði beiðninni en lögbannsbeiðendur skutu þeirri ákvörðun til héraðsdóms sem mælti fýrir um það í úrskurði 24. apríl sl. að lögbann skyldi lagt á. Hinn 24. þ.m. staðfesti Hæstiréttur úrskurð héraðsdóms. Nú liggur fýrir að keppendur þurfa að fá staðfestingu héraðsdóms í sérstöku máli fýrir því að kvikmyndin brjóti í raun og veru gegn rétti þeirra. Niðurstöðu héraðsdóms um þetta atriði er hægt að áfrýja til Hæstaréttar. Rekstur þessa máls mun taka nokkra mánuði ef það fer alla leið til Hæstaréttar. Kvikmyndin ekki sönnunargagn? Landslög mæla fýrir um það að sá sem biður um lögbann þurfi að færa fram sterkar líkur fyrir því að brotið sé á rétti hans eða verði brotið á rétti hans og það sé ekki réttlætanlegt að bíða þess að dómur staðfesti þetta brot. Það er því þess sem biður um lögbann að færa fram sönnun til að beitt verði lögbanni. Bæði héraðsdómur og Hæstiréttur byggja niðurstöðu sína á því að þar sem kvikmyndin hafi ekki verið sönnunargagn, lögbannsbeiðendur hafi hins vegar bent á að það væri hugsanlegt að til væri myndefni á spólum Hrannar sem myndi brjóta gegn rétti þeirra til friðhelgi einkalífs, hefði brot verið gert líklegt. Framleiðendur og höfundar hefðu því átt að afsanna að þeir ætluðu að fremja brot. Dómarnir segja að þetta hafi framleiðendur aðeins getað gert með því að leggja fram myndina. Dómur Hæstaréttar felur það að auki í sér að ekki hafi verið nægjanlegt að þátttakendur fengu að sjá myndina og að rétturinn hafi haft eintak af henni. Ekki er hægt að skilja dóm Hæstaréttar öðruvísi en að framleiðendur og höfundar hafi átt að afhenda gagnaðila sínum eintak af myndinni, eintak af óbirtu hugverki sínu. Spyrja má hvort þessi nýja regla Hæstaréttar gildi þá ekki um allar tegundir af hugverkum, ritað mál, ljósvakaefni, myndlistarverk og hvaðeina. Eru fjölmiðlar, listamenn og aðrir sem starfa við miðlun og dagskrárgerð meðvitaðir um að þeir gætu verið skikkaðir til að afhenda eintak af óbirtu verki vegna þess að það fjallar með einhverjum hætti um tiltekinn einstakling, vegna þess að fjölmiðillinn eða listamaðurinn hafði vitnesku um eitthvað varðandi þennan einstakling sem maður birtir ekki opinberlega? Gildir þessi regla virkilega án tillits til þess hvort einhverjar líkur hafa verið færðar fram fyrir því að ætlunin hafi verið að fremja brot? Brot gegn friðhelgi einkalífs? Eða er það þá kannski brot gegn friðhelgi einkalífsins að fjalla um atburði í samtímanum þar sem aðrir en höfundurinn sjálfur eru þátttakendur alveg án tillits til þess hvernig það er gert? Hefur Hæstiréttur komist að þeirri niðurstöðu? Eða er það brot gegn friðhelgi einkalífs keppenda að birta upptökur Hrannar Sveinsdóttur af fjölskyldu hennar, teknar á heimilinu, á almannafæri og í heimsókn hjá ættingjum og vinum, á þeim tíma sem hún var að undirbúa keppnina?. Samkvæmt dómi Hæstaréttar er lögbannið alls ekki takmarkað við efni þar sem þátttakendum keppninnar bregður fýrir. Óljós lagagrundvöllur Aðstandendur keppninnar eru ósáttir við að fjallað sé um keppnina þeirra af þátttakenda sem var ósammála þeim gildum sem voru í hávegum höfð í keppninni. Keppnin hefur tekið ákvörðun um að krefja um skaðabætur fyrir brot á óskilgreindum rétti, vísað hefur verið til höfundarréttar að því að skipuleggja fegurðarsamkeppni. Lagagrundvöllur þessa er vægast sagt óljós og framleiðendur og höfundar myndarinar telja hanna ekki vera fyrir hendi. Framleiðendur og höfundar þurfa þó að verja sig fyrir þessari kröfu í því máli sem nú hefur verið höfðað fyrir héraðsdómi. Miklar líkur eru á því að þeir hefðu þurft að verjast þessari kröfu þrátt fyrir að lögbannið hefði ekki verið lagt á vegna keppendanna. Það er því ekki eingöngu vegna þess að lögbannið var lagt á sem framleiðendur og höfundar þurfa að standa fyrir málsvörn fyrir dómi. Höfundur erframleiðandi heimildarmyndarinnar “ískóm drekans”. ítarlegri grein eftir Böðvar Bjarka um þetta mál er aðfinna á vejjunum www.producers.is og www.asgrimur.is. Á fyrrnefnda vefnum er einnig að finna dómsorð Hœstaréttar. 4 LAND & SYNIR

x

Land & synir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Land & synir
https://timarit.is/publication/1279

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.