Land & synir - 01.07.2002, Page 7

Land & synir - 01.07.2002, Page 7
Hvaö er hægt að gera með nýjum Sjónvarpsmyndasjóði? í skýrslunni er stillt upp nokkuð hóflegri en þó fjölbreytilegri framleiðslu leikins efnis í íslensku sjónvarpi. Miða er við að framleidd sé á einu ári gamanþáttaröð (12 x 30 mínútur), sápa (12 x 45 mínútur), þrjár þáttaraðir (4x55 mínútur) og átta sjónvarpsmyndir (8 x 58 mínútur). Tegund efnis Fjöldi þátta Lengd í mínútum Fjöldi mínútna Mínútuverð Kostnaður Gamanþáttaröð 12 30 360 194.444 69.999.840 Sápa 12 45 540 194.444 104.999.760 Þáttaröö (3*4) 12 55 660 293.750 193.875.000 Sjónvarpsmyndir 8 58 464 293.750 136.300.000 SAMTALS 2.024 505.174.B00 (skýrslunni er einnig varpað fram hugmyndum um hvernig Ifklegt er að fjármagna mætti sjónvarpsframleiðslu fyrir rúmlega hálfan milljarð: Sjónvarpssj. Sjónvarpsst. Aðrir innl. aðilar Erl. sjóðir Erl. meðframl. Samtals Fyrir innl. markað 85,0% 12,5% 2,5% 0,0% 0,0% 100,0% Gamanþáttaröð 59.499.864 8.749.980 1.749.996 - - 69.999.840 Sápa 89.249.796 13.124.970 2.624.994 - - 104.999.760 Fyrir innl. og erl markað 42,3% 20,8% 2,6% 14,5% 19,8% 100,0% Þáttaröð 82.009.125 40.345.388 5.021.363 28.111.875 38.387.250 193.875.000 Sjónvarpsmyndir 57.654.900 28.364.030 3.530.170 19.763.500 26.987.400 136.300.000 Samtals 288.413.685 90.584.368 12.926.523 47.875.375 65.374.650 505.174.600 Miðað við ofangreindar forsendur um skiptingu fjármögnunar þyrfti að safna tæplega 290 milljónum til úthlutunar Sjónvarpsmyndasjóðs til þess að framleiða leikið fslenskt sjónvarpsefni fyrir rúmlega hálfan milljarð. Búast mætti við rúmum 113 milljónum frá erlendum sjóðum og meðframleiðendum og rúmum 103 milljónum frá innlendum sjónvarpsstöðvum og öðrum innlendum aðilum. Sjá nánar í skýrslu Aflvaka. Samanlagðir árlegir styrkir til leikhúsa á Islandi eru að minnsta kosti 300 milljónum hærri en styrkir til kvikmynda. Efyfirvöld ákvæðu að setja jafn mikið fé samtals í kvikmyndir og leikið sjónvarpsefni og þau verja nú til að styrkja leikhús myndu opnast möguleikar á að stofna 300 milljóna króna sjónvarpsmyndasjóð. Með þá upphæð í höndunum mætti hefja framleiðslu á fjölbreyttu leiknu sjónvarpsefni, vönduðu afþreyingarefni og stökum myndum og þáttaröðum, fyrir um hálfan milljarð. I mörgum tilvikum væru að auki sölumöguleikar út fyrir landsteinana. Telja má að fé sem varið er til framleiðslu á leiknu efni í sjónvarpi geti skilað umtalsverðum upphæðum inn í tandið. Ef stjórnvöld legðu fram tæplega 300 milljónir til framleiðslu leikins sjónvarpsefnis myndi það ekki einungis leiða til byltingar í gerð þess. 113 milljónir gætu komið inn í landið frá erlendum sjóðum og samframleiðendum. Þess má geta að þetta fé kemur ekki nema sem mótframlag við innlent fé. Öflug innlend framleiðsla er því forsenda fyrir því að það komi inn í landið. Leiða má rök að því að yfirvöld fengju allt að 151 milljón af framlagi sínu til baka í formi skatta en endurgreiddu að hámarki rúmlega 26 milljónir vegna framleiðslunnar á grundvelli laga um tímabundnar endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar. Lögin gilda til 2006. Endanlegur kostnaður ríkisins við sjónvarpsmyndasjóð sem leiddi til framleiðslu fyrir rúman hálfan milljarð yrði því tæplega 163 milljónir króna. Til viðbótar þessu gætu orðið til um 117 ný störf í íslenskri sjónvarps og kvikmyndagerð. Sjónvarpsmyndasjóður hefði margvísleg jákvæð áhrif. Sjóðurinn gæti orðið til þess að allar innlendar