Land & synir - 01.07.2002, Page 6

Land & synir - 01.07.2002, Page 6
Leikið íslenskt sjónvarpsefni: Staða, horfur og möguleikar Ágrip afnýrri skýrslu Aflvaka um stöðu íslenskrar sjónvarpsmyndagerðar sem kynnt var 26. júní2002 Skýrsla Aflvaka utn stöðu íslenskrar sjónvarpsmyndagerðar, setn utinin var af Sigurði Valgeirssyni að tilhlutan hagstnunafélaga kvikitiyndagerðar- mantta og Bandalags íslenskra listamanna, var kynnt opinberlega þann 26. júnísl. að viðstöddutn Tótnasi Inga Olrich menntatnálaráðherra. í skýrsluttni kotna meðal anttarsfram hugmyndir um hvernig hcegt sé að efla verulega gerð leikitts efnis í íslensku sjónvarpi. Verðiþessar hugmyndir að veruleika þýðirþað miklar breytingar á starfsutnhverfi kvikmyndagerðar- manna þar setn þá væri kominn grundvöllurfyrir reglulegri vinnslu sjónvarpsmyttda, auk þess sem íslenskum sjótivarpsáhorfendum byðist stóraukið framboð á eftti sem speglaði lífið í landinu. L&S birtir hér ágrip af skýrslunni, en forsvarstnenn hennar eru vongóðir utti að hægt verði að ttá samkomulagi við stjórnvöld utn þœr hugmyndir sem íhettni birtast áður en langt utn líður ogþannigýta úr vör langþráðum draumiþeirra setn í geiranum starfa. Öflug uppbygging íslensks kvikmyndaiðnaðar á síðustu árum hefur staðfest að þær forsendur sem lágu til grundvallar kvikmyndaskýrslu Aflvaka hf. árið 1998 voru réttar. Kvikmyndaiðnaðurinn skapar mörg verðmæt störf og á móti þeim fjármunum sem veitt er til kvikmyndagerðar hérlendis kemur erlent fjármagn til landsins. Eftir verða beinar og óbeinar tekjur og verðmæt þekking auk jákvæðra áhrifa á menningu og ferðaþjónustu. I þessari skýrslu er þráður- inn tekinn upp að nýju og sjónum beint að gerð leikins íslensks sjónvarpsefnis enda ljóst að á því sviði standa íslendingar nokkuð að baki nágrannaþjóðunum þrátt fyrir að nú sé orðin til flóra íslenskra fyrirtækja sem hefur þekkingu og hæfni til að vinna vandað leikið sjónvarpsefni af ýmsu tagi. Meginhindrunin er skortur á fjármagni, ekki síst til þróunarvinnunnar. Miðað við óbreytta fjármögnunarmögu- leika á þessu sviði bendir margt til að enn minna verði um innlent leikið sjónvarps- efni og að bæði sjónvarpsmyndir og framhaldsþættir sem sýndir eru í sjónvarpsstöðvum hérlendis muni áfram endurspegla veruleika fólks erlendis. Stofnun sjónvarpsmyndasjóðs f skýrslunni eru færð rök fyrir stofnun Sjónvarpsmyndasjóðs sem út- hlutaði styrkjum til framleiðslu á sem fjölbreyttustu leiknu sjónvarpsefni, jafnt framhaldsþátta af ýmsu tagi sem stakra mynda. Sjónvarps- myndasjóður sem úthlutaði 300 milljónum króna á ári myndi skipta sköpum fyrir framleiðslu leikins innlends sjónvarpsefni og hafa Bandalag íslenskra listamanna, Framleiðendafélagið SÍK, Kvikmyndasjóður íslands, íslenska kvikmynda- og sjónvarpsakademían og fleiri aðilar lýst áhuga á slíku fyrirkomulagi. Með sjónvarpsmyndasjóði væri áherslan lögð á að virkja þá þekkingu og hæfni sem býr hjá sjálfstæðum framleiðendum. Slíkt fyrirkomulag skyti styrkari stoðum undir kvik- mynda- og sjónvarpsiðnaðinn hér á landi og yki stöðugleika í framleiðslu og gæðum. Aðstaða sjónvarpsstöðvanna til að láta vinna og sýna leikið innlent efni yrði jöfnuð og sú mikla reynsla og sambönd sem nú þegar eru orðin til hjá framleiðendum kvikmynda við að afla erlendrar mótfjármögnunar myndi nýtast. Jafnvel þótt reiknað sé með mun lægra hlutfalli erlendrar mótfjármögnunar til verkefna sjónvarpsmynda- sjóðsins en hjá Kvikmyndasjóði (m.a. vegna þess að hluti efnis væri alfarið fyrir innanlandsmarkað) þá skilar framleiðslan í heild bæði tekjum í ríkissjóð og verðmætum störfum. Endanleg útgjöld ríkissjóðs vegna framleiðslu á leiknu innlendu efni fyrir rúmlega hálfan milljarð væru aðeins rúmlega 160 milljónir eða tæplega þriðjungur upphæðarinnar. Með því að beina fjármagni sérstaklega til þróunar og vinnslu innlends leikins sjónvarpsefni væri verið að nýta þá þekkingu og þann kraft sem býr í fjölda kvikmyndafyrirtækja til að fá gæðaefni til sýninga í sjónvarpi. Engin sjónvarpsstöðvanna hér á landi hefur bolmagn til að halda uppi stöðugri framleiðslu vandaðra leikinna sjónvarpsmynda. Útdráttur úr skýrslunni Mjög lítið er að gerast í gerð leikinna íslenskra sjónvarpsmynda og forvígismenn sjónvarpsstöðvanna segja þetta ekki vera að breytast. íslendingar virðast leggja lægri upphæð fram til gerðar leikins sjónvarpsefnis en hin Norðurlöndin, jafnvel þó að miðað sé við höfðatölu. Nær allir eru á því að framleiðsla leikins sjónvarpsefnis á þjóðtungu sé gríðarlega mikilvæg til að varðveita mál og menningu. Leikið sjónvarpsefni er mjög vinsælt eins og sjá má á dagskrá íslenskra sjónvarpsstöðva. Á hverju kvöldi sýna Sjónvarpið, Stöð 2, Sýn og Skjáreinn að meðaltali samtals um það bil tíu leikna þætti eða myndir á tímabilinu 19:00 til 24:00. Þessi verk eru langflest á ensku og sýna einhverja mynd veruleikans í Bandaríkjunum eða Englandi. Framleiðsla ríkissjónvarpsstöðva ná- grannalandanna er nokkuð jöfn og talsvert fjölbreytt. Framleiddar eru sápur, léttar þáttaraðir, spennumyndaflokkar og sjónvarpsmyndir, auk þess sem sviðsverk eru tekin upp á leiksviði. Ef hægt er að tala um hefð hérlendis er hún sú að framleiða stakar og oft framsæknar sjónvarpsmyndir en sú stefna var mörkuð í upphafi af Sjónvarpinu. Vönduð afþreying hefur síður átt upp á pallborðið hjá dagskrárstjórum. Sjónvarpsþáttaraðir eru sjaldgæfar og er ástæðan nokkuð augljós. Hérlendis hefur einfaldlega ekki verið fé til að leggja út í framleiðslu á margra þátta leiknum flokkum. Fullyrða má hins vegar að hérlendis sé nú kunnátta og bolmagn til að framleiða leikið íslenskt efni í stórum stíl sem höfðar til stórs áhorfendahóps. Það eina sem skortir er fjármagn. Nokkuð vinsælt leikið sjónvarpsefni í Sjónvarpinu hefur jafnmarga áhorfendur á einu kvöldi og gestir Þjóðleikhússins eru árlega. Áhorfendur sjónvarpsefnisins eru um allt land. Þannig má segja að sjónvarpsstöð með landsdreifingu, sem sýnir leikið íslenskt efni, sé ekki síður þjóðleikhús en Þjóðleikhúsið sjálft. hnotskurn Sjonvarpsmyndasjoður sem yrði stofnaður með sameiginlegu átaki stjórnvalda, samtaka listamanna í landinu og allra sjónvarpsstöðvanna gæti tryggt öflugan stuðning þar sem frumkvæði sjónvarpsstöðvanna væri virt, þekking og sambönd sjálfstæðra framleiðenda nýtt og leikreglur væru einfaldar og skýrar. Markmiðið: Fjölbreytt og vandað leikið íslenskt sjónvarpsefni.

x

Land & synir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Land & synir
https://timarit.is/publication/1279

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.