sjónvarpsstöðvar myndu framleiða leikið efni. Hann myndi hafa gríðarleg, jákvæð áhrif á íslensk kvikmynda- fyrirtæki sem mörg hver eiga undir högg að sækja. Þá eru ótalin þau jákvæðu áhrif sem aukið fé til gerðar leikinna innlendra sjónvarpsverka gæti haft á allar tengdar listgreinar, svo sem leiklist, tónlist og myndlist. Til viðbótar hefðu svo íslensk fýrirtæki hag af því að geta birt auglýsingar sínar með staðbundnu efni af sömu gæðum og það erlenda efni sem augl- ýsingar sópast nú hvað mest að. Forvígismenn kvikmyndagerðar- manna og Bandalags íslenskra listamanna eru fýlgjandi því að komið verði á fót sjónvarpsmyndasjóði til að efla gerð leikins sjónvarpsefnis. Það gæti orðið íslenskri menningu mikill styrkur á tíma þar sem æ meira er sótt að litlum málsam- félögum. Aukið inn- lent leikið efni myndi treysta sjálfsvitund íslendinga. Hliðar- afurð yrði meira erlent fé inn í framleiðslu innlends efnis, efld dagskrá allra íslenskra sjón- varpsstöðva, traustari rekstur íslenskra kvikmyndafyrir- tækja og meiri og íjölbreyttari atvinna fyrir fólk úr öllum listgreinum. Með sjónvarpsmyndasjóði væri verið að leggja fé í gerð efnis, ekki byggingar eða dreifikerfi. Með honum væri einnig verið að efla sjálfstæða íslenska framleiðendur en á það er víða lögð áhersla í uppbyggingu sjóðakerfa í dag. MEDIA, en það er nafn á átaksverkefni til eflingar evrópsks kvikmynda- og sjónvarpsiðnaðar, veitir til að mynda styrkjum sínum til sjálfstæðra framleiðenda vegna þess að forvígismenn áætlunarinnar telja að þannig sé þeim best varið. Mikilvægt er þó að gæta þess við uppbyggingu sjóðs af þessu tagi að frumkvæði og stefna dagskrárstjóra sjónvarpsstöðvanna sé virt og ekki sé tekið fram fyrir hendur þeirra. Ástæða þess að ekki hefur gengið betur að framleiða innlent sjónvarps- efni til þessa en raun ber vitni hefur verið skortur á þelekingu og fé. Eftir gróskuna í íslenskum kvikmyndum undanfarin ár vantar nú einungis fé. Kominn er upp kvikmyndaiðnaður á íslandi sem getur stutt og leitt uppbyggingu í framleiðslu sjónvarpsefnis. Islenskir kvikmynda- framleiðendur búa yfir þekkingu og hafa erlend sambönd. Þeir hafa burði til að nýta hæfileika og fé vel. Þeir hafa einnig getu til og hag af að sækja erlent samframleiðslufé. Um skýrsluna og tilurð hennar Skýrslan er unnin af Sigurði G. Valgeirssyni á vegum Aflvaka hf. og að tilhlutan Bandalags íslenskra listamanna, Félags kvikmyndagerðarmanna, Framleiðendafélagsins SÍK og Kvikmyndasjóðs íslands. Tilgangurinn er að sýna stöðu leikins efnis í sjónvarpi, meta framtíðarhorfur að öllu óbreyttu og benda á leiðir til að styrkja þetta mikilvæga svið menningar og sérþekkingar. Skýrslan er að sumu leyti framhald af skýrslunni „Kvikmyndaiðnaðurinn á íslandi - staða, horfiir og möguleikar" sem unnin var af Viðskiptafræðistofnun Háskóla íslands fyrir Aflvaka hf. og birt í september 1998. Ýmsir telja að sú skýrsla hafi gerbreytt stöðu kvikmyndaiðnaðarins með því að opna augu stjórnvalda og almennings fýrir þeirri miklu efnahagslegu, atvinnulegu og menningarlegu þýðingu sem þessi vaxandi atvinnugrein hefur. í kjölfar skýrslunnar var Kvikmyndasjóður t.d. efldur og sett lög til að ýta undir kvikmyndagerð hér á landi. Ekki þarf að deila um afraksturinn af þeim aðgerðum. LAND&SYNIR 7

x

Land & synir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Land & synir
https://timarit.is/publication/1279

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.